Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 27

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 27
Þetta er ekki svona í Ungverja- landi. Þar hefur fólkið ekki eins mikið fé á milli handanna. Svo er þetta ekki siður þar. Ef unglingur sést drukkinn á götu í Búdapest, er hann hirtur, og ekki tekið á honum með nein- um silkihönskum. Hann er lam- inn svo, að Iiann hugsar sig tvisvar um, áður en hann fer á „götufylliri“ aftur. Þetta er að vísu ómannúðlegt, eins og flest í fari kommúnista heima, en lögin verða að vera ströng, til þess að einhver taki mark á þeim. Lög, sem hamla gegn drykkjumennsku á almannafæri ættu að vera strangari hér. Það er ekki nóg að fara með drukkna unglinga heim að sofa, eða láta þá liggja í klefum til morguns. Það á að láta þá greiða þúsund króna sekt fyrir ölvun á al- mannafæri, eða sitja inni ella. Það er Ijótt að sjá Austurstræti stundum á morgnana. Rúður i húsunum eru brotnar, ælan ligg- ur eins og skita eftir strætinu. Sumstaðar liggja stakir skór, eða hengsli úr fötum. Eða þegar maður fer niður í bæ á kvöldin, og sér ungling- ana gargandi og illa til reikn á aðalgötu höfuðborgarinnar. Slíkt hef ég hvergi séð nema hér. Unglingarnir eru alltaf mikið með vín undir höndum. Þetta, sem gerðist í Þjórsárdal um Hvítasunnuna, finnst mér alveg ægilegt. Ég held, að ungling- um finnist sport að drekka vegna þess að það er bannað. Ástandið myndi stórum batna ef vin yrði selt á eðlilegri og auðveldari hátt. í minni flöskum og jafnvel í glösum hér og þar um borgina. Þegar ég fer út að skemmta mér, finnst mér leiðinlegt, hve skemmtihúsin loka snemma. Þau loka einmitt, þegar maður er að komast í „stuð“. Reykjavik er orðin það mikil heimsborg á flestum sviðum, að einn eða tveir klúbbar ættu að vera opn- ir allan sólarhringinn, minnsta kosti yfir helgar. —- Eitthvað fleira um ísland og íslendinga? — Já. Það er gott að eiga hér heima. íslendingar eru alúðleg- ir, blátt áfram. Hér er gott að lifa, kaup yfirleitt ágætt. Hérna hafa menn engar áhyggjur af morgundeginum eins og heima, — ég meina í Ungverjalandi. Ef verkamaður með fjögur börn i Ungverjalandi fer í leikhús eða óperu með konuna sína, verða þau að borða kartöflur í fjórar fimm máltiðir til að geta leyft sér það! Svo eitt að lokum. Loftslagið á Islandi er alveg yndislegt. — En ætlarðu ekkert að hrósa islenzka kvenfólkinu? — Jú. Svo sannarlega. Af hverju heldurðu, að ég hafi kvænzt íslenzkri konu? IVANCIC PETAR Á Álafossi liittum við Ivancic Petar. Hann er Júgóslavi, 28 ára gamall, og búinn að dvelja hér á landi i fjögur ár. Áður var liann í tvö ár á Ítalíu sem flótta- niaður. Hann gerði ekkert i þessi tvö ár, beið eftir því, að einhver útvegaði honum sama- stað. Sá staður varð ísland, og eftir því, sem Ivancic Petar seg- ir, þá er enginn svikinn, sem fær að búa i svo góðu landi. Ivancic er ókvæntur enn, en er trúlofaður ungverskri stúlku, sem einnig vinnur á Álafossi og heitir Smilek Irena. Ivancic er búinn að kaupa sér bil, og nú i sumar ætlar hann norður með Irenu sina og njóta sumarleyfis- ins á norðanverðu hinu fallega íslandi. Hann langar til þess að gerast bílaviðgerðarmaður, því i Júgóslavíu var hann byrjaður að nema sem slíkur. — Ég lief aldrei hitt eins gott fólk og hér á íslandi, sagði hann, — og ég ætla aldrei, aldrei aft- ur til útlanda. -— Aldrei heim aftur? — Nei, aldrei, aldrei. Það er svo gott að eiga heima á ís- landi, fólkið er svo gott, og kaupið er svo gott. Eftir eitt ár ætla ég að sækja um ríkisborg- arrét og verða íslendingur, og við Irena ætlum að búa hérna. Þegar ég kom til íslands, fór ég nokkrum sinnum út að dansa. Það hafði ég aldrei gert áður. Maður hefur ekki efni á því i Júgóslavíu að skemmta sér. Veðrið á fslandi er líka fínt fyrir mig, hvorki heitt né kalt. Ivancic víkur aftur að þvi, hve fólkið á íslandi sé gott: — Já, og forstjórinn hérna yfir okkur. Ilann kemur oft nið- ur og talar við okkur um hitt og þetta. Svona getur ekki gerzt í Júgóslavíu þar sem komm- únistar ráða rikjum! íslending- ar eru svo alþýðlegir. Og Ivancic Petar heldur áfram að vinda ullina af kappi. Hann er maður, sem fann það á íslandi, sem hann hafði leitað að allt sitt líf: Gott fólk! DITER ROT Faðir hans var kaupmaður og verkstjóri við sykurrófna- vinnslustöð í borginni Hannover í Þýzkalandi á árunum fyrir seinni heimstyrjöldina. En þeg- ar Ilitlcr fór að leggja undir sig heiminn, •— og tapa lionum úr greipum sér, varð fjölskyldunni ekki vært í Þýzkalandi, svo hún flutti til Sviss, enda frá þvi landi ættuð. Sonurinn i þessari fjöl- skyldu heitir Diter Rot; það var hann sem lagði land undir fót og ferðaðist til Danmerkur, gerðist þar teiknari, kynntist ís- lenzkri stúllui, varð ástfanginn og gerðist teiknari á íslandi, listamaður á íslandi. Þetta var árið 1957. Nú er Diter Rot, eða með lians rithætti diter rot — þrjátíu og þriggja ára gamall, gift- ur maður og faðir og býr að Ásvallagötu 7. Hann vinnur við teikningar, teiknar skrúðgarða, liúsgögn, teppi, listmuni. í frí- stundum iðkar hann sína list: býr til bækur, saxar niður leið- inleg blöð og hakkar saman við pylsur, pylsur í plastpokum. Hann hefur gert um 15 bækur i mjög mismunandi stórum upp- lögum, allt frá fjórum eintökum upp í hundrað. Hann liefur selt pylsu með Daily Mirror fyrir 600 krónur i London. Vegna þessa, voru það helzt Islendingar og listin, sem voru til umræðu þegar við spurðum Diter Rot um álit hans á landi og þjóð. — Fyrst eftir að ég kom til íslands, hélt ég að íslendingar væru heimskir, sagði liann, -— en nú veit ég að þeir kunna að gefa eftir, þeir eru ekki mjög framsæknir, hugsa ekki gf mik- ið um þjóðfélagsstöður sínar. Það er gott að kynnast þeim. Aðalmunurinn á þeim og' Sviss- lendingum er sá, að íslendingar eru áhyggjulausari, og vinalegri. Þeir láta mann afskiptalausan, þú skilur: maður verður ekki fyrir árásum fyrir list sína. — Varðstu landflótta fyrir list þína? — Nei, íslenzkt kvenfólk er mjög fallegt. Konan mín er ís- lenzk. Hún heitir Sigríður Björnsdóttir. Landið er einnig mjög fallegt. Það er gott að vinna hérna. — Skilja íslendingar list þína? — Nei. Það sem ég kalla list, geta íslendingar ekki elskað. Hún er of hættuleg. Hún rná ekki verða almenn. Ég geri þettA til þess að losna úr tengsjum, þú veizt: maður er giftur, á börn, þarf að vinna til þess að lifa. 1 mínum augum liefur listin ekk- ert með menningu að gera, að minnsta kosti ekki þctta fyrir- brigði, sem íslendingar kalla menningu. íslendingar elska mjög menningu, t. d. í blöðum sinum. Þeir halda, að listin sé partur af menningunni. Ég veit ekki, hvort listin er partur af menningu íslendinga. — Heldurðu, að íslendingar séu lítt þroskaðir? — Þeir myndu ekki kalla verk mín list. Sjálfsagt eru þeir vel mcnntaðir á sinn norræna hátt. Annars eru þeir allir vit- lausir. En bara ekkert vitlaus- ari en aðrir. Allir eru vitlausir, meira og minna vitlausir. Þú! Ég! Þetta sagði Diter Rot um ís- lendinga. Hann gengur í duggarapeysu, ineð prjónahúfu á höfði. Svissneskur listamaður á ís- landi. ■X- PALL MARTEENSSON Danmörk er með afbrigðum flatt land. Það er hægt að hjóla upp á hæsta hnúk þess lands, og ríkir menn reyna að liefja Farmhald á bls. 39.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.