Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 35
höfðu borið þetta umrædda kvöld. Og það mátti hann eiga, lögreglufulltrúinn, að hann hlust- aði á hina ósennilegu frásögn mína til enda, án þess að grípa fram í fyrir mér. — Ætlizt þér í rauninni til þess að ég leggi trúnað á þetta? spurði hann, þegar sögu minni var lokið. — Kannski get ég ekki ætlazt til þess, en dagsatt er það engu að síður. — Það er einungis eitt, sem gerir sögu yðar kannski senni- lega, varð honum að orði. Ein- ungis það hve ósennileg hún er. Þér munduð aldrei hafa getað fundið upp á svo fáránlegri lygi sem málsvörn. Ekki að það sé þar með sagt að ég trúi henni að svo stöddu. Og nú ætla ég að segja yður dálítið. Ég beið þess með eftirvænt- ingu, að lögreglufulltrúinn leysti frá skjóðunni. — Það var skömmu fyrir mið- nætti, sagði hann, að svörtum bíl var ekið upp að benzínstöð- inni við Brúarbraut. — Ég hef þegar sagt yður, að Marjorie hafi numið staðar við einhverja benzínstöð, varð mér að orði. -— Að minnsta kosti var þar um að ræða bílinn yðar, sagði Bentz. Afgreiðslumaðurinn á stöðinni man og gerla útlit bíl- stjórans. Ungur maður, grannur vexti en mjúkur í hreyfingum; virtist allur í uppnámi, þó að hann reyndi að leyna því. Klædd- ur gráum buxum og hvitri skyrtu. — Jú, jú ... hún var í föt- unum mínum . .. — Meðan afgreiðslumaðurinn dældi benzíninu í geyminn, gekk bílstjórinn inn í símaklefann, haringdi, en fékk ekki samband. Því næst stakk hann fjórðungs- dal í siálfsalann og náði sér í sígarettupakka. — En ég reyki alls ekki, flýtti ég mér að segja. Og það liggur í augum uppi hvers vegna hún fór inn í símaklefann. Auðvitað til að komast hjá því að af- greiðslumanninum gæfist tæki- færi til að virða hana nánara fyrir sér. Gat hann veitt andliti hennar athygli, svo að hann muni það? — Já, að minnsta kosti svona nokkurnveginn. Við látum hann svo benda á yður í hópi með nokkrum ungum mönnum, til að fá úr því skorið hvort hann ber kennsl á yður aftur. En hverfum nú aftur að Eugen Sperry. Hann átti heima þarna úti við trjá- garðinn, ekki alllangt frá benzín- stöðinni. Sambýlisfólk hans tel- ur sig hafa séð þess nokkur merki, að hann hafi verið anzi léttlyndur og lífsglaður náungi. Hann var í góðri stöðu, hafði mikil peningaráð og íbúð hans var búin vönduðum og glæsileg- um húsgögnum. Þegar sendillinn frá mjólkurbúðinni kom þangað Nýtt Toni með tilbúnum bindivökva liðar hárið á íegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentiðj sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðfórum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæstí þremur styrkleikumSuper (Sterkt) ef Uða á hárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef liða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal lítið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár. VATN ÓNAUÐSYNLEGT—ENGIN ÁGIZKUN—ENGIR ERFIGLEIKAR Mjög auðvelt. Klippið Með nýja Toni bindivök- spíssinn af flöskunni og vanum leggið pér hvem bindivökvinn er tilbúinn sérstakan lokk jafnt og til notkunar. reglulega og tryggið um leið betri og varanlegri háfliðun. í morgun, stóðu eldhúsdyrnar galopnar, aldrei þessu vant, og Sperry lá á gólfinu. Steindauður, enda hafði hann fengið hvorki meira né minna en sex hníf- stungur í skrokkinn. — Og svo kom lögreglan að mér, öllum útötuðum í blóði, andvarpaði ég mæðulega. — Já, og aftur í bílnum lá hnífur, alblóðugur, bætti lög- reglufulltrúinn við. Ég fól andlitið í höndum mér og grét. Grét af reiði. Enn sem komið var fann ég þó ekki til neinnar hræðslu, þar sem ég gat blátt áfram ekki ímyndað mér annað en að hið sanna í málinu hlyti að koma í ljós. Þessi Marjorie hlaut að finnast, og þá var öllu borgið. — Jæja, herra Norman, sagði Bentz lögreglufulltrúi. Hafið þér hugsað yður að breyta framburði yðar? - Hvers vegna skyldi ég gera það? spuroi ég. Ég hef ekki sagt annað en það sem satt er. Og hvað ætti mér svo sem að hafa gengið til að myrða þennan Sperry? — Til fjár? Þið hafið ekki fundið neina peninga, hvorki á mér sjálfum né í bílnum. -—• Það er ekki að vita nema þér hafið falið þá einhvers staðar. ■— En ég hef aldrei rænt nokk- urn mann ... — Ekki það við vitum. En það eru allmörg rán, sem okkur hef- ur enn ekki tekizt að upplýsa. ÞEGAR ég var kominn aftur i klefa minn, lagðist ég á bólk- inn, teygði úr mér og reyndi að hugsa skýrt og skilmerkilsga. Mér tókst það ekki. En Marjorie hafði svo sannarlega tekizt það. Seinna um daginn sór af- greiðslumaðurinn á benzínstöð- inni að ég væri ungi maðurinn í gamla, svarta bílnum. Ég ræddi við lögreglufulltrú- ann smástund á eftir. — Ég veit að ég er bæði lágvaxinn og grannur, sagði ég. En ég er þó að minnsta kosti hundrað sex- tíu og níu sentimetrar, en Marjorie er áreiðanlega ekki hærri en hundrað sextíu og þrír. Og hún getur ekki verið yfir VIKAN 32. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.