Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 9
verður að standa við vatn, og æskilegt, að einhverjar veiðan- legar bröndur séu í vatninu. Aftur hér kemur tvennt til; sumir vilja hafa þetta fína bústaði með mörgum svefnher- bergjum og öllum þægindum, en aðrir vilja heldur litla og hrörlega kofa, þar sem allt er í einum almenningi: Nokk- ur flet og illa lvnt eldstó. Svona sumarbústaðir eru báðir jafn sæmandi lífskjara- marki II, svo hér eins og með bílinn verður að taka milli- veginn með prísana. Það gefur auga leið, að kostnaðurinn við að eignast svona gerólíka sumarbústaði er ekkert sam- bærilegur. Hinir ódýrari kosta að meðaltali 40 þúsund, en þeir dýrari eru í kring um 200 þúsund. Mér finnst því ó- mögulegt að taka minna jafnaðarverð á svona k*ofum en 100 þúsund krónur, og þá er upphæðin orðin 1.540.000,00 krónur. Báðir flokkarnir, þeir sem vilja hafa höll í sínu sumar- landi og hinir, sem finna sína fullnægju í hreysi, eiga sam- merkt í því, að þeir vilja hafa báta á vatninu. Nú til dags þykir ekki annað sæma en bátur úr trefjaplasti, sem kostar 20 þúsund, með utanborðsmótor, sem kostar annað eins. Ódýrari útbúnaður hæfir ekki lífskjaramarki II. Og nú hljóðar reikningurinn upp á 1.580.000,00 krónur. Og þá er mál að snúa sér að reksturskostnaðinum. Mér hefur talizt svo til í viðræðum mínum við fólk lífskjara- marks II, að það héldi tryggð við matarílát, diskaþurrkur, handklæði, sængurföt og þess háttar, þótt það setti sér nýtt lífskjaramark. Þess vegna tel ég ekki rétt að reikna neinn kostnað á þessa hluti, enda þótt þeir þurfi alltaf vissrar endurnýjunar með; sá kostnaður er hverfandi. Hins vegar hefur matarkostnaður nú aukizt all verulega frá því sem var í lífskjaramarki I, ég tala nú ekki um, meðan aðeins var eitt barn á fóðrum. Þá var kostnaðurinn 36 þúsund krónur á ári, eða 3 þúsund á mánuði. Þegar komið er að lífskjaramarki II með þrjú börn, sem þurfa sitt, er kostnaðurinn aldrei minni en fimm þúsund á mán- uði, eða 60 þúsund á ári. Þegar bíllinn er orðinn svona dýr og stór, verður rekst- urskostnaðurinn á honum svo miklu meiri, en meðan smá- pútan var' látin duga, að ekki verður hjá því komizt að reikna á hann einhvern reksturskostnað. Það lætur nærri, að benzíneyðsla, skyldutrygging, smurningur og annað ó- hjákvæmilegt viðhald geri um 1200 krónur á mánuði, eða 14.400 krónur á ári. Kaskotrygging án nokkurrar sjálfs- ábyrgðar kostar 8.500,00 krónur á ári, en flestir taka a. m. k. þúsund króna sjálfsábyrgð, en við það lækkar iðgjaldið um 10%, eða niður í 7.500,00 krónur. Reksturskostnaður- inn á bílnum er þá sem sagt 22.050,00 krónur á ári. Úr því við erum að tala um tryggingar, er rétt að tína til heimilistrygginguna. Það er víst siður að tryggja fyrir mun lægri upphæð en innbúið stendur raunverulega fyrir, og mun klassísk tryggingarupphæð vera 200.000,00, en ið- gjaldið af þeirri upphæð er 500 krónur á ári. Þá er upp- hæðin orðin 82.550,00 krónur. Það er eftirtektarvert, að blaðakaup eru ekki mikið frá- brugðin því sem þau voru í lífskjaramarki I. Maður lífs- kjaramarks II kaupir enn sem áður tvö dagblöð fyrir röskar 1500 krónur á ári, en tímarit og vikublöð, erlend og inn- lend, fyrir um 2500 krónur á ári. Hins vegar hafa bókakaup aukizt allverulega, og miðast nú við um tíu innlendar bæk- ur á ári og slæðing af erlendum bókum. Bókakostnaður alls mun vera nálægt fimm þúsund krónum. Reikningurinn er þá kominn í 93.350,00 krónur. Hvað skemmtunum viðvíkur, er óhætt að segja að bíó- ferðir séu enn í fullu gildi. Og einnig hér hafa börnin sitt að segja; Þau vilja líka fara í bíó og ekki dugir að meina þeim endalaust um það. Eftir því, sem ég hef komizt næst, er bíókostnaðurinn nú kominn upp í um fjögurþúsund á ári, þótt sumir fari að vísu langt fram úr því. Við og við fara hjónin saman á skemmtistað í góðum hópi kunningja, og fá sér þá oftast að borða úti. Eyðslan í þessar skemmt- anir mun vera því sem næst 12 þúsund krónur á ári til jafnaðar. Þar við bætist, að hann — eins og góðum eigin- manni ber — býður konunni sinni stundum út að borða, án þess að því fylgi kostnaðarsamt gamankvöld, og í þetta munu fara um 2500 krónur á ári. Og loks þurfa þau að vera samræðufær um það, sem fram fer í leikhúsum borg- arinnar og verja til þess um 3000 krónum á ári hverju. Alls fara því í skemmtanir um 21.500 krónur, og þá er reikn- ingsupphæðin orðin 114.500 krónur. Það skal tekið fram, Framhald á bls. 47. Fyrir nokkru kom út bók í Bandaríkjunum eftir Vance Packard, sem bar naínið „Status Seekers". Hún varð metsölubók og mikið umtöluð eins og vera ber um metsölubækur. Það má vel vera, að til sé orð í íslenzku máli yfir „status seekers eða ,,stræbere“ eins og þessi mann- gerð er kölluð á dönsku. Þessi orð eru sem sagt notuð til að lýsa þeim kappsfullu görpum, sem láta ekkert tækifæri ónotað til þess að fikra sig upp eftir þrepum þjóðfélagsstigans. Við skulum kalla þá metorðaseggi, þar til enn betra orð finnst. Sannur metorðaseggur lætur sér ekki nægja að þeim lífs- kjaramörkum, sem við höfum verið að lýsa í Vikunni. Hann sækir alls staðar á, en þessi fram- sækni miðast öll að einu marki; að reyra saman í einn álitlegan bagga: Auð, völd og álit. Ekkert eitt af þessu má vanta. Við lestur á bókinni „Status Seekers" kemur í ljós, að banda- rískir og íslenzkir metorða- seggir líta svolítið sínum augum hvor á silfrið. Þáð sem telst „sterkur leikur“ fyrir íslenzkan metorðasegg, getur verið frá- leitt fyrir þann ameríska. Nú skulum við taka dæmi: Meira og minna lokuð mann- úðarfélög miðstéttarmanna (Frí- múrararegla, Oddfello-wregla o. s. frv.) eru ekki lengur markmið amerískra metorðaseggja, í stað- inn hafa komið „Country Clubs“, afar fínir klúbbar, sem útheimta Og svo eru það metorða segg- irnip jafnvel sérstakt ætterni eða mjög háar stöður. Á íslandi telst einn metorðaseggur hafa komið sér einu þrepi ofar í stigann, þann dag sem hann gengur í Frímúrararegluna. Aftur á móti eru vandræði með ýmislegt fínt og dýrt útisport hjá íslenzkum metorðaseggjum. Golf er tæp- lega gjaldgengt af veðurfars- ástæðum og engan veginn nógu sérstakt. Laxveiðar voru einu sinni fínt sport og hver einasti metorðaseggur gat sagt frá því í samkvæmi, að hann væri nú rétt að koma úr Laxá eða Norðurá. En ekki lengur-. Það er komið of mikið af „almenningi" í laxveið- ina til þess að sönnum metorða- segg finnist það svara kostnaði að dunda við hana. fslenzkur metorðaseggur verð- ur helzt að eiga stórt og voldugt einbýlishús, sem talar sínu máli við hvern, sem fram hjá því fer. Það er ekki sama, hvar það er. Laugarásinn er góður, sömuleið- is Ægisíðan og vel má það vera einhversstaðar úti í nærliggjandi hraunum. Hvað bíla áhrærir, þá sér hinn íslenzki metorðaseggur aðeins einn: Mercedes Benz 220 SE. Hann má vera grænn eða rauður, en helzt svartur. Ame- rískum bílum, þótt miklu betri kunni að vera, lítur hann ekki við. Heyrzt hefur að brátt muni það þykja talsverður fengur að geta státað Jagúar, en sumum mun finnast það einum um of áberandi. Auðlegðin má ekki vera eins og auglýsingaskilti eða a. m. k. aðeins að vissu marki. Þó greinir metorðaseggi á um þetta. Athyglisvert er það, að metorðaseggur getur átt lítinn bíl eins og t. d. Volkswagen, en aðeins með einu skilyrði: Hann má aldrei þvo hann eða bóna. Framyfir venjulegan, efnaðan betri borgara, þarf metorðasegg- urinn að hafa eitthvað sérstakt uppá að bjóða innanhúss. f stof- unni hans hanga málverk eftir Kjarval, Ásgrím og Jón Stefáns- Framhald á bls. 50. --------------------------1 VIKAN 32. tbl. — Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.