Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 45
lítið úr og liann gat, „núna, þeg- ar við erum orðin hjón, þá þori ég að segja þér frá því, að ég trúi því varla að þú skyhlir vilja mig .... þú, sem hefðir getað fengið svo marga, sem eru miklu meiri og betri en ég, þú, sem ert svo falleg....“ Veslings maðurinn gat lítið annað sagt við hana. Og lionum l'annst nýju fötin þrengja að sér, svo liamingjusamur var hann er hann horfði á Möru sína taka til og færa í lag eitt og annað í húsinu, svo sem hæfði góðri húsmóður. Og ])egar mánudag- urinn rann upp, vissi hann ekki hvernig hann átti að fá sig til að yfirgefa hana og fara aftur til Salonia. Hann dokaði við um stund eftir að liann hafði ferð- húizt, tekið til malinn, kápuna og fernisbornu regnhlífina og gengið frá þvi í klyfsöðli litla asnans. „Þú ættir eiginlega að koma með með til Salonia," sagði hann við konu sina, sem stóð á þröskuldinum og horfði á liann. „Þú ættir að koma með mér.“ En hún byrjaði bara að hlæja og svaraði því til, að hún væri ekki sköpuð til að vcra hjarð- mey, og því væri engin ástæða til að hún færi til Salonia. Það er i rauninni sannleik- ur, að Mara virtist ekki sköpuð til að vera hjarðmey. Hún hafði ekki vanizt við hinn bitra norð- ankulda, sem oft er í Salonia i janúarmánuði, ])egar hendurn- ar sem lialda um stafinn eru stirðar af kulda og naglakulið svo biturt að maður gæti haldið að neglurnar dyttu af fingrun- unr þá og þegar. Ekki var hún heldur vön liinni ofsalegu úr- komu, sem bleytir allt sem blotnað getur, eða hinu kæfandi ryki veganna sem þyrlast upp undan fótum kindanna í hinu glampandi sólskini. Ekki hafði hún vanizt því heldur að sofa undir beru lofti eða því að leggja sér til munns myglað brauð. Hún hafði heldur ekki vanizt liinum ócndanlegu löngu, hljóðu og einmanalegu dögum í hinum skrælnuðu og eyðilegu högum sveitarinnar, þar scm ekkert er að sjá timunum saman, nema ef sólbrenndum bændum bregð- )ir fyrir, sem reka á undan sér litla asna eftir hinum hvítu, endalausu vegum. Að lokum lét Ieli sér skiljast það, að bezt væri fyrir Möru að vera heima í lnisahlýjunni, eða að hún stundaði spuna við eldinn hjá nágrönnunum, eða nyti sólar á veröndinni, meðan hann væri á ferð um hagana, þreyttur, þyrst- ur eða holdvotur, eða hamandi i smalakofa hálffullum af snjó, sem mánske kæfði viðareldinn á arninum. í lok hvers mánaðar sótti Mara kaupið hans til hús- bóndans, og hún átti alltaf egg i körfunni, oliu á lampann og vin á flösku. Tvisvar i mánuði kom leli heim að jafnaði. Hún tók þá venjulega á móti honum á vegg- svölunum og liélt á snældunni í hendinni. Og þegar hann hafði tekið af asnanum og látið hann inn i gripahúsið, gaf hann hon- um á stallinn, en bar síðan við- arkurl til eldneytis inn i bak- garðinn, en annað sem hann liafði meðferðis fór hann með inn i eldhús. Mara hjálpaði honum svo úr kápunni og lét hann setjast framanvið arininn meðan liann var að losa af sér fótvefjurnar. Hún bar honum vín að drekka meðan súpan var að soðna með sínu notalega hljóði. Á sinn rólega og ihugula hátt, bar hún á borð fyrir þau, eins og góðri húsmóður sómdi. Á meðan á þessu stóð talaði lnin við liann um daginn og veginn, um hænuna sem lá á eggjum, um dúkinn scm hún var að vefa, um kálfinn sem þan höfðu sett á vetur, eða semsagt hvert smá- atriði sem varðaði búskap þeirra, svo Ieli varð innan- brjósts eins og væri hann ein- valdur konungur í ríki sínu. En á nótt liinnar heilögu Bar- böru kom Ieli heim, öllum að óvörum. Það var búið að slökkva Ijósin víðast hvar í liinni litlu götu, og klukkan i borginni var að slá tólf á miðnætti. Þessi nólt var nótt úlfanna, og úlfur hafði komizt inn í hús Ieli með- an hann var fjárverandi úti í stormi og regni að vinna fyrir heimili sínu. En vegna þess að ein af hryssum húsbónda hans hafði helzt, þurfti hann að fara með hana til járningamanns þegar á stundinni. Hann barði liressilega að dyrum heiina hjá sér og kallaði á Möru, meðan rigningin lak niður á hann frá þakinu og þaðan niður í skóna. Að lokum kom lcona hans til dyra og hellti sér yfir hann með óbótaskömmum, rétt eins og hún hefði verið úti i óveðrinu, og svo var hún svo nornarleg á svip, að hann spurði: „Hvað er eiginlega á seyði? Hvað á þetta að þýða?“ „Það, sem að er, cr það að þú gerir mér bilt við með því að koma heim á þessum tíma. Finnst þér þetta vera réttur timi til að koma heim á fyrir kristið fólk? Á morgun verð ég ábyggilega lasin.“ „Farðu þá að hátta aftur, ég get kveikt upp í arninum sjálf- ur.“ „Nei, ég ætla út og sækja við i eldinn.“ „Ég geri það.“ „Nei, segi ég.“ Þegar Mara kom aftur með fullt fangið af viði, sagði Ieli: „Af hverju varstu að opna bakdyrnar? Var enginn viður til inni í eldhúsinu?" „Nei, ég fór og sótti hann út í eldiviðarskúrinn." Hún tók ástaratlotum lians fá- lega og sneri sér brátt frá hon- um. Laugaveg 39, Vesturgötu 17. VIKAN 32. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.