Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 25
TILHUGALÍF. Framhald af bls. 21. an orð í belg, þótt hann skemmti sér vel, væri glaðklakkalegur á svip og ljómaði af ánægju, eins og drengur, sem er að fara í sumarfríið. Sálfræðingurinn var hins vegar annars hugar og gaf lítt gaum að tali þeirra, en helti ótæpt í glas sitt óg tæmdi það aftur og aftur. Loks tók Árni bílstjóri af skar- ið. „Nei, húsbóndi góður ekki dugar þessi skratti! Var ekki meiningin að komast til Akur- eyrar í kvöld?“ Sigtryggur brosti til hans, lyfti glasi sínu hæversklega og sagði, „Skál!“ Síðan reis hann á fætur. „Þú hefur lög að mæla, Árni minn. Ekki þar fyrir, við þurfum svo sem ekkert að flýta okkur; við getum gist hvar sem við viljum, slegið upp tjöldum í guðsgrænni náttúrunni og hitað okkur dósamat. ■— Nú jæja, við verðum í öllu falli að lóna norð- ur í Skagafjörðinn." Það gekk dálítið illa að koma sálfræðingnum út í bílinn, því að hann mundi allt í einu eftir piltum þeim, sem hann hafði ver- ið að skattyrðast við í veitinga- stofunni, vildi hann nú leita þeirra og jafna um gúlana á þeim, eins og hann komst að orði. En Árni bílstjóri og Bergur garðyrkjumaður tóku hann á milli sín og drógu hann umsvifa- laust út. Lét hann það þá gott heita og er bíllinn rann af stað hallaði hann sér aftur á bak í sætið og var þegar sofnaður. XVI. Þau námu staðar í Skagafirð- inum til að njóta sumardýrðar- innar. Héraðið var allt sveipað blárri, gagnsærri móðu, er minnti á emalíu, fjöllin bar við bláa heiðríkju, fegurð og tign yfir Tindastóli. Ferðafólkið var bros- leitt og fyllt af hóglátri gleði yfir dásemdum dagsins; með vín var ekki farið í bílnum, utan hvað Sigtryggur Háfells skálaði lítilsháttar við skáldin bæði, Stefán G. og Bólu-Hjálmar. „Mér er annars ekkert gefið um lifandi skáld,“ sagði hann. „En maður verður nú einu sinni að hafa þetta, ef maður vill heita þjóð. Heimurinn er þannig gerð- ur að peningarnir nægja ekki, að minnsta kosti ekki í selskaps- lífinu og á stórum mannamótum, þá verður maður að hafa ein- hver andlegheit til að grobba af.“ Hann hló góðlátlega og ýtti í Ásu með olboganum. „Hvernig er það, vinkona, leiðist þér noltk- uð?“ Hún leit á hann ljómandi af ánægju og hristi höfuðið. „Æ, þetta er unaðslegt!" svaraði hún og brosti til hans. „En þér, Lóa mín?“ Honum hnykkti eilítið við, er hann mætti augnaráði heims- dömunnar. Eitt andartak sá hann allt aðra stúlku, en þá er hann hafði kynnzt fram að þessu: opin sakleysisleg augu í barnslegu andliti, sem bar dreyminn svip: um fagrar varirnar var gleði- bros. — „Hm,“ tautaði hann og leit af henni, eilítið skömmustu- legur, eins og hann hefði gert sig sekan í einhverju ósæmilegu. „Það má víst ekki bjóða ykkur einn lítinn?" Þær hristu báðar höfuðið. Síð- an var haldið áfram yfir heið- ina í sólskininu. Inn um gluggana barst sumarangan fjallagróðurs- ins og allir voru hljóðir. Herjólfur B. Hansson vaknaði ekki fyrr en komið var á Mold- haugaháls. Það umlaði eitthvað í honum, síðan rétti hann út vinstri höndina og fann vangann á garðyrkjumanninum. „Æ, Beta mín, gefðu mér morgunkaffið, og settu svolítið brennivín út í það, ég er timbraður" Kaupsýslumaðurinn hló dálítið illkvittnislega. „Jæja, kallinn, er það þá svona — og þú ert að draga þig eftir ungri stúlku, skepnan þín!“ „Ha, -—- hvað?“ spurði Lóa Dalberg og skildi auðsjáanlega ekki neitt. En Ása og Sigtryggur litu hvort á annað og dóttir spá- konunnar roðnaði upp í hársræt- ur, en kaupsýslumaðurinn hristi höfuðið, talsvert glottaralegur á svipinn. Hann seildist aftur fyrir sig, náði í flösku með veikri vín- blöndu og rétti sálfræðingnum. „Hérna kemur Beta með snaps- inn!“ sagði hann og hláturinn kumraði í honum. „En súptu var- lega, kall minn, ég vil helzt ekki að þú berjir á Norðlendingum, þetta eru allra beztu menn.“ Herjólfur B. Hansson hristi sig eilítið, leit síðan í kringum sig í bílnum, dálítið úfinn og undrandi en glotti þvínæst, og saup á flöskunni. „Um — þetta er sælgæti — það máttu eiga skolli þinn, þótt þú sért auð- valdsbulla og braskari — snilld- ar vert, það ertu.“ Þau mötuðust á KEA, en þar hafði Sigtryggur Háfells pantað einkaherbergi handa þeim öllum um óákveðinn tíma. Dálítið slæpt voru þau eftir ferðina, en hresstust brátt af góðum réttum og léttu víni, og gerðist þá glatt við borðið. Sigtryggur Háfells hafði sérstakt lag á því, að halda uppi skemmtilegum samræðum, og koma gestum sínum til að hlæja. Jafnvel Herjólfur B. Hansson virtist skemmta sér á- gætlega. Þó varð hann svolítið þungbrýnn, þegar Lóa Dalberg spurði hann allt í einu: „Hver er þessi Beta, sem þú varst að kalla á upp úr svefninum?“ Hann leit hvasst á stúlkuna, en hún horfði á hann með barns- legri einlægni og forvitni í svipnum. „Beta nú, ætli það hafi ekki verið hún Elísabet, sem ég leigi hjá? Hún er vön að færa mér morgunkaffið — og ég var þyrstur þegar ég vaknaði áðan. — Hvern fjárann kemur þér það annars við?“ „Nei, auðvitað ekki,“ mælti Lóa Dalberg sakleysilega. „Elísabet er myndarkona," sagði Ása. „Hún kemur stundum í búðina til okkar; ég held meira að segja að mamma hafi spáð fyrir henni einu sinni eða tvisvar." „Ja, ekki hef ég heyrt nema gott um hana,“ sagði kaupsýslu- maðurinn kæruleysislega.. „Mér er fortalið að hún sé stórrík." Sálfræðingurinn leit á þau til skiptis, dálítið súr á svipinn, svo hló hann kuldalega. „Eigum við ekki að tala um eitthvað ann- að?“ sagði hann stuttur í spuna. Bergur garðyrkjumaður hafði setið þögull um stund, en nú hóf hann máls: „Það er eigin- lega hálfleiðinlegt að gista á hóteli í þessu yndislega veðri, finnst ykkur það ekki? Hvernig væri nú að halda bara áfram í kvöld norður í Vaglaskóg, og tjalda þar — ha?“ „Æ, það væri dásamlegt!" sagði Lóa Dalberg. „Já, mikið væri það gaman!" sagði Sigtryggur Háfells. „Auð- vitað hafið þið öll gott af að koma út í náttúruna.“ En Herjólfur B. Hansson var ekki samþykkur síðasta ræðu- manni. Hann glotti háðslega og mælti: „Aldrei hef ég nú heyrt aðra eins bölvaða vitleysu! Hér sitjum við og höfum það gott, og svo þegar liðið er fram að miðnætti, ætlið þið allt í einu að fara að flækjast einhvern fjand- ann út í sveit, þar sem allt er rennvott af dögginni og auðvitað ískalt; maður er viss með bron- chitis og lungnabólgu, og jafnvel tæringu — eruð þið öll orðin snarvitlaus?" „Það er ekki teljandi dögg núna,“ sagði Bergur garðyrkju- maður. „Og svo er auðvitað hlýtt í tjöldunum — þú getur líka sofið í bílnum yfir heiðina.“ „Ég tek það ekki í mál!“ sagði sálfræðingurinn. Árni bílstjóri lagði orð í belg: „Hann getur sofið hérna á hótelinu í nótt, svo skrepp ég eftir honum í fyrramálið, eða hvenær sem hann vill?“ Það umlaði vonzkulega í Herj- ólfi, en þegar hin fóru að týgja sig af stað, stakk hann líkjör- flösku í vasa sinn og hélt í hum- átt á eftir þeim. Veðrið var enn hið fegursta, hvít sumarnótt undir veikbláum himni, og fjöllin dökkfjólulituð alit um kring. Margt manna var enn á ferð í höfuðstað Norður- lands, en er út fyrir bæinn kom, tók við kyrrð og Ijúf þögn. Heyrðist nú ekkert annað en hið lágværa mal í mótornum: ferða- fólkið var snortið af fegurð næt- urinnar og enginn sagði orð. Jafnvel Herjólfur B. Hansson virtist una allvel hag sínum, saup hann á flöskunni öðru hvoru, en drakk varlega og værð færðist yfir svip hans. Þannig héldu þau áfram unz þau komu efst á heiðina Eyja- fjarðarmeginn, þar sem útsýnin er víðust og fegurst. Þá gaf Sig- tryggur bílstjóranum merki um að nema staðar og þau sátu öll langa stund og virtu fyrir sér sumarnæturdýrð Norðurlandsins. Stúlkurnar hölluðu sér alveg ósjálfrétt báðar upp að styrkum öxlum kaupsýslumannsins; Ása andvarpaði af hrifningu og Lóa Dalberg hvíslaði með barnsleg- um rómi sínum: „Guð — hvað þetta unaðslegt!“ Sálfræðingurinn gat heldur ekki orða bundizt: „Já — bara skratti snoturt," mælti hann. En er þau ætluðu af stað aftur brá svo við að Árna tókst ekki að koma bílnum í gang. Sigtryggur tók hressilega upp í sig, þegar honum skildist að nýji, flotti ameríski bíllinn hans var strandaður uppi á Vaðlaheiði. Hann þaut út og fór að athuga vélina, ásamt bílstjóranum, en þeim tókst ekki að koma auga á neitt er bent gæti til bilunar á henni. Hitt fólkið fór nú einnig út úr bílnum, nema sálfræðing- urinn, er sat og horfði á bjástur kaupsýslumannsins og glotti ill- yrmislega. „Æ, mér er sama þó við verð- um hér í alla nótt,“ sagði Ása Sigurlinnadóttir. „Hér er svo dásamlega fallegt.“ „Getum við bara ekki tjaldað hérna?“ sagði Lóa Dalberg. Hún starði hugfanginn út Eyjafjörð- inn, sem brann í gullnum og rauðum ljóma allt að yzta sjónar- hring. Sigtryggur Háfells leit til hennar, sneglulegur á svip, og ætlaði auðsjáanlega að segja eitthvað miður vingjarnlegt. En hann hætti við það — eitt augna- blik gleymdi hann öllu öðru, er hann sá framan í stúlkuna; hún leit út eins og hann hafði hugsað sér englana þegar hann var lítill. — Hver fjárinn sjálfur, hugsaði hann, þetta er undarleg auðarlín og aldrei kem ég til með að skilja neitt í kvenfólki! Svo hló hann stuttlega. „Það gæti svo farið að við neyddumst til þess; ég veit ekki hvað gengur að bílskrjóðnum." „Ætli það vanti ekki bara á hann benzín?1 sagði Herjólfur B. Hanssonn meinfýsnislega. Árni bílstjóri og kaupsýslu- maðurinn litu snöggt hvor á annann, síðan gáðu þeir báðir samtímis á benzínmælinn. Enn horfðust þeir í augu andartak, svo hló Sigtryggur tröllslega. „Nú er Árni minn orðinn ást- fanginn," sagði hann. „Þetta hef- ur víst aldrei komið fyrir hann áður á ævinni!“ Bílstjórinn tautaði ýmislegt, sem ekki er venjulega haft yfir í návist kvenna, en síðan hló hann einnig. „Ef það væri nú Framhald á bls. 50. VIKAN 42. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.