Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 27

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 27
• • Til vinstri: Bærinn Öxl þar sem Björn bóndi bjó. Bærinn stendur undir Axiarhyrnu, beint upp af BúSum og nálægt vegamótunum yfir Fróðárheiði. — Ljósmynd: Ásg. H. J. Sigurðsson. Búðahraun er niðri á flatlendinu neöan við Öxl. Við hraunbrúnina er lítil tjörn, vaxin sefi, sem Björn fleygði líkunum í. Hún hefur ýmist verið nefnd Iglutjörn eða Líkatjörn. Jónssyni, en Sigurður var bróðir Jóns lögmanns, sem sagður er hafa kveðið upp dóminn í morðmáli Axlar-Bjarnar. Er því með líkindum, að Björn á Skarðsá byggi að langmestu leyti á sam- tíðarheimildum. Talið er einnig, að Björn hafi löngu áður en hann hóf annálsáritun sína, ritað hjá sér frumdrættina að þeim efnivið, sem síðar verður uppistaða annálsins. Auk áðurnefndra heimilda er getið um sögu Axlar-Bjarnar í Fitjaannáli, Set- bergsannáli og Árbókum Jóns Espólíns, en þessar þrjár heimildir hafa lítið raun- hæft gildi. Þær taka ýmist upp beina lýs- ingu eftir Skarðsárannáli eða fylgja sögu- þræði þjóðsagnanna. í þessari grein verður um mál þetta fjallað með þeim hætti, að fyrst verður rakið meginefni þjóðsögunnar í mjög stuttu máli. Síðan verður greint frá efni hinna traustari heimilda og samanburð- ur gerður. II. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er Axlar- Bjarnar-saga tekin orðrétt eftir handriti séra Sveins Níelssonar á Staðastað, en séra Sveinn taldi sig hafa skrifað handrit sögunnar eftir „gömlum manni og greind- um, innlendum“, og einstöku sögnum öðr- um, bæði frá Húnvetningum, séra Jóni Norðmann á Barði og Þorvarði Ólafsson- ar á Kalastöðum. Þjóðsagan getur þess, að maður nokk- ur ættaður úr Hraunhreppi á Mýrum, Pétur að nafni, hafi kvongazt í Breiðuvík á Snæfellsnesi öndverðlega á dögum Guðbrandar biskups. Þegar kona Péturs gekk með þriðja barn sitt, setti að henni fáleika mikinn, sem var með þeim hætti, að henni fannst hún gæti ekki komizt af, nema hún bergði af mannsblóði. Konan barðist lengi við þessa hrollvekjandi löngun sína, en um síðir gat hún ekki leynt henni fyrir manni sínum. Pétur vildi ekkert á móti konu sinni láta, sem hann gat veitt henni. Hann vökvaði sér því blóð á fæti og lét kon- una bergja. Þegar þessari löngun var fullnægt, barst konunni ýmis óhæfa í draumum, og gat hún þess við vinkonu sína, að hún væri hrædd um, að barn það, sem hún gengi með, myndi verða frábrugðið í ýmsu öðrum mönnum, og gott ef það yrði ekki einhver óskapa- skepna. Þegar konan varð léttari, fæddi hún sveinbarn. Hlaut það nafnið Björn og dafnaði vel. Pétur hafði áður verið vinnumaður hjá Ormi Þorleifssyni ríka á Knerri. Hann leigði síðar Pétri jörðina Húsanes, en Ormi var mjög vel til þeirra hjóna. Þegar Björn Pétursson var fimm ára gamall, var mjög hart í ári. Bauðst þá Ormur ríki til að taka Björn eða Magnús, bróður hans, í fóstur. Móðir þeirra kaus fremur, að Ormur tæki Björn, því að hann væri óstýrilátur, e'n þó mannsefni. Fór nú Björn með Ormi heim að Knerri. Á Knerri ól Ormur upp launson sinn, sem Guðmundur hét, og var hann á svip- uðum aldri og Björn. Guðmundur varð snemma mikill fyrir sér og harðgerður, enda tamdi hann sér glímur og aðrar íþróttir, en slík líkamsrækt var fátíð á þeim dögum. Um Björn er það að segja, að hann tók skjótum þroska, eftir að hann kom að Knerri, en þótti dulur í skapi og harðlyndur. Vel féll á með þeim Guð- mundi Ormssyni og Birni. Þó lagði Björn mest vináttulag við unglingspilt, sem var fjósamaður á Knerri. Kirkja var á Knerri, og var Ormur vandur að því, að heimilisfólkið rækti vel tíðir. Eitt sinn bar það til, að Björn svaf um messutíma gegn vilja og vitund Orms. Dreymdi hann þá, að til hans kæmi ókunnugur maður, en sá hélt á diski með kjöti á, skornu í bita, og bauð Birni. Björn þáði bitana og át 18. Þótti honum hver bitinn öðrum lostætari, en við hinn 19. varð honum óglatt og illt og hætti því kjötátinu. Þá segir ókunnugi maðurinn: „Vel gerðir þú, að þú þáðir mat minn, en nú vil ég leggja meira til við þig. Far þú á rnorgun, svo enginn viti af, upp á Axlarhyrnu, þar munt þú sjá tvo einkennilega steina, nokkuð stóra. Lyftu upp minni steininum lítið eitt, og það, sem þú finnur norðan undan honurri, skalt þú eiga og nota vel. Fylgir því sú náttúra, að þú munt verða nafnkunnur maður.“ Að svo mæltu hvarf draumamaðurinn, en Björn vaknaði. Hann fýsti mjög að leita þess, sem honum var til vísað. Dag- inn eftir var Björn snemma á fótum, fór upp á Axarhyrnu og fann steinana. Það stóð heima, að undir minni steininum var öxi, ekki mikil, en allbiturlegt vopn. Skömmu eftir axarfundinn hvarf fjósa- Framhald á bls. 39 VIKAN 42. tbl. — 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.