Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 35
 &■ ',r©//v é*d/, ""«/» . 1 ly’~ir lir c;-’"a , ^ ö %í/V J ÆA, ^Ur>- Pess Gi'^eþ:ðmC °s ra, P*trQ h, lllcð h. . °§h lap ' 7 **&*»,- ^ °ty? Ngty- 4* _ 3<í „ G’/ý/e 7°& W/ ;! 5 blöð aðiens Kr. 20.50 í ® Gillettc er skrásctt vörunterki Gillette raksturinn óviðjafnanlegi prófastur og frú hans, Ólafía Ólafsdóttir. Þeir voru fimm sam- an í bifreiðinni. Þeir bræður Sveinn og Björn Oddssynir, Jón Sigmundsson, séra Jakob Ó. Lárusson og Guðbrandur Magn- ússon Og Sveinn rekur söguna þannig: „Okkur hafði verið sagð- ar stórar tröllasögur um Kamba og veginn þar, en er til kom voru þeir engin tröll í vegi. Veg- urinn var að vísu brattur, en harður var hann undir og slétt- ur. Það leiddi af þessum sögum, að við fórum fjórir úr bifreið- inni þar á brúninni, en Jón ók bifreiðinni tómri. Allt gekk vel — svo vel — að eftir þetta fór enginn gangandi upp eða niður Kamba. Rigning var, eins og oftast þetta sumar, færðin afleit, óð víða á öxlum bifreiðarhjól- anna í bléytu. Ekki man ég hvað við vorum lengi á leiðinni, en til Fellsmúla náðum við klukkan 2 um nóttina, illa til reika: hungraðir, votir og forugir." Sveinn fer mjög lofsamlegum orðum um viðtökurnar, sem þeir félagar fengu á Fellsmúla. Kveðst hvergi hafa fengið alúð- legri né höfðinglegri móttökur. Það var ekki einungis matur og drykkur með ágætum og hin beztu hvílurúm, heldur voru föt þeirra þurrkuð og strokin. Ekki fékk Sveinn að borga neitt fyrir greiðann, þótt hann mæltist til þess eindregið. En, sagði prest- ur, viljir þú endilega sýna þakk- læti þitt fyrir þetta, sem raunar ekkert er, óska ég þess helzt ef þú getur, að þú akir með okkur hjónin og krakkana héma niður á balann. Þetta þótti auðvitað sjálfsagt, enda vegarlengdin báð- ar lengdir ekki nema sem svar- aði hálfri mílu enskri. Næsta dag héldu þeir félagar aftur til Reykjavíkur og farnaðist vel. Sveinn getur þess ekki í skýrslu sinni um þessa ferð, að þá var einnig farið austur yfir Rangárbrú, um þvera Rangár- velli að Eystri-Rangá, en áður hafði verið farið lengst að Ægis- síðu. Hafði gengið vel yfir vell- ina, þótt sandurinn væri laus sums staðar, einkanlega í brekk- unum. Frá þessu er sagt í nafn- lausri grein í ísafold 10. septem- ber 1913, þar sem þessi ferð er m. a. gerð að umtalsefni. Sveinn gefur eftirfarandi lýs- ingu á vegunum sem hann kann- aði á Suðurlandi: „Vegir og flestar brýr voru í lélegu ástandi. Allir vegir hol- óttir undan hestafótum og sund- urgrafnir af hjólförum, sem voru allt að 6 þumlungunum krappari en okkar hjólför og breiddin milli þeirra um 6 þuml. mjórri, svo við urðum að aka bílnum höllum, þ. e. annað hjólið var niðri í skoru allt að því fet á dýpt, en hitt uppi á illa löguðum hrygg. sem oft og tíðum sveik og allt sökk og festist stundum. Fjaðrir vildu hrökkva sundur við sveigjuna og það kom líka fyrir, að öxlar hrukku. Þess hátt- ar var þá raunasaga, en nú orð- ið gaman að rifja það upp. Þess- ir vegir höfðu ekki verið gerðir fyrir bifreiðar og voru þeim ekki hentugir. Þeir voru svo mjóir að óvíða var hægt að mæt- ast nema velvild og lægni væri viðhöfð, enda var svo lang oft- ast fram yfir vonir, þar sem menn voru alveg óvanir bifreið- um. Það var ánægjulegt að mæta sumum sveitamönnum. Þar fór oft saman tilhliðrunarsemi og hjálpfýsi, og allur vilji til þess að ekkert tefði né skaðaði. Þá var maður vissulega hreykinn af því að vera íslendingur og eiga þessa prúðu og hjálpsömu menn fyrir samlanda. Lakasti vegur- inn var Þingvallavegurinn frá Geithálsi til Almannagjár, Keflavíkurvegurinn var góður frá Hafnarfirði að Vogarstapa, en fram úr hófi krókóttur. Milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur var slarkfært með því að fara hægt, en steinóttur var vegurinn og blautur í Fossvogi. Beztir og breiðastir vegir voru fyrir aust- an Hellisheiði, en til Kamba- brúnar var vegurinn aldrei góð- ur, en þó slarkfær oftast nema fyrir neðan Kolviðarhól. Þar lá stundum í þó þurrt væri annars staðar. Fyrir austan fjall var alltaf þurrt nema í Holtunum og kringum Eyrarbakka og Stokkseyri. Gott var að koma til fólksins meðfram vegunum og njóta þar gestrisni. Má þar minn- ast Kolviðarhóls, Tryggvaskála, Þjórsártúns, Ægissíðu, síma- stjórahjónanna á Eyrarbakka og Ólafs kaupmanns á Stokkseyri. Allir þessir staðir eru ógleym- anlegir sakir vinsemdar og góð- vildar fólksins þar, enda varð ég oft að leita á náðir þess bæði á nótt sem degi um margs konar fyrirgreiðslu, er aldrei brást að svo miklu leyti sem unnt var að veita. Brýrnar á vatnsföllum voru fáar og áttu það allar sameigin- legt að hlykkur var inn á þær af veginum. Var þetta mjög hættulegt ef blautt var, t. d. að fara frá Þjórsártúni niður brekk- una og beygja í henni inn á VIKAN 42. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.