Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 29
NÓTT í BYZANTISKU HÖLLINNL Framhald af bls. 14. fyrir geysistóru málverki af skartbúinni konu, en látlaus fegurð hennar naut sín þó ekki sökum þess hve ýkt hún var ai hendi málarans. „Konan mín sál- uga,“ mælti Freemond með lotn- ingu. Hann tók undir arm Pai Horne og leiddi hana í farar- broddi inn í borðsalinn. Kvöldverðurinn reyndist lát- laus, en ákaflega ljúffengur og á allan hátt eins til hans vandað og frekast var unnt. Eins var með vínið. „Vinur,“ sagði Laura, „þetta er samsæri gegn vaxtar- línunum." „Óbrotinn málsverður getur engan skaðað,“ svaraði Free- mond gamli. Á meðan setið var að borð- um, var Freemond óspar á skrýtlur sínar og sögur við gest- ina, stuttar og langar, sannar eða lognar eftir atvikum, en undan- tekningarlaust á mörkum hins sæmilega og ósæmilega. Einu sinni sá Laura sig meira að segja tilneydda að setja vingjarnlega ofan í við hann. „Nei, vinur, geymdu þessa þangað til við er- um búin að borða.“ Þegar kvöldverði var lokið, leiddi Freemond gestina inn í einkakvikmyndasal sinn, og bauð þjóninum að bera þeim kaffið þar. Að því búnu tók hinn fjöl- hæfi þjónn að sér hlutverk kvikmyndasýningarmannsins, en Freemond og gestir hans létu fara vel um sig í mjúkbólstruð- um, leðurdregnum hægindastól- unum, dreyptu á kaffinu og konjakkinu, reyktu og horfðu á nýjustu kvikmynd Freemonds, „Einn koss í einu“, ótilklippta. Laura og Norman léku aðalhlut- verkin, Horne hafði samið hand- ritið, Graustein stjórnað tökunni, sem lokið hafði fyrir fáum vik- um. Þetta var rómantísk kvikmynd í technicolor, tónlistina vantaði enn, sumsstaðar líka allt hljóð, og heyrðist þá ekkert nema nið- urinn í sýningarvélinni. Þá var það stundum að Graustein taut- aði í hálfum hljóðum: „Bílhurð skellt. Þarna mætti kannski hafa fuglasöng. Fótatak heyrist á mölinni.“ Eða annað svipað, eins og sér til minnis. Enn sem komið var, var kvik- myndin að sjálfsögðu alltof löng. Þegar sýningunni var loksins lokið, voru hinir fáu áhorfendur dauðþreyttir orðnir, svo að Freemond ákvað að fresta öll- um umræðum til morguns og bauð þeim góða nótt. „Sofið vel,“ sagði hann. „Sjáumst aftur heima við morgunverðinn í fyrramálið, hress og endur- nærð!“ Svo kvaddi hann þau með brosi. „Mér fellur ekki þetta blíðu- bros hans,“ varð Graustein að orði, án þess að hann beindi orð- um sínum að nokkrum sérstök- um í hópnum. „Það veit yfirleitt ekki á gott, þegar hann brosir þannig ...“ Morguninn eftir var svalt og þokulaust. Svo bjart og heið- skírt, að Graustein hélt fyrst í stað að hann hefði vaknað suður á Mallorku, en smámsaman féllu atriðin í heild, eins og í mynd- gátu, svo að hann rankaði við sér og mundi að hann var stadd- ur í Byzantium, vestur í Banda- ríkjum. Væri þetta virkur dag- ur, var víst ekki um annað að ræða en drífa sig á fætur, snæða léttan árbít í flýti og hraða sér til vinnunnar í kvikmyndaver- inu, áður en umferðin kæmist í algleyming, svo að hann næði þangað á undan skrifstofustúlk- unum og sendlunum. Hann mundi draga tjöldin frá norður- glugga skrifstofunnar, horfa til móðublárra fjallanna, þar sem grillti gegnum reykjarslæðuna í orðið HOLLYWOOD, skráð tröll- auknum, hvítum bókstöfum. Ef honum yrði litið til hægri, mundi Griffith stjörnuturninn blasa við augum, eða ef hann liti til vinstri, þá yrði þsð hin hring- laga stórbygging hljómplötufyr- irtækisins Capitol. Enn nær, að- eins spölkorn frá, sæi hann ljósaauglýsingar veitingastaðar- ins, þar sem hann hafði gaman af að virða fyrir sér fríð andlit makindalegra kvikmyndaleik- kvenna, sem þegar gátu talið sig með stjörnunum, og titrandi spurnina í svip hinna, sem enn voru ekki nema smástirni á himni listanna, þegar hann skrapp þangað og snæddi þar hádegisverð. Því næst mundi hann setjast við skrifborð sitt, opna kvikmyndahandritið, og taka enn einu sinni til við bréyt- ingarnar og athugasemdirnar, skrifa sér til minnis ýmis smá- atriði, rissa lauslega upp stöð- ur leikaranna á myndatökusvið- inu og fága agnúana af setning- unum, sem höfundurinn lagði þeim í munn, svo að þær létu í eyrum sem eðlilegt samtal. Og. svo mundi hann það allt í einu, að þennan morgun átti hann allt annað fyrir höndum. Hann yrði tilneyddur að snæða dýrlegan morgunverð og hotfa á bros Sidney J. Freemond. Og það var með herkjubrögðum, að honum tókst að hafa sig framúr. Þegar hann kom niður í borð- salinn, beið þar girnilegasti morgunverður, framreiddur í fötum og skálum úr silfri og kristall, en diskar úr dýrasta postulíni. Þetta var morgun- verður að brezkum sið, egg, nýru, ýsa, flesk, brauðsnúðar; VIKAN 42. tbl. — 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.