Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 40
höfðingi. Á Knerri var vinnu- kona, sem Steinunn hét. Hún þjónaði Birni, en giftist hon- um síðar. Guðmundur Ormsson byggði Birni, fósturbróður sín- um, Axlarband. Bærinn Öxl hafði áður staðið fyrir utan hól- ana, en Björn færði hann ofan og heim fyrir þá. Þar reisti Björn bú með Steinunni konu sinni, og farnaðist þeim vel. Mönnum þótti það undrum sæta, hve marga hesta bóndinn í Öxl átti. Fór suma að gruna, að þeir væru misjafnlega fengn- ir. Var þess ekki langt að bíða, að sá kvittur komst upp, að Björn myrti menn til fjár. Þjóðsagan greinir frá ýmsum atburðum, þar sem menn kom- ust í hann krappan í viðskipt- um við Axlar-Björn. Tveir ver- menn, sem voru á leið til Arnar- stapa töldu sig hafa komizt, í verulega hættu á Öxl, en það bjargaði lífi þeirra, að þeir sögðu nægilega snemma til húsbænda sinna, en þá þorði Björn eigi að bekkjast við. Sagan greinir einnig, að sjálf- um Guðmundi Ormssyni hafi verið sýnt banatilræði, þegar hann eitt sinn átti þar leið um. Svo naumlega slapp Guðmund- ur, að axarlag Bjarnar særði reiðhest Guðmundar, en þar sem hann hafði tvo hesta til reiðar, bjargaði hann sér á hinum ó- særða hesti. Þessi saga er ekki í góðu samræmi við sjálfa þjóð- söguna, því að hún segir á öðr- um stað, að enginn hafi þorað að kveða upp úr með hinar al- varlegu grunsemdir í garð Bjarnar vegna ríkis Guðmundar, því að vinátta hafi verið með þeim fóstbræðrunum. Norðlenzkur maður gisti eitt sinn hjá Birni. Um kvöldið var honum vísað til rúms frammi í skálahúsi í bænum. Þegar gestur var lagztur fyrir, varð honum ekki svefnsamt og fór ofan. Varð honum þá fyrir, að hann þreif- aði undir rúmið og fann þar dauðan mann. Við þennan skugglega fund varð Norðlend- ingnum ákaflega bylt. Hann tók þó það ráð að leggja hinn dauða upp í rúmið og breiddi rúmfötin yfir. Sjálfur lagðist hann undir rúmið, þar sem hinn dauði mað- ur hafði áður legið. Þegar eftir var um það bil þriðjungur næt- ur, komu þau Björn og kona hans í skálann. Hafði Björn öxi í hendi og lagði þegar í þann, sem í rúminu lá. Björn ætlaði, að hér væri Norðlend- ingurinn og skyldi hann ekki segja frá tíðindum. Eftir atlögu Bjarnar segir kona hans: „Hví eru svo lítil eða engin fjörbrot hans?“ Björn svaraði: ,,f honum krimti. Dæstur var hann, en ó- sleitulega til lagt, kerling‘‘. Að svo búnu fóru þau til baðstofu. En þegar lýsti af degi, forðaði gesturinn sér og komst við það heill undan. Miðvikudag einn í páskaviku komu tvö systkin að Öxl. Hláku- veður var og áliðið dags orðið. Beiddust þau gistingar, og var hún fúslega veitt. Vosklæði voru af þeim dregin og þeim fengin önnur föt. Síðan var þeim matur borinn. Kerling sat þar í bað- stofunni og svæfði barn. Segir sagan, að hún hafi viljað vara systkinin við þeirri hættu, sem yfir þeim vofði. Raulaði kerl- ingin fyrir munni sér ga’mia visu í hvert skipti, sem kona Bjarnar fór úr baðstofunni. Vís- an er þannig, en er þó höfð á ýmsa vegu: „Gisti enginn hjá Gunnbirni, sem klæðin hefur góð, ckur hann þeim í íglutjörn, rennur blóð eftir slóð, og dilla ég þér jóð“. Þegar þau systkin höfðu mat- azt, fór stúlkan fram, en litlu slðar heyrði bróðir hennar hljóð, og varð honum þá bylt við. Hleypur hann þá út og inn í fjárhús, en Björn kom þegar á eftir. Hófst nú hinn æsilegasti eltingarleikur, sem endaði með því, að drengurinn komst undan og náði til bæjar að Hraunlönd- um um nóttina. Aðrar sagnir herma, að Björn hafi myrt pilt- inn, en stúlkan hafi komizt, und- an. Bóndinn að Hraunlöndum fylgdi síðan piltinum út að Hellnum til Ingimundar hrepp- stjóra í Brekkubæ, en hann var bæði ríkur maður og harðfeng- inn. Á páskadaginn snemma tók Ingimundur tvo karska menn með sér, og ríða þeir heim að Knerri. Ekki voru miklir kær- leikar milli þeirra Ingimundar og Guðmundar á Knerri, því að þrátt fyrir veldi sitt og ríkidæmi hafði Guðmundur orðið undir í átökum og viðskiptum við Ingi- mund. Þennan páskadag skein sól í heiði, og stóðu menn úti á kirkjustaðnum Knerri. Þangað var og kominn Björn frá Öxl. Mælt er, að hann hafi sagt við þá, sem næstir honum stóðu: „Nú eru sólarlitlir dagar, pilt- ar“. Ingimundur hreppstjóri gengur að Birni og spyr hann, hvaðan honum komi hetta sú, sem hann hafði á höfði. Síðan hneppir hann frá honum hemp- unni, sem Björn var í, og spyr, hvaðan hann hafi fengið silfur- hneppta peysu og bol, sem hann hafði. Björn segir, að slíkar spurningar séu heldur kynlegar, og muni hann engu þar til svara. Ingimundur sagðist og ekki þess við þurfa. Hann kallaði á fylgdarmenn sína og bað þá líta á föt þessi á Birni og bera um, hvort vinnumaður sinn, Sigurð- ur að nafni, sem farið hafði frá Ingimundi fyrir tveimur árum, en hafði horfið án þess, að nokk- ur vissi með hvaða hætti, hefði ekki átt þessi og verið í þeim, er hann fór frá Ingimundi. Sönnuðu fylgdarmennirnir, að svo hefði verið. Kvaddi þá Ingimundur Guð- mund Ormsson til að taka Bjöm höndum sem illræðismann, en Guðmundur neitaði því. Ingi- mundur handtók síðan sjálfur Björn og lýsti hann banamann Sigurðar vinnumanns og stúlk- unnar, sem áður var um getið. Var Björn fluttur út á Arnar- stapa til Jóns lögmanns Jóns- sonar. Síðar var Steinunn, kona Bjarnar, og sett í varðhald á Stapa. Fyrir lögmanni viðurkenndi Björn að hafa myrt alls 18 menn. Fyrstur þeirra hafi verið fjósamaðurinn á Knerri og væri hann dysjaður undir flórnum á Knerri. Hina 17 kvaðst Björn hafa fólgið í Iglutjörn og bundið steina við líkin. Björn kvað konu sína hafa verið í vitorði með sér og sér til aðstoðar við morðin. Þau Björn og Steinunn voru bæði dæmd til dauða á Laugar- brekku-þingi 1596. Skyldi fyrst beinbrjóta Björn á öilum útlim- um og síðan afhöfða. Lífláti Steinunnar var frestað, þar sem hún var þunguð. Ungur maður, Ólafur að nafni, var fenginn til böðulsstarfa, en hann var sagð- ur náskyldur Birni. Við lima- marninguna var notuð trésleggja og lint var haft undir, svo að kvalirnar yrðu sem mestar. Björn varð karlmannlega við dauða sínum og pyndingum. Hann hvorki viknaði né kveink- aði sér. Á meðan bein hans voru brotin, sagði hann: „Sjaldan brotnar vel bein á huldu, Ólaf- ur frændi“. Þegar útlimir Bjarn- ar voru brotnir, sagði Steinunn við nærstadda: „Heldur tekur nú að saxast á limina hans Björns míns‘‘. Björn svaraði: „Einn er þó enn eftir, og væri hann betur af“. Var Björn síð- an afhöfðaður. Sumar útgáfur þjóðsagnanna bæta því við, að Steinunn hafi á aftökustaðnum klappað á líf sér og sagt, að sá myndi hefna, er hún gengi með. Björn var dysjaður hjá túninu á Laugarbrekku, á svonefndu Laugarholti, þar sem kirkjuveg- ir skiptast frá Laugarbrekku að Hellnum og Stapa. Er þar köll- uð Axlar-Bjarnardys. Þjóðsagan segir, að Steinunn hafi farið norður að Skottastöð- um í Svartárdal og alið þar son, sem kallaður var Sveinn skotti. Sumar útgáfur þjóðsagnanna telja, að Steinunn hafi verið tek- in af lífi eftir barnsburðinn. Um Svein er það sagt, að hann hafi farið víða um land, þegar hann komst á legg. Hafi hann farið sveit úr sveit stelandi og strjúk- andi, getið börn víða og þótt djarftækur til kvenna. Nálega hafi hann verið kunnur að illu einu, en enginn hafi hann þótt hugmaður eða þrekmaður. Hann hafi verið dæmdur fyrir stuld — VIKAK 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.