Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 43
5 manna fjölskyldubifreið • BJARTUR • ÞÆGILEGUR • VANDAÐUR • SPARNEYTINN KOMIÐ OG SKOÐIÐ PRINZINN ARGRÐ 1964 VERÐ kr. 124.200.- FALKINN H.F. ÚRUGG VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Laugavegi 24. - Reykjavik hvort kona Axlar-Bjarnar hafi verið í vitorði með manni sín- um um morðin. Þjóðsagan segir, að svo hafi verið, en greinir ekki frá því, með hvaða hætti. Hún segir, að konan hafi verið dæmd til dauða um leið og Björn, en ekki tekin af lífi, þar sem hún var þunguð. Sumar útgáfur þjóðsögunnar telja, að konan hafi verið tekin af eftir barns- burðinn. í Skarðsárannáli segir, að kon- an hafi veitt manni sínum, ef honum hefði verið aflfátt við fórnardýr sín. Hafi hún brugðið snæri um háls þeirra og rotað með sleggju. í öðrum annálum er þessi lýsing tekin eftir Birni á Skarðsá. í annálum er þess ekki getið beinlínis, að konan hafi verið dæmd til dauða, en í Skarðsárannáli er sagt, að hún hafi ekki verið deydd, því að hún hafi verið með barni. Sannleikurinn er hins vegar sá, að allar þessar fullyrðingar um vitorð og hlutdeild Þórdísar Ólafsdóttur í illvirkjum bónda síns eru ágizkanir eða missagnir og sennilega úr lausu lofti gripn- ar. í allri sögunni af Axlar- Birni eru einmitt heimildirnar um þátt Þórdísar fyrir dómi á- reiðanlegastar. Eftir að Björn hafði verið líf- látinn, lagði Kastian Bock, sýslu- maður, mál Þórdísar Ólafsdóttur fyrir Alþingi sumarið 1596 og óskaði eftir dómi eða ráðum í máli hennar. Má af þeirri máls- meðferð ætla, að mál Þórdísar hafi alls ekkert verið rannsakað í héraði samtímis máli Bjarnar og því síður, að sök konunnar væri sönnuð. Það er hins vegar mjög eðlilegt, að Bock sýslu- maður skyldi leggja málið fyrir Alþingi, því að ekki gat hjá því farið, að Þórdís væri grunuð sem hlutdeildarmanneskja í glæpum Bjarnar. Málið kom fyrir Lögréttu, þar sem talið var réttast, að Kastian Bock nefndi 12 skynsama menn, jafnskjótt og hann kæmi heim í sýslu sína. Skyldi helmingur hinna tilnefndu vera konur, en hinn helmingurinn karlmenn. Þessar sex konur og þessir sex karlar skyldu síðan sverja, hvort þeim þætti líklegra, að Þórdís væri sýkn eða sek. Síðan skyldi málið ganga eftir dómi góðra manna, en rétt skyldi Þórdís þegar tekin til fanga. Enn kom mál þetta aftur fyr- ir Lögréttuna ári síðar fyrir at- beina Bocks sýslumanns. Er honum þá enn dæmt að kanna „hvort hún væri nokkuð sökuð í þessum málum eður ei, enn af nýju, og ef svo er að nokkuð bevísist, að hún hafi sig í þeim vandræðum vafið, þá dæmum vér henni refsingu og straff eftir því prófi. En bevísist ekki upp á hana öðru vísi en nú hefur fram fyrir oss komið, þá kunn- um vér henni ekki refsingu að dæma“. Ljóst er, að Lögréttu hefur fundizt mikið á það skorta, að sök Þórdísar væri sönnuð. Ekki eru fyrir neinar heimildir um það, hvernig málum þessum lyktaði í héraði. En víst er, að fyrir Alþingi kom það ekki eft- ir 1597, en þangað hefði lífláts- dómur í slíku máli átt að koma til álits eða samþykkis. Hefur dauðadómur því sennilega aldrei verið kveðinn upp yfir Þórdísi. Af því má ráða, að hún hafi ver- ið sýknuð í héraði, því að væg- ari refsing en líflát hefði vænt- anlega ekki komið til greina, ef hún hefði á annað borð verið talin eiga hlutdeild í fjölda- morðum Axlar-Bjarnar. Ekki er ósennilegt, að hinir 12 eiðsmenn hafi svarið Þórdísi sýkna af sök- inni. IV. Þjóðsagan getur þess, að Þór- dís Ólafsdóttir, sem þar er köll- uð Steinunn, hafi farið norður að Skottastöðum í Svartárdal til að ala barn sitt, eftir að Axlar- Björn var tekinn af lífi. Um þessa norðurför konunnar getur Espólín einnig. Saga þessi er svo ósennileg, að trúlega er hér um að ræða eingöngu tilbúning síðari tíma. Eftir alþingisdóminum frá 1956 mátti sýslumaður taka Þórdísi höndum, meðan mál hennar var í rannsókn. Hvernig svo sem Bock sýslumaður hefur fram- kvæmt þennan dóm, má ætla, að hann hafi haft eftirlit og um- sjá með konunni, eins alvarleg- um sökum og hún var borin. Hefur Bock vafalaust gætt þess, að Þórdís héldi sig innan endi- marka Snæfellsnessýslu. Þetta eftirlit hefur sýslumaður a. m. k. haft með konunni, þar til Al- þingi kom saman árið 1597, en barn Þórdísar hefur væntanlega fæðst síðla árs 1596 og aldrei seinna en í ársbyrjun 1597. Allt þetta bendir til þess, að Sveinn skotti sé fæddur á Snæfellsnesi, en ekki í Svartárdal. Tilhneiging síðari tíma í þá átt að flytja fæðingarstað Sveins þannig til er auðvitað auðsæ. Með því að láta Svein fæðast á Skottastöðum, er fengin skýr- ingin á viðurnefninu, sem hann bar, skotti. En ekki var nauð- synlegt, að láta barnshafandi konu taka sér ferð á hendur alla leið norður í Svartárdal til að finna skýringu á skotta-nafninu. VIKAN 42. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.