Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 46
vandaður frágangur, klæðir hvern mann vel, landsþekkt gæðavara. Vinnufatdgerð islonds ★ ★ ★ ESTRELLA de‘luxe ESTRELLA wash‘n wear ESTRELLA standard Hæfir bezt íslenzku loftslagi. eigið valið ÞaS var augljóst, að vatnsfalls þessa var að leita einliversstað- ar inni í hæðinni miðri, þar sem það myndaði að öllum lík- indum djúpan liyl eða tjörn, sem síðan hafði afrás gegnum undirgöng út i fljótið. Á hverju regntimabili hlaut vatnsfall þetta að verða að stríðum beljanda, sem molaði úr klettunum um- hverfis, bar sumt af því fram, en mest af þvi lilaut þó að sökkva til botns i hylinn ■— þar á meðal gullið og demantarnir. Þannig hafði hæð þessi að öllum líkindum staðið svo millj- ónum ára skipti. Á hverju regn- timabili liafði stpðugt skolazt gull og demantar úr klettunum og sokkið til botns í hylinn, en aðeins lítið eitt borizt fram af hvortveggja. Enginn hafði kom- izt inn í hæðina, að þessum hyl. Þar hlutu því smámsaman að hafa safnazt fjársjóðir, sem ó- gerlegt var að geta sér til um hvers virði væru nú orðnir. Ég varð enn gagntekinn dem- antsæðinu, og vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka, svo að ég kæmist að hylnum inni í hæðinni. Við könnuðum öll göng og hverja smugu á milli klettanna, og Antu, sem trúði mér og treysti forystu minni skilyrðis- laust, veitti mér örugga fylgd. Stundum tókst okkur að komast um tíu til fimmtán metra inn þessi göng, en alltaf varð ein- hver óyfirstíganlegur þröskuld- ur í vegi, svo að við urðum að snúa við, hruflaðir, blóðugir og vonsviknir. Oftast voru göngin svo þröng, að við urðum að skríða aftur á bak út úr þeim. Þegar þessar erfiðu og árang- urslausu tilraunir okkar höfðu staðið látlaust í nokkra daga, var ég að lotum kominn. Mér var skapi næst að gefa allt upp á bátinn, enda höfðum við þá skriðið göng svo tugum skipti með mestu erfiðleikum og stöð- ugt átt á hættu að verða fyrir árásum eitursnáka og annarra illkvikinda. Það virtist augljóst mál, að það væri fánýti eitt að gera ráð fyrir að nokkur undir- göng fyrirfyndust, sem lægju hálfa leið inn að vatnsfallinu, hvað þá alla, og ég var sár- gramur sjálfum mér fyrir að liafa eytt öllum þessum tíma til ónýtis. Ég var í þann veginn að snúa aftur lieim til kofans, þreyttur og uppgefinn á þessu öllu saman, þegar Lolomai kom hlaupandi til móts við mig, veifaði höndum og virtist mik- ið niðri fyrir. Kvaðst hún hafa fundið göng, skammt frá pálma- tré einu, sem hún liafði að vísu ekki kannað, en þegar maður stóð þar og hlustaði, lét vatns- niðurinn hærra i eyrum en á nokkrmn stað öðrum, sem við liöfðum athugað. Ég hjó allt kjarr og annan gróður frá mynni ganganna, og þegar maður gægð- ist inn, heyrði maður vatns- niðinn eins greinilega og straum- gnýinn neðan frá fljótinu, nema hvað þetta vatnsfall virtist enn skemmra undan. Mynni þetta var uppi á háhæðinni, eða því sem næst, svo að göngin hlutu þvi að liggja niður á við, og af öllum aðstæðum þóttist ég mega ráða, að hæðin væri þarna um það bil 40 metra yfir yfirborði fljótsins. Að öllum líkindum lágu göngin beint niður að liyln- um, og nú fyrst gerði ég mér grein fyrir hve heimskulegt það hafði verið af mér, að leita stöðugt að göngum neðst í brekk- unum, í stað þess að láta mér til hugar koma, að einnig gæti ver- ið um lóðrétt göng að ræða. Ég tók nú stein og kastaði ofan í göngin. Það heyrðist dynkur, eins og hann hefði lent á kletti, en hvorki skvettur né gusugangur. Ég kastaði þá enn stærri steini, en það fór á sömu leið. Að þvi búnu skar ég langa grein af tré og rak hana niður í göngin. Á því sem næst sjö metra dýpi varð fyrir henni eitt- hvað fast, og með því að snúa henni til, þótti mér auðsætt, að þarna mundi um einskonar hné á göngunum að ræða. Eft- ir andartaks umhugsun, ákvað ég að síga niður 1 göngin. Ég gerði mér nú langa og alltrausta sigfesti úr vafnings- viðartágum, batt öðrum enda hennar um mitti mér en hinum um pálmatréð og sýndi Antu hvernig hann ætti að gefa eftir festina. Siðan lagði ég af stað niður, og hafði ekki annað með- ferðis en langan staf, sem ég hafði sniðið af greininni, og hugðist nota hann til könnunar. Ég skammast mín ekkert fyrir að játa, að ég var talsvert hrædd- ur, þegar ég seig þarna niður í myrkrið. Þegar ég liafði sigið um tíu metra, hafði ég fastan klett undir fótum. Með stafnum tókzt mér að finna framhald gang- anna, sem virtust þrengjast tals- vert. Ég skreið inn og niður þessi göng, skreið á bakinu og lét fæturna ganga á undan. Þarna var niðamyrkur, og ég beitti stafnum án afláts til að kanna leiðina, sem var nú orðin svo þröng, að ég hafði varla oln- bogarúm. Er ég hafði skriðið þannig nokkurn spöl, varð ég þess var að göngin víkkuðu og liækkuðu. skyndilega. Með því að kanna fyrir mér með stafnum, lcomst ég að raun um að ég mundi geta staðið þar uppréttur. Ég reis á fætur og fyrst í stað mun- aði minnstu að ég missti jafn- vægið þarna i myrkrinu, þegar ég sveiflaði stafnum um en fann hvergi viðnám. Það var augljóst að ég var kominn i einskonar neðanjarðarhvelfingu, en vegna myrkursins, gat ég ekki gert mér grein fyrir hæð hennar eða vídd, þar sem staf- urinn náði hvergi til. Ég gekk áfram um tíu fet og kannaði stöðugt fyrir mér með stafnum, en þá varð fyrir mér klettur. Þar þraut göngin, að því er virtist, en engu að síður heyrði ég nú vatnsniðinn greini- lega. Þegar ég snéri við og gekk í áttina á hljóðið, og jireifaði stöðugt fyrir mér með stafnum, fann ég enn göng og lagði upp um þau kaldan og rakan gust. Og þar lét vatnsniðurinn hærra í eyrum en nokkru sinni fyrr. Ég skreið inn og niður þessi nýju göng á sama liátt og áður; á bakinu og lét fæturna ganga á undan. Þegar ég liafði mjalc- að mér þannig áfram ein þrjá- tíu fet — þó að mér fyndist þá, að það hlyti að vera mun lengra, gerðist það öðru sinni að ég fann stafnum hvergi við- nám, ekki einu sinni fyrir fram- an mig og neðan. Ég mjakaði mér þó enn feti framar af ýtr- ustu gætni, unz ég varð þess var að ég var kominn fram á þver- hnipi. Örlítil skíma barst niður um einhverja sprungu, og nægði til þess að ég gat — að vísu aðeins mjög óljóst — greint hið draugalega umhverfi, sem helzt minnti mig á lýsingar Dante á vitisheimum. Beint andspæn- is mér fossaði vatnið niður i djúpan hyl, sem ekki var meira en tíu metrar á hvern veg, en úr hylnum byltist það eftir ein- h v e rj um u n di rlieini aglj úf ruml, sem ég gat ekki greint nánar. Ég vildi ekki eiga það á hættu að renna fram af brúninni ofan i hylinn, en laut þó fram eins og mér var frekast fært og reyndi að kanna botn hans með stafnum. Að visu gat ég ekki kannað liann þar sem hann mundi dýpstur, eða nálægt miðju, en el'tir því sem ég komst næst, var ekki um neinn sand á botni lians að ræða, heldur eingöngu harða og þétta möl og hnullungsgrjót. Þegar ég hafði reynt að festa mér stærð hvelfingarinnar og alla afstöðu þar inni sem bezt í minni, að svo miklu leyti sem það var unnt í dimmunni, tók ég að mjalta mér aftur til baka sömu leið og ég liafði komið, enda fann ég á því hvernig rykkt var í festina, að Antu var tekinn að óttast um mig, sem ekki var heldur að undra. Ég var mun fljótari bakaleiðina, og sjaldan lief ég verið öllu fegnari, en þegar ég kom aftur upp í dagsbirtuna. Daginn eftir fórum við Antu báðir þarna niður og höfðum meðferðis reku, haka og körfu. Við tengdum okkur saman með öryggisfesti, eins og fjallgöngu- menn; Antu var dálítið smeyk- ur, en nú var ég með öllu ó- hræddur, þar sem ég hafði far- ið þetta áður og kannað leið- ina. Þegar við komum fram á brúnina brugðum við festinni um klettanybbu og létum okk- ur síga framaf, ofan í hylinn. Vatnið var islcalt og tók okkur _ VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.