Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 49
Allt til bygginga! TIMBUR, allskonar Harðviður: tekk, eik, afromosia Steypustyrktarjám Krossviður Þilplötur Spónaplötur Gaboon Linoleum-dúkar Harðviðarspónn Aluminium, einangrunarpappír Hljóðeinangrunarplötur Sorplúgur Saumur Plastplötur á svalir Eikarparkett Tarkett-flísar og lím á gólf. Hagstæð innkaup, gerð beint frá framleiðslu- löndunum. Saraband (sl. Byggingaíélaga Símar 17992 — 17672. — Reykjavík. Vaugham flaug af stað aftur eft- ir stundarbið. Daginn eftir kom hann aftur, og var Tommasino, annar námaverkstjórinn þá i för með honum, og hinn, Mayer, kom þrem dögum seinna. Vaug- liam kvaS marga námasérfræð- inga liafa ltomið að máli við sig, og fýsti þá mjög að koma og rannsaka þetta svæði. Við liófumst nú handa um byggingu þorpsins, sem átti að verða aðsetur hinna hvítu manna; felldum tré á allstóru svæði, skárum niður kjarrið og brenndum allan gróður til að hrekja á brott eitursnáka og önnur skriðkvikindi. Á svæði þessu miðju reistum við síðan skála mikinn úr timbri, og átti þar að verða birgðageymsla og eldhús. Þá byggðum við all- reisulegan kofa úr timbri, þar sem jarðfræðingurinn átti að búa, en hann átti að hafa ó hendi alla umsjón með þorpinu. Þriðja kofann reistum við handa verkstjórunum, og loks nokkra skála, sem hver um sig rúmaði tíu manns. Vatn leiddum við til þorps- ins úr læk í brekkunni, en í staðinn fyrir venjulegar vatns- leiðslupípur, notuðum við bamb- usteinunga, sem við skeyttum saman. Vaugham hafði nú á- kveðið að festa kaup á stærri flugvél, tvihreyflu, sem hafði mun meira burðarmagn en gamla einhreyflan, sem þar að auki var orðin mjög úr sér geng- in. Þetta þýddi að lengja varð flugbrautina talsvert og styrkja enn yfirborð hennar. Hann hafði fundið peningalyktina og vildi ljúka öllum aðflutningum sem fyrst svo að framkvæmdir gætu hafizt. Ég bjó enn sem fyrr í kofa mínum með Urulai. Fór snemma á morgnana til vinnu i nýja þorpinu og kom heim aftur að kvöldi. Hinir Evrópumennirn- ir iþrír voru þegar setztir að í sinum nýju heimkynnum og sáu um alla matseld sjálfir. Á stundum buðu þeir Mundo gamla eða Antu lieim, og gáfu þeim eins mikið af spaghetti og þeir gátu torgað, fisk eða kjöt, en allir voru Indiánarnir hinir gráðugustu í matvælin, sem við höfðum flutt með okkur, og meira en viljugir að starfa hjá okluir, þar sem við guldum þeim í vistum. Nokkru seinna gerðist það, að ærið einkennilegur náungi lcom sem farþegi með flugvél Vaughams. Þetta var ævintýra- maður hinn mesti; fyrrverandi bankastjóri i borginni Turin á ítaliu, en banki hans hafði far- ið á hausinn, bankastjórinn séð sér þann kost vænstan að fara úr landi og alllangt skeið síð- an hafði liann dvalizt í Venezu- ela, komið þar á fót allmörgum nýlenduvöruverzlunum, sem hann stjórnaði með miklum um- svifum. Hann var liávær og glaðklakkalegur karl, en um leið ákaflega þægilegur í viðmóti, eins og fólk er yfirleitt i Turin, og nú bauðst hann til að setja á stofn nýlenduvöruverzlun í þessu nýja nánmþorpi, senda þangað nægar vörubirgðir og haga öllum viðskiptum þannig, að það yrði námustarfsfólkinu sem þægilegast og hampaminnst. Þar sem mér var það ljóst, að ég mundi ekki hafa neinn tíma aflögu frá sjálfum náinu- rekstrinum til að annast slíkt fyrirtæki, tók ég boði hans með þökkum, og tókust nú með okk- ur samningar, þar sem ákveðið var að viss liundraðstala af öll- um viðskipíum kæmi í minn hlut. Það var eklci fyrr en seinna, að ég komst að raun um, að það var einmitt hann, sem lónað hafði Vaugliam fé til kaupa á nýju flugvélinni. Hann hafði sem sé líka runnið á pen- ingalyktina, enda eru banka- stjórar löngum þefnæmir á hana. Verzlun og viðskipti eru eitt af meginatriðum menningarinn- ar —• eða þeirrar menningar, sem við hvítu mennirnir viður- kennum og teljum eftirsóknar- verðasta — en um leið fræin að þeirri spillingu, sem löngum hefur verið ófrávikjanlegur fylgifiskur hennar, og svo varð einnig í þettá skiptið þegar frá leið. Framhald i næsta blaði. CONGA- KLÚBBURINN. Framhald af bls. 11. í sumar átti ég þess kost að vera viðstaddur dansleik ungs fólks á Akureyri, og fór hann fram í hinu nýja Sjálfstæðishúsi þar í bæ. Þetta var á miðviku- degi og þar af leiðandi engar vínveitingar. Mér var tjáð að ætlunin væri að halda dansleiki fyrir ungt fólk á hverjum mið- vikudegi, og gefa þannig unga fólkinu kost á að njóta húsnæð- isins, sem og öðrum bæjarbúum. Þarna fengu aðgang þeir ung- lingar sem voru 14 ára eða eldri. Ekki sást vín á nokkrum þeirra, en þeir virtust skemmta sér prýðilega. Fyrir þessum dansleik stóð auk hússins, nýstofnaður klúbbur sem ber nafnið „Conga.“ Ég ræddi stutta stund við for- mann klúbbsins, og hann gaf mér eftirfarandi upplýsingar um klúbbinn. Congaldúbburinn á Akureyri var stofnaður í byrjun júní í sumar og voru stofnendur 9 að tölu. Meðlimir eru 14 að tölu enn sem komið er, en væntanlega bætast fleiri við innan skamms. Tilgangur félagsins er að stuðla að ódýrum og heilbrigðum skemmtunum fyrir ungt fólk. Við höfum þegar farið eina skemmtiferð og var hún sér- staklega skemmtileg og vel heppnuð. Þetta var bátsferð til Sauðárkróks, Siglufjarðar og Ól- afsfjarðar. Við höfum fengið að halda fundi og dansleiki í fé- lagsheimili karlakórsins Geysis og höfum endurbætt það og breytt talsvert. Við höfum hald- ið 9 dansleiki með hljómsveit Ingimars Eydal í sumar, þar af einn unglingadansleik þar sem fulltrúi frá Æskulýðsráði Akur- eyrar var viðstaddur, til um- sjónar. Annars er klúbburinn og félagsstarfið algerlega á byrjun- arstigi hjá okkur. Við höfum umboðsmann í Reykjavík, til að útvega okkur skemmtikrafta og annað sem við höfum þörf fyrir þaðan. Lágmarksaldur félaga er 14 ár. Við viljum stuðla að áfengislausum skemmtunum, og höfum strangar reglur varðandi áfengisnotkun félagsmanna. Sá félagsmaður sem neytir áfengis á unglingaskemmtunum félags- ins, má búast við brottvikningu úr félaginu, um stundarsakir eða ævilangt. Við miðum einnig að því að styðja líknarfélög t. d. með fjár- framlögum, og höfum nýlega gefið 1000 kr. til Rauða krossins. Þetta er nú svona það helzta. Stjórnina skipa þessir: Sveinn H. Jónsson, formaður, Hákon Hákonarson, varaform., Finnur Magnússon, gjaldkeri, Haraldur Ásgeirsson, ritari og Bjarni Að- alsteinsson, ineðstjórnandi. R. HANN BORAR. Framhald af bls. 11. steypa í lioluna svo eltki leki, núna til dæmis erum við að bíða eftir að steypa liarðni. Það er mikið verk að flytja borinn við verðum að skrúfa liann allan sundur, en alls er hann þrettán liæðir. Hér vinna tiu manns. Við höfum tvær ráðskonur til að elda oni olckur. Oft förum við í hað, enda stutt að fara og þá annað livort i jarðgufubaðið eða i Grjótagjá. Vitanlega skreppum við á böll stöku sinnum, það þýðir ekki ann- að en reyna að hafa eitthvað út úr þessu. SICIIM MEO U MYNDUM FÁST í NÆSTU VERZLUN. VIKAN 42. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.