Vikan


Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 17.10.1963, Blaðsíða 39
svohljóðandi: Fordar hjóli fyrstur sá Fróns um bólin renndi. Ökutólin ekki smá Oddsson fól í hendi. Eigi gullið gróf um hríð, gjöldin skullu á eyra. En heiðursfullið fær um síð, frækinn ullur geira. Að vísu hefur Sveinn Odds- son nokkuð til frásagnar af við- skiptum sínum við aðra vegfar- endur, þar sem atvik voru ó- þægileg og líka brosleg af á- stæðulausum ótta manna við bifreiðina vegna sagna, er um hana höfðu spunnizt og á mis- skilningi byggðar. Þannig var það eitt sinn haustið 1913, er Sveinn var á leiðinni austur um Hellisheiði í sunnan stormi og rigningu. í Svínahrauni mætti hann þá ríðandi manni með fjár- rekstur til slátrunar í Reykja- vík. Manninum varð svo mikið um að mæta bifreiðinni, að hann yfirgaf hest sinn og kindumar á veginum og hljóp kipkorn út í hraunið og skýldi sér þar bak við hraunstall eða vörðu, en var þó á gægjum. Sveinn kallaði til hans að koma og hjálpa, svo að báðir mættu komast leiðar sinn- ar, en það hafði engin áhrif svo Sveinn varð að annast þetta ein- samall. Var það tafsamt verk, því kindurnar óttuðust ekki bifreiðina heldur þvert á móti, — vildu leita sér skjóls hjá henni og jafnvel fóru inn undir hana. Öðru sinni var Sveinn á aust- urleið í Ölfusinu og ók þá lengi á eftir lestamanni með hest- vagnalest. Maður sá gerði enga tilraun til þess að hleypa bif- reiðinni framhjá heldur þvert á móti, og loks nam hann staðar á brú einni, svo allt sat fast og leystist ekki fyrr en eftir langa töf, mikið þjark og hálfgerðar illdeilur. Er helzt svo að skilja, að lestamaðurinn hafi talið sig vinna þarft verk með því að hefta þannig för þessa, að hans áliti, viðsjárverða farartækis •—- gæti máske heppnazt að láta það snúa til baka. Segir Sveinn að þessi töf hafi verið mjög óþægí- leg því ferðin hafi verið tíma- bundin og áríðandi, og vanefnd, sem af þessu leiddi, hafi reiknazt sér til skuldar. Sveinn segir, að sú saga hafi kviknað austur í sveitum um bílinn, eftir hans fyrstu ferðir þangað, að þrjá menn þyrfti til þess að koma honum af stað, en úr því rynni hann stanzlaust og á hvað sem væri, sem ekki viki undan. Sem von var, vakti þetta ótta sumra, og meðal þeirra hef- ur líklega verið rekstrarmaður- inn í Svínahrauni. En saga þessi kviknaði af þeirri ástæðu, að Sveinn gisti eitt sinn á bæ fyrir austan og geymdi bílinn neðan undir bæjarhólnum um nóttina. Jarðvegur var þar gljúpur og eintóm mold. Um nóttina hafði rignt ákaft, svo þar gerðist blautt og hjól bifreiðarinnar sigu djúpt niður. Þetta sá Sveinn strax að morgni og vissi, að bíll- inn myndi ekki ná sér upp úr þessu af eigin rammleik. Sveinn hafði ekki orð á þessu fyrr en um leið og hann hélt af stað, og bað þá bónda að lána sér þrjá menn til þess að koma bílnum út á þjóðveginn, en gat ekki um ástæðuna. Hjálpin var góðfús- lega veitt og verkið gekk greið- lega. Síðan var ekið stanzlaust til Reykjavíkur. Sveinn segist ekkert hafa gert til þess að bera þessa sögu til baka né leiðrétta misskilninginn sem hún byggð- ist á, því sér hafi komið til hug- ar að þetta mætti sér að gagni verða á þann hátt, að menn yrðu fúsari en ella að víkja og hliðra til á vegunum. Kann og að vera að sú hafi orðið raunin á með suma, en hann hefur víst ekki gert ráð fyrir að mæta neinum slíkum sem rekstarmanninum í Svínahrauni, og hefur það kom- ið Sveini sjálfum í koll, sem fyrr var sagt. Sveinn telur, að óttans við bifreiðina hafi engu síður gætt hjá mönnum en dýrum. Segir hann, að hestar hafi að vísu hrokkið við kæmi bifreiðin ná- lægt þeim, en aldrei kvaðst hann hafa séð þá fælast svo að mikil brögð væru að. Að sögn hans óttuðust nautgripir bifreiðina alls ekki, heldur gerðust forvitn- ir um hana og héldu uppi sínum kynborna vana, „að glápa sem naut á nývirki". Nefnir Sveinn sem dæmi um þetta, að eitt sinn er hann var einn á ferð í bifreið- inni frá Reykjavík til Hafnar- fjarðar, þá mætti hann kúahóp á Kópavogsbrúnni. Kýrnar gerðu ekkert til þess að víkja né forða sér, heldur stóðu og gláptu á bíl- inn. Sveinn fór hvað eftir annað úr bifreiðinni og rak kýrnar suð- ur af brúnni, en þær komu jafn- harðan á hæla honum til baka. Að síðustu ók hann aftur á bak norður af brúnni og kýrnar eltu. Nam hann svo staðar og rak kýrnar aftur fyrir bílinn, og með þessu móti varð honum gatan aftur greið. Þrátt fyrir þekkingarleysi ís- lendinga á bifreiðum og óvana að umgangast þær, hefur Sveinn og félagar hans verið þeir heppn- ismenn í tilraun sinni að valda engu verulegu tjóni með bifreið- inni og þakkar Sveinn það engu síður framkomu almennings en varfærni þeirra félaga. Tvisvar segist hann hafa greitt smávægi- legar skaðabætur til sátta, því málaferli hafi verið sér ógeð- felld, en- skaðinn hafi í bæði skiptin verið afleiðingar af stífni og tilhliðrunarleysi annarra veg- farenda. — Kveðst hann þá hafa verið tilneyddur að beita nokk- urri hörku af því að skynsam- legar fortölur komu eigi að haldi. Nokkrir menn, segir Sveinn, voru þeirrar skoðunar, að hestar þeirra gætu farið með jafnmiklum hraða og bifreiðin og buðust til að reyna. Einu sinni kveðst Sveinn hafa látið þetta eftir manni á fallegum gæðingi, er hann hitti á Flóaveginum í Árnessýslu, en hætti bráðlega af því að hann sá að leikurinn var ekki hættulaus og meðferðin á hestinum að öðru leyti ekki af- sakanleg. Þetta varð til þess að riddarinn taldi sig hafa unnið frægan sigur og hældist um á eftir, „að sá skjótti hefði skilið bifreiðina eftir á veginum“. Þess getur Sveinn meðal hins óþægilega, sem mætti honum með bifreiðina 1913, að hvar sem leiðin lá fram hjá bæjum, komu heimilishundar æðandi og réð- ust að bifreiðinni með urri og gelti, og fylgdu henni þannig stundum langar leiðir og héldu sig að jafnaði við framhjólin eða framan við bifreiðina, sem skap- aði hættu á að þeir yrðu undir hjólum hennar. Þetta olli ósjald- an truflun og töfum fyrir öku- mann, er ógjarnan vildi verða dýrunum að meiðslum eða bana. En engin ráð voru til þess að fá hundana ofan af þessari hátt- semi. Einn sá versti í þessu falli var hundurinn á Geithálsi. Sveinn kallaði hann Bósa. Var hann bæði skapmikill og öðrum hundum aðgangsharðari við bíl- inn. En þar varð skyndileg breyting á. Svo bar til, að Sveinn var á leið til Þingvalla með ís- lenzkan stjórnmálamann. Leiðin lá fram hjá Geithálsi og Bósi lét ekki á sér standa fremur en áð- ur. Sveinn tók nú að segja stjórnmálamanninum frá þessu framferði hundsins og stakk upp á því, auðvitað í gamni, að nú væri gott að stjórnmála- maðurinn neytti andagiftar sinn- ar og ræðulistar og kenndi seppa betri siði. Hinn tók þessu vel, en bjóst ekki við miklum árangri. Talaði hann svo kröft- uglega til hundsins og þá skeði hið óvænta. Bósi lagði niður skottið og fór heim, og upp frá því breytti hann alveg um fram- komu sína við bifreið Sveins, en hélt uppteknum hætti gagn- vart öðrum bílum, sem brátt komu til sögunnar. En honum varð hált á þessu að lokum: lét líf sitt á næsta ári undir Over- land-bifreið, „og var grafinn eins og hundur (segir Sveinn) þrátt fyrir hina miklu árvekni er hann hafði sýnt um bæ og bú“. ★ AXLAR-B J ÖRN. Framhald af bls. 27. maðurinn á Knerri, vinur Bjarn- ar, og fannst hann hvergi. Þegar hér var komið sögu, andaðist Ormur ríki, en Guð- mundur sonur hans tók við bú- inu, og varð hann brátt héraðs- VIKAN 42. tbl. — gQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.