Vikan


Vikan - 21.11.1963, Page 20

Vikan - 21.11.1963, Page 20
FRAMHALDSSAGAN 13. HLUTI. Þau voru bæði útskúfuð. Og jafn- vel þótt seint væri, gerði það þau að vinum. ,,Lét Blanche Hudson nokkru sinni sjá sig, meðan þú varst þarna?“ Edwin leit upp undrandi. Svo hristi hann höfuðið. Blanche Hudson hafði ekki látið sjá sig. Eftir því sem hann mundi bezt, hafði hann ekki einu sinn heyrt neitt hljóð, sem gaf til kynna, að Bianche væri í húsinu. Og Jane Hudson hafði ekki einu sinni nefnt hana. Það var ein- kennilegt. Og þá mundi hann allt í einu eftir tómri silfurumgerð- inni á arinhillunni og eyðilagðri ljósmyndinni í píanóstólnum. „Hún var óhemjurík kona“, sagði Del. „Blanche Hudson hafði sannarlega safnað auði. Og nú býst ég við, að þær hafi lokað að sér í þessu stóra húsi. En geturðu hugsað þér, að þær búi þar saman eftir það sem gerðist? Væri það ekki agalegt?" Edwin kinkaði kolli hugsi. „Jú“, sagði hann, „það mundi vera agalegt“. 2Q — vikan 47. tbl.. „En ég geri ráð fyrir, að eymd- in óski eftir samfélagi". Edwin leit undan. Ef til vill hitti hann Jane Hudson aftur þrátt fyrir allt. Ef systir hennar hafði verið mikil stjarna og átti mikið fé. . . ef til vill ætti hann ekki að taka sér þessa móðgun í dag svona nærri. Jane Hudson hafði ráðið hann og hafði lofað honum launum. Ef hann gæti aðeins kynnzt systur hennar, sem stjórnaði peningunum. . . Hann leit á Del og brosti. Edwin ósk- aði samfélags. Hann vissi það. Ellefti kafli. Jane vaknaði í kolniðamyrkri og var með mikinn hjartslátt. Einhver ógnun vofði yfir henni, einhver ægileg hætta, sem sló hring um hana. Það var eins og vélardynur í höfðinu á henni, og hún hafði slæmt bragð í munn- inum. Hún þreifaði í kringum sig, hræddogleitandi,tilaðreyna að komast að því, hvar hún væri stödd. Hönd hennar sperti eitt- hvað hlýtt og mjúkt, og svo rann það upp fyrir henni, að hún lá á legubekknum í setustofunni. Þá fóru minningarnar að koma tjl hennar, líkt og í molum eða brot- um. „Edwin?“ stundi hún hálf hátt. „Edwin?. . . .“ En henni barst ekkert svar. Og þá skyldist henni, að hún mundi ekki fá neitt svar, af því að hann var ekki staddur þarna. Hann hafði þó verið þarna — Edwin, Edwin Flagg — en hann hafði farið aftur. Og svo — hún hafði farið upp á loft — gengið þangað sem frú Stitt lá á gang- inum. . . Og þá rifjaðist það allt upp fyrir henni — ákvörðun hennar um að bíða, þar til dimmt væri orðið, því að þá myndi minni hætta á ferðum. Hún hafði set- ið með spenntar greipar, spennt þær af afli og neytt sjálfa sig til að ákveða, hvernig fara skyldi að þessu. Hún ætlaði að bíða þess, að nóttin dytti á, og þegar svo væri komið. . . en nú var myrkr- ið dottið á; nóttin var komin. Með því að sökkva nöglunum í bakið á legubekknum. tókst henni að draga sig svo upp. að hún gat setið upprétt. Sársauka- örvar stungu hana í höfuðið, og jafnvel þarna í myrkrinu virtist vera einhver daufur roði, sem ómur barst frá. Frú Stitt! Edna! Hún hélt í sér andanum, þegar nafninu skaut upp í huga henn- ar, og reyndi að neyða það til að hverfa þaðan. Hana langaði til að gráta, lengi, lengi, óstöðv- andi, þegar henni varð hugsað til nafnsins. Henni tókst að kom- ast á fætur, og síðan staulaðist hún óstöðugum fótum gegnum myrkrið og fram á ganginn. Þegar hún var komin fram í eldhúsið, þreifaði hún eftir ljós- rofanum og kveikti síðan. Grimmilega birtu lagði um allt eldhúsið. Allskonar drasl var á eldhúsborðinu og í vaskinum. Tvær flöskur stóðu á eldhúsborð- inu og var önnur næstum tóm. ísinn hafði bráðnað í ísbakkan- um, svo að hann var fullur af vatni. En að öðru leyti var þó snyrtilegt í eldhúsinu. Frú Stitt . . . Jane gekk í gegnum eldhúsið, opnaði hurð og gekk fram í eld- húsanddyrið. Þar stóð hjólastóllinn, sem B'anche hafði keypt, til að hafa með sér í bílnum, þegar hún færi eitthvað út, því að hann var svo léttur, og það var hægt að leggja hann saman. Hann hallaðist þar upp að vegg. Jane teygði aðra höndina eftir honum. En svo hik- aði hún allt í einu, og höndin féll niður með síðunni. Hvernig höfðu öll þessi ósköp gerzt? Hvernig hafði hún getað gert svona ógurlega hluti? Hún hafði alls ekki ætlað sér að meiða nokkurn mann. En þær höfðu reitt hana til reiði, djöflazt í henni, neytt hana til þess. Það var ekki hennar sök, að — ef það fengist bara einhver ein- hvers staðar til að skilja það. Tárin runnu í lækjum niður eft- ir vöngum hennar og hrötuðu ofan í myrkrið. „Edwin. . .“ Hann var svo ósköp viðkunnan- legur maður, góður maður, mild- ur í skapi og kurteis. En þau mundu aldrei geta orðið vinir úr þessu. Hún fann til með sjálfri sér, er hún hugleiddi, hvað Ed- win Flagg mundi hugsa í góð- semi sinni varðandi hana, ef hann vissi um þá ægilegu hluti, sem hún hafði gert sig seka um. En svo sneri hún baki við þessum hugleiðingum, seildist eftir stóln- um og tók hann. Ef hún gæti aðeins lokið þessu síðasta, ægi- lega atriði, sagði hún við sjálfa sig, mundi hún aldrei gera sig seka um annað eins. Á morgun mundi hún vakna, og þá mundi hún verða gerbreytt. Hún mundi verða góð — alveg eins og Ed- win — hún mundi aldrei nokkru sinni brjóta af sér. Aldrei, aldrei framar. Unga stúlkan, með yndisfögru,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.