Vikan - 21.11.1963, Page 26
UNGT
FÓLKÚ
UPPLEID
FYRST VAR AÐ BYGGJA - SÍÐAN
ÍSLENZKATEXTANA
Við sem förum okkur til skemmtunar og afslöppunar í bíó á kvöldin, hugsum að jafn-
aði ekki mikið um þá staðreynd, að einhver maður hefur lagt það á sig að sjá fjölda
kvikmynda til þess að velja einmitt þessa einu. A kvikmyndamarkaðnum er um margt
að ræða og margt af því kemur vissulega til greina. Það getur orðið mjótt á mununum
og vandi að velja. Eins og að velja efni í blöðin, byggist þetta á persónulegu mati
og sá, sem velur, verður að vera fær um að setja sig í spor fjöldans. A því hvort
blöðin seljast eða bíóin eru sótt, sést svo hvort réttilega hefur verið valið.
Tónabíó er eign Tónlistarfélagsins. Það flutti í fyrra í nýtt og veglegt húsnæði við
Skipholt eins og flestir vita. Sá, sem hafði veg og vanda af þeirri byggingu og sá
sem velur myndir á tjaldið hvíta í því kvikmyndahúsi, heitir Guðmundur Jónasson.
Hann er fæddur í Hafnarfirði 1933 og ólst þar upp. Guðmundur hefur lagt gjörva
hönd á margt; vann við landbúnaðarstörf hingað og þangað um landið framan af,
innanbúðarmaður hjá Storr á Laugaveginum, aðstoðarmaður á sviði Þjóðleikhússins,
verkstjóri við bílamálun hjá Bílaiðjunni. Hann nam við iðnskólann í Hafnarfirði og
Framhald á bls. 47.
Guðmundur Jónasson
— VIKAN 47. tbl.
ERFÐAFRÆÐI BUFJAR
OG BÚNAÐARBLAÐIÐ
AÐ AUKI
Menn deila um framtíð landbúnaðar á íslandi, hvort
hann sé bara „kjánalegt sport“ eins og Kiljan sagði,
hvort hann geti annað innanlandsneyzlunni, auk-
ið gjaldeyristekjurnar eða hvort það ætti bara að leggja
hann niður. Eitt eru þó flestir sammála um: fslenzka
ullin er úrvalsvara; hún hefur ákveðna eiginleika, sem
ef til vill engin önnur ull hefur.
Sá, sem veit mest um íslenzku ullina er án efa Stefán
Aðalsteinsson, sérfræðingur í búfjárrækt við Atvinnu-
deild Háskólans og þar að auki ritstjóri Búnaðarblaðs-
ins. Stefán er fæddur 1928 að Vaðbrekku í Hrafnkels-
dal, N. Múl. Þar bjuggu foreldrar hans og búa enn og
þar eru einna bazt skilyrði hérlend til sauðfjárbúskap-
ar. Stefán nam við Menntaskólann á Akureyri og lauk
stúdentsprófi þaðan 1950.
Framhald á bls. 46.
Kfi
ct-
CD
H>
ts
Or
P
1 _i
œ
ct
(D
H*
2
CQ
CD
o
Einhverjar bezt teknu myndir af íslenzku fólki, sem
birzt hafa á síðum Vikunnar, voru myndirnar af þátt-
takendum í fegurðarsamkeppninni síðastliðinn vetur.
Höfundur þeirra var Óli 'Páll Kristinsson, ljósmyndari.
Það var raunar engin tilviljun, að Vikan fékk einmitt
hann til starfans; það var löngu kunnugt, hvað hann
gat og hverju mátti eiga von á. Síðan hefur brugðið
svo við, að ungar stúlkur flykkjast á ljósmyndastofu
Óla Páls því þær hafa séð handaverk hans í Vikunni.
Óli Páll Kristinsson er fæddur á Húsavík 1928. Hann
ólst upp hjá foreldrum sínum, sem bjuggu þar í pláss-
inu og var þar fram yfir tvítugt. Framhald á bls. 46.
Óli Páll Kristinsson.
OFTAST IVIEÐ
UNGAR STÚLKUR FRAM
AN VIÐ LJÓSOPIÐ