Vikan - 21.11.1963, Síða 29
?
Við fórum upp á gamla Þingvallaveginn og geyst-
umst yfir allar ófærur, polla og hvaðeina.
Jeep Wagoneer er nokkuð þver fyrir að fram-
an og ábúðarmikill, en með rennilegum lín-
um og heldur fallegur.
Það var ekki fyrr en ég var setztur við mitt
skrifborð og farinn að glugga í pésana frá um-
boðinu, að ég varð þess vísari, að þetta var
ekki Willy's sem ég var að prófa. Ég vissi
þó ekki betur. En það var ekki um villzt,
í pésanum stóð hvergi Willy's heldur aðeins
Jeep Wagoneer, og framleiðandinn er Kaiser
Jeep Corporation.
Ég vissi að vísu, að Kaiser og Willy's Over-
land höfðu ruglað saman reitum sínum, en
ég átti þess ekki von, að hið þekkta Willy's
nafn yrði strikað út vegna þess. Og ég sé eftir
því. Jeep er að vísu gott og gilt nafn, sem allir
þekkja, og Kaiser bílarnir reyndust mætavel
hér um árið; það var aðeins skortur á varahluta-
þjcnustu sem kom þeim á kné, enda er þjón-
ustuleysi vanalega fljótt að segja tii sín og koma
jafnvel þvi bezta á ruslahaugana. En samt: Ég
sé eftir Willy‘s nafninu og væri ósárt um, þótt
þeir fengju hiksta þarna úti, meðan ég er að
skrifa þetta.
Sú er þó bót í máli, að jeppinn heldur áfram
að vera éppi með öllum sínum kostum, þótt
litla, lipra og laglega nafnið W'illy's hafi ekki
hlotið náð hjá nýjum eigendum framleiðslunn-
ar. Og það sem meira er: Hann hefur sannað
tilverurétt sinn betur en nokkurt hliðstætt far-
artæki, og vona ég að umbjóðendur hinna bil-
anna, sem þar er við átt, taki þessa staðreynd
ekki of nærri sér; þeirra bílar hafa enn ekki
aldur til þess að hafa yfir 20 ára reynslu hér
á landi.
En sem sagt, ég var ekki að prófa "Willy's Jeep
Wagoneer, heldur Jeep Wagoneer. Willy's stat-
ion, fyrirrennari þessa bíls, er vel þekktur hér
en færri hafa átt hann en vildu, vegna þess
að þegar innflutningur bíla var gefinn frjáls
hér um árið, var sett undir þennan leka að hægt
væri að flytja hann inn á landbúnaðartolli,
og hann varð þar með flestum of stór biti í
háls. Þessi bíll hafði í öllum aðalatriðum verið
eins að útliti síðan 1946. Það var því talsverður
viðburður, þegar þessi bíll kom í nýrri útgáfu,
svo það er fleira nýtt við hann en niðurskurð-
ur nafnsins.
Meginútiit hans er sniðið eftir því, sem ger-
ist og gengur með stadion útgáfur af amerískum
fólksbílum, nema hvað hann er til muna þverari
fyrir að framan en gerist um slíka. Sömuleiðis
er hann hærri og þar af leiðandi rúmbetri.
Að sjá utan frá virðist þó ekki vera svo, en
þar er ekki allt sem sýnist, bílateiknarar geta
gert manni furðulegustu sjónhverfingar með
slíka hluti.
Um ýmsar útgáfur er að velja af Jeep Wagon-
eer. Sendiferðaútgáfu, tveggja dyra, hliðar-
gluggalausan — nema náttúrulega á hurðunum
— og aftursætislausan. Tveggja dyra útgáfu
og fjögurra dyra útgáfu, báða með hliðarglugg-
um og aftursæti, sem má leggja niður og auka
gólfrúmið aftur í næstum um helming. Vara-
dekkið rýrir ekki rúmið inni í honum, því er
komið fyrir aftast og hægt að komast að því
utan frá. Þar að auki er svo hægt að velja
um venjulegt afturhjóladrif eingöngu og drif
á öllum hjólum, sjálfskiptingu og venjulegan
gírkassa og þannig mætti lengi telja. Fjórhjóla-
drifsbílarnir hafa blaðfjaðrir bæði að aftan og
framan, en afturdrifsútgáfan hefur
blaðfjaðrir að aftan og vindarmafjöðr-
un að framan. Gírkassinn er þriggja
gíra, synkróniseraður í annan en ekki
fyrsta. Ekki veit ég hvort það er af
sparnaðarástæðum, sem svo margar
verksmiðjur þráast við að synkróni-
sera fyrsta gírinn, en þeir, sem reynt
hafa kosti synkróniseringarinnar á alla
gíra, myndu án efa glaðir vilja borga
fáeinum þúsundum meira fyrir hana,
væri bess kostur.
Vélin er ný framleiðsla, svokölluð
Tornado OHC, 6 strokka. OHC skilst
mér að þýði Over head camshaft, sem
þýðir, að knastásinn er uppi í heddinu.
Fleiri og fleiri framleiðendur vestan
bafs hallast nú að OHC og er það lík-
leva vel. Tornado OHC er 140 ha við
4000 snúninga, borvidd 84,8 mm og
slaglengd 111 mm.
Rafallinn í þessum bíl er svokall-
aður Atlentor, þ. e. transistor rafall,
sem hleður jafnt án tillits til þess hvort
mótorinn snýst hratt eða hægt. Þetta
lengir lifið, segja þeir í auglýsinga-
pésanum. Og þar með held ég að ég
hætti svona upptalningu, utan hvað
rétt er að geta þess að benzíntankur-
inn tekur 75 lítra og hægt er að fá
bæði ,,power“ stýri og „power“ brems-
ur.
Framhald á bls. 45.
VIKAN 47. tbl. — OQ