Vikan


Vikan - 21.11.1963, Qupperneq 41

Vikan - 21.11.1963, Qupperneq 41
 i I JUlMb helgar sig fegrun augnanna EINGÖNGU Maybelline býður yður allt til augnfegrunar — gæðin óviðjafnan- leg — við ctrúlega lágu verði . . . undursamlegt úrval lita sem gæða augu yðar töfrabliki. I»ess vegna er Maybelline ómissandi sérhverri konu sem vill vera eins heillandi og henni var ætlað. Sérgrein Maybelline er fegurð augnanna. A - Sjálfyddur, sjálfvirkur augnabrúnalitari í sjö litum. B - Augnskuggakrem í 6 litum. C - Vatnsekta „Magic Mascara“ með fjaðrabursta í fjórum litum. D - Sterk Mascara í 4 litum — litlar og meðal- stærðir. E - Mascarakrem í 4 blæbrigðum — litlar og meðalstærðir. F - Vatnsekta augnlínulitari í 8 litum. G - Mjúkur augnskuggablýantur, sanséraður, í 6 litum. II - Lítill augnabrúnalitari í 8 litum. I - Fulikominn augnháraliðari. MA mascara miLl p íiíi H! MAGIC MASCARA geta einbeitt mér að ræ&unni minni.“ Hann var Yalemaður og á- gætis náungi, svo að ég tók innilega í hönd hans. „Þetta var mjög skynsamlega athugað, Henry. Þar að auki þurfum við Melanie að gera út um ýmislegt.“ Við gerðum það líkai. Það tók okkur allan eftirmiðdaginn, með- an við gengum um landareign mina og ég sýndi henni græna akrana, blómstrandi aldingarð- inn og lækinn í skóginum, sem ómaði af fuglasöng. Hún vildi ólm fá rúmið. Ég var ákveðinn i að fá hundinn. En lwort tveggja var of mikil fórn af beggja hálfu, þo að við skiptum. Þaff var afí- eins ein leið til að við gætum bæði átt hvort tveggja. ,,En ég get ekki orðiff ástfang- in á einum degi,“ sagði Melanie undrandi. „Það tók mig mörg ár að verða ástfangin af Ilcnry." Ég kyssti hana fyrsta kossinn og við virtnmst ekki verða vör við neitt ofnæmi. ,,En bara einn dagur, John,“ mótmælti hún af veikum mætti. „Fólk segir, að slíkt geli ekki komið fyrir.“ „Þá hef ég gestaherbergið og Mrs. Hardy til að sjá um að allt furi sömasamlega fram og svo skulum við taka eina vikn i það.“ Það gerðum við og þá vorum við líka orðin verulega ástfang- in, eins og ég sagði í skeytinu til Edwards frænda, en það kom í Ijós, að hann hafði grunað hvað fyrir mundi koma. Melanie er mí húsmóðir á óff- ali Justiceanna, verfíug kona i ibenholtsrúmið, heldur uppi öll- um venjum og skyldum ættar- innar og deilir með mér öllum lifs míns leyndarmálum — nema einu. Hún trúði aldrei alveg á of- næmi Henry fyrir ibenholti. Hán er rómantísk og það var miklu meira spennandi að trúa því, að vesalings Henry hafi veriff hafnað af Mu-mu-a-pu-a. Eigin- lega hálftrúi ég því sjálfur. Því skyldi ég þá svipta liana barnslegu trúna&artrausti sínu með þvi að nefna aðra hluti, sem hugsanlegir væru sem orsök triilofunarslitanna og þar mefí hamingjn okkar — t. d. efni, sem borið var undir sængina á ibenholtsrúminu daginn, sem IJenry reyndi það? Það eina sem ég vissi, þegar ég hringdi til Mrs. Hardy áfíur en við fórum frá New York, var afí IJenry væri ofnæmur fyrir fínum hundi og mér var fullkunnugt um, hvaff oft leynd- ist á slíkum dekurdýrum. Það gat svo scm verið, að það hafi verið Mu-mu-a-pu-a afí verki. Þafí getur líka verið, að þafí hafi veriff flóaduftið k FUGLARNIR. Framhald af hls. 17. inum, því að hann vissi ekki hve lengi hann mundi endast. Venju- iega skiptu þau um geymi þegar konan hans fór inn í borgina að verzla. Ef búið væri á geyminum, mundu þau ekki heyra tilkynn- ingu yfirvaldanna eða leiðbein- ingar. „Það er að verða bjart“ hvísl- aði konan hans. „Ég sé það ekki, en ég finn það. Fuglarnir hafa heldur ekki svo hátt lengur“. Það var satt. Sargið og krafsið varð daufara smám saman, og sarria máli gengdi um þruskið og pústrana á syllunum og þröskuldinum. Það fór að falla frá. Klukkan átta heyrðist ekk- ert hljóð. Ekkert nema vindur- inn. Börnin sofnuðu í kyrrðinni. Klukkan hálf níu lokaði Nat út- varjinu. „Hvað ertu að gera? Við miss- um af fréttunum“. „Það verða engar fréttir“ sagði Nat. „Við verðum að bjarga okk- ur sjálf eftir beztu getu“. Hann gekk að dyrunum og dró það sem þau höfðu staflað þar upp hægt frá. Hann opnaði þær og sparkaði skrokkunum af þröskuldinum og andaði djúpt að sér köldu loftinu. Hann átti fyr- ir höndum sex stunda vinnudag, og hann gerði sér ljóst, að hann varð að spara orku sína fyrir það nauðsynlegasta, en eyða henni ekki í óþarfa. Matur, ljós og eldi- viður; það voru nauðsynjar. Ef nóg væri af því. gætu þau varizt aðra nótt. Hann gekk út í garðinn og um leið sá hann lifandi fugla. Máv- arnir voru farnir út á sjóinn, eins og áður; þeir þurftu æti úr sjónum og upplyftingu flóðsins áður en þeir legðu til orustu. En þannig var því ekki farið með landfuglana. Þeir biðu og athug- uðu sinn gang. Nat sá þá, á lim- girðingunum, á jörðinni, í hóp- um í trjánum, úti á ökrunum, röð eftir röð af fuglum, allir hreyf- ingarlausir, allir aðgerðarlausir. Hann gekk garðinn á enda. Fuglarnir hreyfðu sig ekki. Þeir horfðu á hann. „Við verðum að fá mat“ sagði Nat við sjálfan sig. „Ég verð að fara út á búgarðinn og ná í mat“. Hann fór aftur inn. Hann at- hugaði gluggana og hurðina. Hann fór upp og opnaði herbergi barnanna. Það var tómt, nema dauðir fuglar lágu á gólfinu. Þeir lifandi voru þarna úti, í garðin- um, á engjunum. Hann gekk nið- ur. „Ég ætla að fara út á búgarð- inn“ sagði hann. Konan hans greip í hann dauða- haldi. Hún hafði séð fuglana út um dyrnar. „Taktu okkur með þér“ sár- bað hún. „Við getum ekki verið hér ein. Ég vildi heldur deyja en vera hér ein eftir“. Hann hugsaði málið. Svo kink- aði hann kolli. „Komið þá“ sagði hann. „Tak- ið körfur með og barnavagninn hans Johnný. Við getum staflað í hann‘. Þau bjuggu sig hlýlega út í kuldann, voru með vettlinga og trefla. Konan hans setti Johnný í vagninn og Nat leiddi Jill. „Fuglarnir" kjökraði hún, „þeir eru þarna allir úti á engj- unurr}“. „Þeir meiða okkur ekki“ sagði hann, „ekki í björtu". Þau lögðu af stað niður þrep- in, og fuglarnir hreyfðu sig ekki. Þeir biðu og sneru höfðunum í vindinn. Þegar þau komu að hliði bú- garðsins, sagði Nat konunni að bíða með börnin í skjóli við lim- girnðinguna. „En ég þarf að hitta Mrs. Trigg" mótmælti hún. „Það er ótal margt, sem ég þarf að fá lánað hjá henni, ef þau hafa far- ið á markaðinn í gær; það er ekki bara brauð og......... „Bíddu hérnad tók Nat fram í fyrir henni. „Ég kem eftir svo- litla stund“. Kýrnar baulandi og eirðarlaus- ar í húsagarðinum, og hann sá hvar girðingin var brotin niður, þar sem kindurnar höfðu ruðzt út á grasið í framgarðinum. Eng- an reyk lagði upp um skorstein- ana. Illan grun setti að honum. Hann vildi ekki að konan og börnin færu upp að húsinu. „Vertu ekki að þusa þetta núna“ sagði hann hörkulega“, gerðu það sem ég segi“. Hún dró vagninn inn undir girðinguna og reyndi að skýla sér og börnunum með honum. Hann gekk einn heim að hús- inu. Hann ruddist gegnum kúa- þvöguna, sem reikaði þar um með júgrin full af mjölk. Hann sá bílinn standa við hliðið. en ekki í bílskúrnum. Allir gluggar voru mölbrotnir. Fjöldi dauðra máva lá í húsagarðinum og allt í kringum húsið. Lifandi fuglar sátu í trjánum bak við húsið og á þakinu. Þeir voru grafkyrrir. Sátu og horfðu á hann. Jim lá í húsagarðinum. Eða það sem eftir var af honum. Þeg- ar fuglarnir höfðu gengið frá hon- um, höfðu kýrnar tekið við og troðið hann undir. Byssan lá við hlið hans. Útidyrahurðin var lok- uð og skráin fyrir, en þar sem gluggarnir voru brotnir, var það auðvelt fyrir hann að komast inn með því að skríða inn um þá. Lík Trigg lá rétt við símann. Hann hlaut að hafa verið að reyna að ná sambandi við mið- stöð, þegar fuglarnir réðust á hann. Tólið hékk laust niður, tækið rifið frá veggnum. Mrs. Trigg var hvergi sjáanleg. Hún var sjálfsagt uppi. Þýddi nokkuð að fara þangað? Nat varð óglatt VIKAN 47. tl)l. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.