Vikan - 21.11.1963, Page 44
við tilhugsunina um, hvað hann
fyndi har.
„Guði sé lof fyrir að þau áttu
þó engin börn“ sagði hann lágt.
Hann neyddi sjálfan sig til að
ganga upp stigann,- en sneri við
á miðri leið og reyndi svo aftur.
Hann sá fætur hennar í gegnum
opnar svefnherbergisdyrnar. Við
hiið hennar voru skrokkar dauðra
r.hiva og brotin regnhlíf.
„Það er ekkert hér, sem ég get
gert“ hugsaði Nat. „Ég hef að-
eins fimm klukkustundir, eða
minna. Triggshjónin mundu sjálf-
sagt skilja það. Ég verð að fylla
bílinn með öl!u, sem komið get-
ur að notum“.
Hann gekk aftur til konu sinn-
ar og barna.
„Ég ætla að fylla bílinn af vör-
um“ sagði hann. „Ég set kol í
hann og benzín á prímusinn. Svo
förum við heim með það og kom-
um aftur og sækjum fleira“.
„Hvað segirðu af Triggshjónun-
um?“ spurði konan hans.
„Þau hljóta að hafa farið til
einhvers vinafólks" svaraði hann.
„Á ég að koma og hjálpa þér?“
„Nei; það er allt á úi og strúi
þarna inni. Kýrnar ganga lausar
í garðinum og kindurnar eru á
beit í framgarðinum. Bíddu hér
þangað til ég kem með bílinn.
Þú getur setið í honum heim“.
Hann ók bílnum aftur á bak
út úr garðinum og fyrir hornið.
Konan hans og börnin gátu ekki
séð lík Jims þaðan.
„Vertu kyrr hér“ sagði hann,
„hugsaðu ekkert um barnavagn-
inn. Við getum sótt hann seinna.
Ég ætla að fara að láta á bíl-
inn“.
Hún reyndi að mæta augum
hans, og hann hélt að hún vissi
hvernig komið var. Annars hefði
hún boðizt til að hjálpa honum
að finna brauð og matvörur.
Þau fóru samtals þrjár ferðir,
milli búgarðarins og heim aftur,
áður en þau höfðu náð í allt
sem þau þörfnuðust. Það var svo
furðulega margt, sem var nauð-
synlegt, sem þau höfðu ekki áð-
ur gert sér ljóst. Mikilváegast var
þó að fá planka fyrir gluggana.
Hann varð að leita töluvert að
timbri. Hann var að hugsa um
að endurnýja alla gluggahlerana.
Svo voru kerti, olía, naglar, nið-
ursuðuvörur; listinn virtist enda-
laus. Þar að auki mjólkaði hann
þrjár af kúnum. Hinar urðu að
halda áfram að baula yfir van-
líðan sinni.
f síðustu ferðinni ók hann að
bílstæðinu og gekk að símaklef-
anum. Hann beið í nbkkrar mín-
útur, en fékk ekki samband. Það
var þýðingarlaust. Það var ekk-
ert líf á línunni. Hann gekk upp
á hæðina og leit yfir sveitina.
Þar var engan lífsvott að sjá,
ekkert kvikt annað en fuglarnir,
sem biðu. . . . biðu . . Sumir
þeirra sváfu — hann gat séð
hvernig þeir höfðu stungið gogg-
unum inn í fiðrið.
„Maður skyldi ætla að þeir
ætu eitthvað, í stað þess að sitja
'vona hreyfingarlausir,/' hugsaði
han*.
Þá rann upp fyrir honum ljós.
Þeir voru pakksaddir. Þeir höfðu
etið nægju sína í nótt. Það var
þess vegna, sem þeir sátu svona
hreyfingarlausir. . .
Engan reyk lagði úr skorstein-
um nýju húsanna, sem sveitin
'ncfði látið byggja. Hann hugsaði
um börnin, sem höfðu hlaupið
þarna yfir engið í gær.
„Ég hefði átt að vita þetta,“
hugsaði hann, „ég hefði átt að
taka þau heim með mér.“
Hann leit upp á himininn.
Hann var grár og drungalegur.
Trén stóðu ber og hrakin af rok-
inu. Kuldinn virtist engin áhrif
hafa á fuglana, sem biðu.
„Þetta er rétti tíminn til að
vinna á þeim,“ sagði Nat, nú eru
þeir í dauðafæri. Þeir hljóta að
sitja svona alls staðar í landinu.
Hvers vegna fara flugvélarnar
ekki núna á loft og úða yfir þá
gasi. Hvað eru mennirnir að
hugsa? Þeir hljóta að gera sér
þetta ljóst, þetta liggur í augum
uppi.“
Hann gekk aftur að bílnum og
settist í ökumannssætið.
„Aktu hratt fram hjá næsta
hliði. Bréfberinn liggur þar. Ég
vil ekki að Jill sjái hann,“ sagði
konan hans.
Hann setti bílinn í gang og
litli Morrisinn veltist og skopp-
aði eftir ósléttum veginum. Börn-
in hrópuðu og hlógu.
„Upp og niður, upp og niður“,
kallaði Johnný hrifinn.
IClukkan var að verða eitt, þeg-
ar þau komu heim. Það var tæp-
lega klukkutími til stefnu.
„Það er bezt að hafa einhvern
kaldan mat“, sagði Nat. „Eða þói
retur hitað eitthvað upp fyrir
þig og börnin, kannski súpuna.
Ég hef engan tímia til að borða
núna. Ég verð að losa bílinn.“
Hann kom öllu inn í húsið.
Þau gátu gengið frá því seinna.
Það var verkefni fyrir þau í all-
ar þær löngu stundir, sem þau
áttu í vændum. Fyrst af öTu varð
hann að athuga alla glugga og
hurðir.
Hann gekk skipulega til verks,
skoðaði hvern einasta glugga og
allar hurðir. Hann klifraði upp
á þakið og negldi fyrir hvern
skorstein, nema frá eldhúsinu.
Kuldinn var svo bítandi, að hann
gat varla haldizt við, en þetta
varð að gerast. Öðru hverju leit
hann upp í himininn, og vonað-
ist til að sjá þar flugvél. Engin
kom. Meðan hann vann, bölvaði
hann heimsku yfirvaldanna.
„Það er alltaf sama sagan,“
tuldraði hann,“ það er aldrei
hægt að treysta þeim. Þetta er
allt á ringulreið. Ekkert skipulag,
engar framkvæmdir. Við erum
heldur ekki mikils virði hér í
fásinninu. Það er það sem er.
Fólkið í þéttbýlinu hefur forrétt-
indin. Þeir eyða öllu gasinu þar,
mætti segja mér, og senda al'ar
flugvélarnar þangað, án efa. Við
verðum að bíða og taka því, sem
að höndum ber.“
Hann hafði lokið við að byrgja
skorsteinana og sat nú og horfði
út á sjóinn. Þar var einhverja
hreyfingu að sjá. Eitthvað grátt
og hvítt í öldurótinu.
„Gamli, góði sjóherinn," sagði
hann, „hann svíkur okkur ekki.
Það er hann, sem er þarna á
ferð, sem siglir inn í víkina."
Hann starði þar til tárin runnu
úr augum hans af rokinu. En
þetta var ekki rétt hjá honum.
Þetta voru ekki skip. Sjóherinn
var ekki kominn á vettvang.
Máfarnir voru að hefja sig til
flugs af sjónum. Og flokkurinn
af eggjunum lagði upp um leið,
með úfnar fjaðrir í stórum hóp-
um, vængur við væng, hátt í
loft upp.
— VIKAN 47. tbl.