Vikan


Vikan - 21.11.1963, Síða 45

Vikan - 21.11.1963, Síða 45
Það var að byrja að falla að. Nat klöngraðist niður stigann og fór inn í eldhúsið Fjöiskyld- an sat við matborðið. Klukkan var rúmlega tvö. Hann setti slána fyrir dyrnar, festi bita og planka fyrir hana og kveikti á lampanurrv. „Það er kominn háttatími," sagði Johnny litli. Konan hans hafði aftur kveikt á útvarpinu, en þaðan barst ekk- ert hljóð. „Ég er búin að stilla á allar stöðvar, útlendar líka, en ekkert heyrist.“ ,,Það eru kannski alls staðar sömu vandræðin,“ sagði hann, ,,ef til vi!l er sama ástand um alla Evrópu.“ Hún jós súpunni frá Trygg- fólkinu á diskinn hans, skar sneið af brauði Triggs, og smurði Þau mötuðust þögul. Smjör rann niður höku Johnnýs og nið- ur á borðið. „Kanntu enga mannasiði, Johnny?" sagði Jill, „þú ættir að kunna að þurrka þér um munn- inn.“ Þá hófust höggin á glugganum, á hurðinni. Skrjáfið, þruskið, krafsið. Fyrsti hlunkur sjálfs- morðsfuglsins, þar sem hann skall á þröskuldinum." „Getur ekki Ameríka gert eitt- hvað?“ sagði konan hans. „Þeir hafa alltaf verið bandamenn okk- ar, er það ekki? Ameríka hlýtur að gera eitthvað?“ Nat svaraði ekki. Hlerarnir voru sterkir fyrir gluggunum og skorsteinunum. Húsið var fullt af nauðsynjum, eldivið og öllu, sem þau þurftu næstu daga. Þeg- ar þau höfðu lokið við að borða, ætlaði hann að ganga frá því öllu, koma öllu í röð og reglu, þannig að allt væri snyrtilegt og tiltækilegt, þegar á þyrfti að halda. Konan hans gat hjálpað honum við það, börnin líka. Það mundi hafa ofan af fyrir þeim þar til klukkuna vantaði kortér í níu og farið væri að falla frá, þá mundi hann leggja þau á dýn- urnar og breiða vel ofan á þau, svo að bau svæfu vel til þrjú um nóttina. Honum hafði komið nýtt ráð í hug viðvíkjandi gluggunum, en það var að festa gaddavír utan á hlerana. Hann hafði komið með heila rúllu af honum frá búgarð- inum. Það versta var, að hann yrði að gera það í myrkrinu, þeg- ar hlé yrði milli klukkan níu og þrju. Hann hefði átt að láta sér detta þetta í hug fyrr. En aðalatriðið var þó, að konan og börnin gætu sofið. Það voru minni tegundirnar, sem voru við gluggana núna. Hann þekkti létt og þétt högg þeirra og mjúkan vængjaslátt- inn. Haukarnir skiptu sér ekki af gluggunum. Þeir einbeittu sér að hurðinni. Nat heyrði þá tæta viðinn í sundur, og svo fór hann að hugsa um, hve margra millj- ón ára minni og reynsla væri geymd í þessum litlu heilum, bak við beitt nefin og stingandi aug- un, minni, sem nú hafði gefið þeim þessa djörfu hugmiynd: að eyða mannkyninu og allri þess vélatækni. ,,Ég ætla að reykja síðustu sígarettuna“, sagði hann við kon- una sína. „Það var heimskulegt af mér, en það var það eina, held ég, sem ég gleymdi að koma með af búgarðinum.“ Framhald at hls. 29. Að innan er bíllinn einfaldur og þokkalegur án íburðar. Hann er fóðraður í hliðum og í loft og með dregla á gólfinu, og það eru engir þröskuldar í honum. Sætin eru ágæt og rúma alls sex, því Jeep Wagoneer má hafa tvo framí, jafnvel á íslandi. Það væri engin frágangssök að setja í hann bekk alveg aftast, en þá er nátt- úrulega lítið eftir af farangurs- rúmi. — Mælaborðið er einfalt og látlaust, „allir“ mælar beint framan við ökumann og stjórn- tæki öll vel innan seilingar. Ég setti „allir“ í gæsalappir, því þrátt fyrir það, að miðlungsút- gáfa af þessum bíl kostar stif 300 þúsund, eru ekki aðrir mælar en hraðamælir, hitamælir og benzínmælir. Ljós fyrir smurning og rafmagn. Þessum ljósagangi verður ekki betur hallmælt en með því að nota orð mannsins, sem í fyrravetur keypti sér evr- ópskan smábíl, og fyrst í stað var rafallinn hjá honum alltaf saman um að krefjast þess, að bílarnir séu sæmilega mælum búnir, a.m.k. allir þeir dýrari’ Með vinstri hendi þjónar mað- ur miðstöðinni, sem er líklega einhver allra merkilegasti blás- ari sinnar tegundar, sem ég hef komið nálægt. Það væri tvímæla- laust hægt að nota hann fyrir súgblásara til þess að þurrka hey í 1000 hesta hlöðu, ef hann væri stilltur á mesta blástur, en sem betur fer er hægt að tempra þetta og stilla. Til þess eru ein- ir sex takkar, en það er auðveld- ara en margan skyldi gruna, að læra á þá. Bíllinn, sem ég reyndi, var með Power-stýri og bremsum. Það var sérlega gaman að bremsun- um; þær unnu mjög létt og vel. Aftur á móti fékk ég ekki á þess- um tíma neina tilfinningu fyrir stýrinu, mér fannst það allan tím- ann of létt, þannig að mér fannst ég sífellt þurfa að vera að rétta hann af. En sjálfsagt finnst manni allt annað ómögulegt, ef maður hefur einu sinni vanið á gamla Þingvallaveginn, sem er hreint ekki allra bíla meðfæri, og ég gafst upp á undan bílnum — hann hefði sjálfsagt þrælazt alla leið austur á Þingvöll þrátt fyrir það að hann er aðeins 18 cm undir læsta punkt. Hann er mjög lipur í snúingum, beygjura- díusinn er 6,25 m, og verður það að teljast nokkuð gott fyrir þetta langan bíl. Á beinum vegi er auðvelt að halda 90—110 km hraða, séu ekki krappar beygjur, brýr eða um- ferð til trafala. Að vísu gnauðar þá nokkuð hátt og dálítið ber RHI 525 O 23" myndalampi C stór, hljómgóóur hátalari taka á móti útsendingum bæði á amerísku og evrópsku kerfi 0. Johnson & Kaaber, ra/lækjadeild. Sælúni 8, Rrlh Heimilistækt sí„ Hafnarsiræii 1. Reykjavík Radlóoirhinn, Skólavörðustíg 10, Reykjavtk Verzlun Valdimars Lono, Hafnarfirði Radtóvinnustofan. Vallargötu 17. Keflavík Haraldur Böðvarsson & Co„ Ahranesi Hann rétti út hendina eftir henni, og kveikti um leið á þöglu útvarpinu. Hann kastaði tómum pakkanum í eldinn og horfði á hann fuðra upp. * JEEP WAGONEER. að brenna yfir. Hann sagði: — Mikil ósköp, jú, það kom ljós, en það var ekki til merkis um, að rafalnum væri hætt, heldur til þess að sýna, að hann væri orðinn ónýtur. Hvers vegna taka ekki öll neytendasamtök sig sig á þetta. Vinnslan var alveg afbragð. Ég valdi mjóa bugðótta og mishæð- ótta vegi og mér fannst ég hvorki aka hratt né glæfralega, þótt ég færi þar á rúmlega 60 km. hraða. Sömuleiðis fór ég með hann upp VI KAN 47. tbl. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.