Vikan


Vikan - 21.11.1963, Page 47

Vikan - 21.11.1963, Page 47
MRFHD HRIINSUN ÞARFNAST VIM Vim gerir potta, pönnur, vaska, eldavélar, veggflísar og hvað sem er, sem nýtt. Fljótvirkt — fitublettir hverfa á svipstundu. Fjarlægir prálát óhreinindi. Drepur sóttkveikjur. Ilmandi Vim — endurnýjar allt. X-V 556/lC &M7-5D FYRST YAR AÐ BYGGJA ... Framhald af bls. 27. hálfan þriSja vetur við Verzlun- arskóla íslands. Þá bauðst honum staða hjá Trípolíbíói og hætti námi. Bíóið var þá til húsa vest- ur við Melaveg og Guðmundur annaðist filmuútlán þaðan, svo og miðasölu. í september 1957 tók hann við framkvæmdastjórn, þá 24 ára. Hann stóð íyrir hinni nýju byggingu kvikmyndahúss- ins við Skipholt og dreif hana áfram með miklum dugnaði. Nú starfar bíóið þar svo og Tónlist- arskólinn. Guðmundur fer öðru hverju utan og velur úr fjölda mynda. Tónabíó sýnir einkum myndir frá United Artists, ASA- film í Kaupmannahöfn, British Path o. fl. Meðal sýningartími á mynd er hálfur mánuður. Guð- mundur er nú að láta setja ís- lenzkan texta á nokkrar úrvals- myndir, rn. a. West Side Story, Dáið þér Brahms?, Phaedrea og sögu Helen Keller. Auk þess stjórnar hann í hjáverkum Kópa- vogsbíói, sem er eign félagsheim- ilisins í Kópavogi. Guðmundur er kvæntur Sig- rúnu Hjaltested og þau eiga þrjú börn. HJÁ PÁLI í ÍSQLFSSKÁLA. Framhald af bls. 11. og Starkaðarhús. Mörg af þess- um gömlu og sérkennilegu nöfn- um hafa ekki fundið náð fyrir eyrum nútímafólksins. Þau hafa orðið að víkja fyrir flatneskju- legum nöfnum, sem minna á ný- býlahverfi og nafngiftir þar. í þessu merkilega umhverfi stendur ísólfsskáli. Páll ísólfs- son átti þarna sumarbústað, sem brann til grunna og þá var haf- izt handa um byggingu á þeim ísólfsskála, sem nú prýðir stað- inn og sýndur er hér á með- fylgjandi myndum. Gunnar Hansson, arkitekt, á heiðurinn af því að hafa teiknað þetta hús. Hér er í rauninni alls ekki um sumarbústað að ræða; þetta er íbúðarhús fyrir allt árið með fullum gögnum og gæðum. Enda dvelja þau hjónin, Sigrún og Páíl, í fsólfsskála, þegar það er unnt og hvort heldur það er á sumri eða vetri. Það er jafnan mannmargt hjá þeim, þau draga að sér gesti eins og segullinn stálið. ísólfsskáli er einhvers konar sambland af því að vera timbur- hús og steinhús. Þó verður lík- lega að teljast, að timbrið hafi yfirhöndina. Þarna hefur verið notað hraungrjót neðan úr fjör- unni í heila veggi og það með þeim ágætum, að ekki hef ég séð það betur gert. Veggirnir eru raunverulega hlaðnir upp úr grjótinu eins og það hefur verið gert á íslandi öldum saman. Gallinn á þeim veggjum er sá, að þeim gekk illa að standa af sér árin, en hér hefur verið gert við því. Á bakhlið grjóthleðsl- unnar hefur verið steyptur venjulegur steipuveggur, sem bindur hvern einasta stein, en sést ekki utan frá. ísólfsskáli er byggður á einni hæð, þó er eitt herbergi einu þrepi lægra en gólf hússins að öðru leyti. Það er orgelstofa Páls, músíkherbergi eða hvað nú á að kalla það. Það sem að öðru leyti setur svip á húsið er, að hluta þaksins hefur verið lyft. Sá hluti er yf- ir stofunni. Þar verður hærra undir loft á parti og ofanbirta, því gluggar eru þar á. En bitarn- ir, sem ganga þvert yfir húsið, neðan við loftklæðninguna, eru þó ef til vill það atriði, sem mest lífgar upp á þetta annars tilbreytingarríka hús. 1 stofunni er arinn og heill veggur í kring- um hann úr sams konar hraun- grjótshleðslu og útveggirnir, sem áður er lýst. Að öðru leyti eru innréttingar hússins úr venju- legri furu, við sem hefur verið sorglega vanrækt af bygginga- fólki til þessa. Einhver hefur sagt, að fura hafi miklu meiri persónuleika, einkum með aldr- inum, en þessi endalausi harð- viður, sem allar nýbyggingar þekur nú á dögum. Það sem ríður baggamunin um þennan þokka, sem ríkir í fsólfs- skála, eru ýmsir gamlir og virðu- legir munir, máðir af handfjatli manna um áratugi. Og síðast en ekki sízt: Sá andi, sem þau hjón- in, Sigrún og Páll skapa og fylg- ir þeim, hvar sem þau fara. Án þess væri ísólfsskáli ef til vill bara venjulegt hús. VEL GREITT HÁR... Framhald af bls. 23. og smekltlega klædd? —Ekki nauðsynlega. Fyrsta skilyrðið er, að fötin eigi vel við vöxt hennar og persónuleika. Hún getur að vísu ekki lokað al- veg augunum fyrir tizkunýjung- um, en lnin 'þarf að samræma þær sínum eigin þörfum og ósk- um. VIKAN 47. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.