Vikan


Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 7

Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 7
Slettur .. . Kæri Póstur! Það er alltaf verið að krítísera mig fyrir að nota alls konar dönskuslettur, en mér finnst þetta sko ekkert athugavert. Is- lenzkan er svo fátækt mál, að maður verður margoft að grípa til dönskunnar til að geta tjáð sig almennilega. Hvað segir þú um þetta? Lúlú. --------Hvers vegna talarðu ekki bara dönsku? Upp eða niður... Kæra Vika! Við erum hérna nokkrar frúr, sem viljum biðja þig að leysa úr einni spurningu fyrir okkur. Svo er málið vaxið, að í sauma- klúbb okkar vorum við að tala um bakstur og kökugerð, og fór- um af rífast um, hvað væri rétt- an og hvað væri rangan á pönnu- köku. Ef þú getur gefið okkur viðunandi svar, skulum við senda þér 20 pönnukökur. Með fyrirfram þökk. Saumaklúbburinn Svannar. --------Það er réttan, sem snýr upp, en rangan, sem snýr nið- ur. — Ég vil hafa rjóma á pönnu- kökunum. Takk. Mat og trygging ... Kæra Vika. Ég skrifa þér vegna þess, að ég tel mig hafa orðið fyrir barð- inu á allmiklu óréttlæti og lík- lega er ég ekki einn um það. Jæja, sagan er svona: Ég á bíl og lenti í árekstri á dögunum. Hægra frambretti beyglaðist alveg inn í framhjól og vatns- kassinn skemmdist. Sem sagt, bíllinn var ekki ökufær og ég fékk Vöku til að draga hann af staðnum. Það kom lögreglu- þjónn á staðinn og tók skýrslu. Ég spurði hann, hvort ég þyrfti að láta tryggingarnar vita, eða hvort hann gæfi þeim skýrslu. „Þeir fá skýrsluna frá okkur“, sagði hann. Síðan leið tíminn og ég beið eftir því að trygginga- menn kæmu að líta á bílinn. Ég var bíllaus, en þarf atvinnu minnar vegna að aka mikið á hverjum degi svo þetta var mjög bágalegt. Það leið vika, það leið hálfur mánuður, vikurnar urðu þrjár og nú er ég alveg að springa því vikurnar eru orðnar fjórar og ekkert gerizt. Ég hef hringt í tryggingarnar og spurt, hvort skýrslan yfir þetta ákveðna tjón sé komin, en því miður, hún er ekki komin og það er bara ekkert óalgengt, að menn verði að bíða í mánuð er mér sagt eins og það sé fullkomlega eðli- legt. En ég spyr: Getur lögregl- an eða rannsóknarlögreglan eða hver í fjáranum, sem það nú er, haft það alveg eftir eigin geð- þótta, hvenær þeim þóknast að skila skýrslum, svo viðgerðir geti farið fram. Get ég farið í mál við þá og krafizt þess að fá greiddar fullar bætur fyrir þann tíma, sem liðið hefur fram yfir það sem eðlilegt má telja til að afgreiða svona hlut? Ég vonast eftir svari fljótt. H. B. K. --------Ég er hræddur um, að það þýði Ilítið fyrir þig að fara í mál, minn kæri. Að vísu hef- ur lögregtluþjcminum, sem tók skýrsluna orðið á skyssa. Hann hefði átt að fræða þig á því, að það tæki mánuð eða meira að koma þessari skýrslu til trygg- inganna. Þá hefðir þú snúið þér beint til trygginganna og beðið um mat á tjóninu, svo viðgerð gæti farið fram sem fyrst. Þú misskilur hlutverk lögreglunnar í málinu; þeirra skýrsla og sú athugun, sem fram fer á henni, er einungis til að grafast fyrir um það, hvort lögbrot hafi átt sér stað. Það tjón og þau óþæg- indi, sem þú verður fyrir vegna þess, að þú bíður eftir skýrslu frá þeim til trygginganna, verð- ur þú sjálfur að bera. Smásögur til birtingar .. . Kæri Póstur! í sumar hef ég gert dálítið af því að þýða sögur úr erlendum blöðum, aðallega dönskum. Mig langar til að spyrja þig, hvort maður þurfi að fá leyfi til að birta þetta ef til kæmi, t.d. hjá höfundi eða blaðinu þar sem sag- an birtist. Og svo að lokúm: Vlija nokkur íslenzk blöð taka svona sögur til birtingar? Ég þakka VIKUNNI fyrir margvís- legt fræðandi og skemmtilegt efni. Regína. --------Þú verður að sjálf- sögðu að fá leyfi, Regína, hjá þeim er réttinn hefur á sögunni. Það er bezt að skrifa höfundi, því ekki er víst að blað, þar sem sagan birtist, hafi réttinn. Aftur á móti hef ég ekki trú á því, að nokkurt íslenzkt blað kaupi upp og niður sögur úr dönskum blöð- um og sízt af öllu gerir VIKAN það. Ástæðan er sú, að sögur í þessum dönsku vinnukonublöð- um eru afar þunnar og samt eru þau útbreiddari hér en ýmis önnur, sem flytja miklu betra efni. Sorpritin svonefndu mundu líklega ekki einu sinni kaupa þessar þýðingar af þér. Flugvöllur Kópavogs... Pósturinn, Vikunni! Ert þú svo margfróður, að þú getir sagt okkur, í hvaða sveit Sandskeiðið er? Er það í Mos- fellssveit eða tilheyrir það Reykjavík? Með fyrirfram þökk. X-9. —-------Hvorugt, góði. Sand- skeiðið er flugvöllur Kópavogs. Áður var það í landi Seltjarn- arness, en hefur aldrei legið und- ir Mosfellssveit eða Reykjavik. Hvenær lærum við mannasiði? ... Til póstsins í Vikunni! Mig langar til koma á fram- færi smáatviki, sem fyrir mig kom og hefur reyndar gert það oftar en einu sinni í einni eða annarri mynd. En það sýnir, hversu skammt við erum komin sem menningarþjóð, eða öllu heldur hvað umgengnismenning á erfitt uppdráttar meðal íslend- inga. Ég er skrifstofustjóri hjá all- stóru fyrirtæki, en hirði ekki að geta um nöín, hvorki á mér né fyrirtækinu. Enda skiptir það ekki máli. En fyrir jólin síðustu hringdi ég í eitt af stærstu for- lögum landsins, mjög svo virðu- legt fyrirtæki, að þvi er talið er. Ég kvaðst vilja kaupa til- tekna bók og bað um, að hún yrði send til mín á skrifstofuna. Því var vel tekið og eftir skamma stund kom sendill með bókina, maður rúmlega tvítugur að aldri með nafn forlagsins saumað á jakkavasann. Ég hafði nýlokið við að skrifa bréf vegna fyrir- tækisins og það lá á skrifborð- inu fyrir framan mig. Ég stóð upp og gekk að fataskápnum til að ná í veskið mitt. Á meðan gekk ungi maðurinn inn fyrir skrifborðið, beygði sig yfir stól- inn og las bréfið. Mér féllust hendur og ég stóð kyrr án þess svo mikið að segja orð eða gera neitt á meðan hann las. Þegar hann var búinn að því, snarað- ist hann aftur framfyrir skrif- borðið, tók við borgun fyrir bók- ina og gekk út eins og ekkert væri. Þetta er því miður engin und- antekning. Ég held líka að mér sé óhætt að fullyrða, að þetta gæti hvergi gerzt nema á íslandi, nema ef vera kynni einhvers- staðar í hinum svonefndu van- þróuðu Afríkuríkjum. Og þó ef- ast ég um það. Mér finnst Hka mjög vafasamt að kalla íslend- inga menningarþjóð, meðan þjóðin kann ekki mannasiði og leggur ekki stund á umgengnis- menningu. Með þökk fyrir birtinguna. J. M. --------Við þetta bréf er í rauninni engu a'ð bæta, en von- andi verður það lio’l lexía. Því miður hefur bréfritari rétt fyrir sér; hingað á ritstjórn VIK- UNNAR koma oft óviðkomandi menn, sem róta í myndum og lesa jafnvel einkabréf ef þeir komast í færi til þess. Þetta er eins og bréfritari bendir á, hryggilegt dæmi um menntunar- skort. VIKAN 1. tbl. — 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.