Vikan


Vikan - 02.01.1964, Síða 9

Vikan - 02.01.1964, Síða 9
Takið eftir myndinni hér að ofan. Hún er tekin úr flugvél yfir eldstöðvunum austan og ofan við ITeiðmörk, og það er eins og að sjá ofan í sjóðandi grautarpott, sem skyndilega hefur storknað. Fellið á miðri myndinni heit- ir Stóra Kóngsfell, nokkru nær og til hægri er Drottning, og enn nær og yst til hægri er stór og mikill eldgígur. Handan Stóra Kóngsfells er Heiðmörkin, en handan hennar glittir í Elliðavatn og enn fjær breiðir Reykjavík úr sér. Frá þessum stöðvum hafa undanfarnar aldir runnið sex hraun, sem breitt hafa úr sér í áttina til Reykjavíkur. Eitt þeirra hefur runnið alla leið niður í Elliðaárvog, og renna árnar eftir því í dag. Ekki er ólíklegt að það hraun hafi komið úr gígnum, sem sést á myndinni. Vikan hefur talað við ýmsa menn um þann möguleika, hvort eldgos mundi geta komið upp á þessum stöðvum — og fékk óvænt svör: „Það eru ekki minnstu líkur til þess, að þetta svæði sé útkulnað, og þann möguleika verður að taka af fyllstu alvöru, að þarna verði eldsumbrot hvenær sem er“, sagði einn jarðfræðingurinn. „Ég yrði ekki vitund hissa, þótt það kæmi fyrir á morgun!“ sagði annar. Nú hefur VIKAN gert þetta að raunveruleika, og lætur líklegasta gíginn gjósa. Ýmsir vísindamenn, fræði- menn og ráðamenn hafa verið spurðir um álit sitt, hvernig gosið mundi haga sér, og hvaða ráðstafanir yrðu gerð- ar. Hraunstraumurinn hefur verið áætlaður samkvæmt líkum, og í ljós kemur að hann getur hæglega runnið til Reykjavíkur á skömmum tíma. Þá lendir hann í Gvendarbrunnum og borgin verður vatnslaus, Rafmagns- stöðin við Elliðaár sópast burtu og rafmagn hverfur, H itaveitustokkurinn hverfur í hraunflóðið og vegurinn austur lokast. Þetta er meira en fræðilegur möguleiki. Það eru miklar líkur til að þetta verði — einhverntíma. VIKAN hefur búið til sögu í dramatísku formi, sem fjallar um þessa atburði. Þetta er í senn fróðlegt og lærdómsríkt, og þótt frásögnin kunni að vera óhugnanleg á köflum, verður hún án efa mikið umtöluð og gæti vakið menn til umhugsunar um þessa hættu. Frásögnin hefst nú á næstunni. VIKAN 1. tbl. — Q

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.