Vikan


Vikan - 02.01.1964, Síða 14

Vikan - 02.01.1964, Síða 14
íslenzkir annálar og aðrar skrifaðar frásagnir herma af kraftamönn- um, sem urðu þjóðsagnapersónur, og sögur um hina ótrúlegu krafta þeirra gengu kynslóð fram af kynslóð. Allt frá Gretti hinum sterka Asmundarsyni hafa verið uppi með þjóðinni menn, sem af einhverjum óstæðum voru margra manna makar að afli. Þjóðsögurnar brugðu ljóma yfir þessa menn og afl þeirra svo óhætt er að ganga út frá því sem gefnu. að kraftar þeirra hafa heldur aukizt í meðförunum. Það er einkennilegt, en Islendingar munu hafa haft öllu meiri mæt- ur á kraftamönnum en flestar aðrar þjóðir. Þetta er núna mikið að hverfa, en gamlir menn talg gjarna um annálaða kraftamenn með sérstökum málblæ og slíkri virðingu, að vandséð er, að þeir hafi borið meiri virðingu fyrir öðrum mannkostum. Og annað er athyglisvert: Menn urðu þá helzt annálaðir fyrir krafta á íslandi, þegar þeir voru sterkir í beinum átökum; gátu farið léttilega með þunga hluti. Slíkir menn voru eftir því sem sögur herma manna hæglátastir og gortuðu ekki af kröftum sínum. Þeim var jafnvel illa við að sýna það, hversu sterkir þeir voru, en þegar raunverulega reyndi á — eins og oft kom fyrir í harðri lífsbaráttu fyrri alda, — þá tóku þeir þannveg á, að menn stóðu agndofa. Aftur á móti kom sjaldan fyrir, að menn yrðu annálaðir fyrir öði'uvísi krafta, en fram komu í beinum átökum. Skerpa og sprettharka til dæmis, var ekki neitt til ag gera veður út af. Þó getur um einstaka menn, sem fræknir voru í glímu, án þess að vera kraftamenn, eins og til dæmis Bjarni á Sandhólaferju í Rangórþingi. Hann fleygði kraftajötnum léttilega til jarðar, og það þótti að sjálf- sögðu umtalsvert. Annálar geta um nokkra kennimenn, sem afrenndir voru að afli, en enginn þeirra mun þó hafa staðizt snúning séra Snorra á Húsafelli. Það eru ekki ýkja miklar heimildir til um sr. Snorra; hann var enginn framúrskarandi kennimaður, en skáldmæltur og hefur að minnsta kosti samansettar Jóhönnuraunir. Miklu fremur var sr. Snorri þekkt- ur fyrir galdra og fjölkynngi. Sagt er meira að segja, að hann sé sá maður islenzkur, sem síðastur magnaði seið. Allavega var Snorri uppi á galdraöld; hann er fæddur 1710 og dó 1803. Það gæti þess vegna staðið heima, með seiðinn, því galdrar lognuðust útaf á fslandi á þessu tímabili ævi hans. Þjóðsögur Jóns Árnasonar greina ekki eina einustu sögu af kröftum sr. Snorra, öðrum en þeim, sem hann notaði í átökum við sendingar og allskonar útsendara Sat- ans. Sr. Snorri þjónaði um tíma Stað í Aðalvík á Homströndum, það var fyrir prestskapartíð hans á Húsafelli. Þar um slóðir voru menn ákaflega göldróttir og höíou illa haldið presta sína, sem gerðu sér ómak að snúa beim til kristilegra líf- ernis. Þeir vildu ekki nema takmarkað þýð- ast kristinn sið og báðust undan sálmasöng við greftrun. Snorri var maður sannkrist- inn svo sem einum klerk ber að vera og reyndi hann að siða Strandamenn. Ekki hafði hann annað upp úr því en sendingar, sem honum varð þó ekki meint af sök- um kunnáttu sinnar. Einn nágranni hans var verstur; eitt sinn er þeir voru báðir að huga að bátum niðri við sjó, risti nágrann- inn rúnir á kefli eitt og kvað svo á, að Snorri yrði blindur, ef hann sæi það. Hann fleygði keflinu í sjóinn og rak það á fjöru Snorra eins og til var ætlazt. Snorri varað- ist ekki þennan hrekk, tók upp keflið og varð þegar blindur. En svo mikil var kunn- átta sr. Snorra, að hann greip þá óðar til kveðskapar og kvað af sér blinduna. Tálg- íslendingar hafa alltaf haft miklar mætur á kraftamönnum og sr. Snorri á Husafelli er einn sá fræg- asti meffal þeirra og auk þess göldróttur. Hér segir af sr. Snorra, kvíahellunni á Húsafelli og átök- um nútímamanna við hana. OG KVtAHELLAN A HUSAFELLI — VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.