Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.01.1964, Qupperneq 15

Vikan - 02.01.1964, Qupperneq 15
aði hann rúnirnar af keflinu og fleygði því aftur í sjóinn með þeim ummælum, að það skyldi verða eiganda sínum að bana, ef hann hyggðist vinna illt verk með því. Það sannaðist óðar. Nágranninn, sá hinn göldrótti, hóf þegar ristu að nýju, en hnífurinn skrapp af keflinu og stóð um leið á hol. Samt höfðu þeir Aðalvíkingar mætur á Snorra presti og brugðust reiðir við, þegar hann flutti austur til Borgarfjarðar. Sendu þeir honum þá sendingar, en Snorri var vel á verði og varðist þær all- ar. Svo hermir sagan, að galdramenn þar í Aðalvík kváðu niður skip eitt, sem var í þann veginn að lenda. Fórust þar allir, nema hvað einn var með lífsmarki, þegar að var gáð. Það notuðu galdra- menn sér; þeir mögnuðu í hann líf með særingum og var hann óðar sendur í Húsafeli. Skvldi hann vinna á Snorra. Tvær sögur eru til um það, begar kauði kom á fund Snorra og ber þeim ekki alveg saman í smáatriðum. Einhvernveginn mun Snorri hafa fundið á sér gestakomu, því hann lét kveikja á mörgum kertum svo hvergi bar skugga á í bænum, utan í horni einu. Þar setti hann stól. Er ekki að orðalengja það, að sendiilinn varð hvumsa við, þegar hann sá ljósadýrðina. Lyppaðist hann niður í stólinn í horninu eins og vafa- laust hefur verið til ætlazt. Snorri óð að manninum í fullum skrúða og bauð honum að dreypa á messuvíni. Sendillinn færðist undan því og hellti Snorri bá víninu yfir hann. Þá rann af honum seiður- inn og dó hann eftir að hafa þegið heilagt sakramenti. Halldór Kiljan Laxness hefur skrifað bráðskemmtilegan kafla um sr. Snorra í bók sinni, Brekkukotsannáll. Þar lætur hann Álfgrim, söguhetju bókarinnar, rekja ýmsar minningar af klerkinum á Húsa- felli, eftir því sem Álfgrímur þóttist muna af gömlum bókum í Brekkukoti. Þar segir svo af sr. Snorra: „Séra Snorri var manna mestur og þreknastur og kallmannleg- astur, Þó var hann í flestum íþróttum léttur frammá efri ár, sem draga má af því að hann stökk yfir Hvítá í hrauntaglinu fyrir neð- an á Húsafelli. En þá er hann var Framhald á bls. 40. ViS tókum nokkrar myndir af GuSmundi bónda Pálssyni, þegar hann hóf upp helluna. ÞaS var dögg á jörSu og hellan blaut. GuS- mundur átti í fyrstu í erfiSleikum meS aS festa hönd á henni, en síðan hóf hann hana alveg upp aS andliti. ViS sögSum: — Láttu hana síga aSeins, GuS- mundur, þaS er skemmtilegra aS sjá framan í þig á mynd- inni. ■— Svo GuSmund- ur lét hana síga niSur á brjóstiS.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.