Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.01.1964, Qupperneq 16

Vikan - 02.01.1964, Qupperneq 16
FRA COLOIIZ EftÍP Patpick Reid 2. hluti Patrick Reid, höfuðsmaður í brezka hernum var stríðsfangi ásamt fjögurhundruö öðrum hermönnum nálægt Salzburg í Þýzkalandi. Hann ákvað að strjúka þaðan fyrir jólin 1940, ásamt fimm öðrum meðföngum. Þeir hófu því að grafa göng und- ir kasta’avegginn, þar sem þeir voru fangar, undir mjótt stræti og upp í eldiviðarskúr hjá húsi hinumegin strætisins. Það tók þá sjö vikur að full- gera göngin, og þeir voru tilbún- ir til að flýja. Þeir- klæddust allskonar aðfengnum fötum, og voru tveir þeirra du'klæddir sem konur. Flóttinn hafði verið ákveðinn kl. 5 um morgun, rétt eftir að varðmaður, sem venjulega stóð við eldiviðarskúrinn, var farinn af verði. Þeir vöknuðu klukkan fjögur og héldu niður að göng- unum... ætti maður, sem eftir yrði, að ganga kyrfilega frá útganginum í skúrnum, svo að þar sæjust engin verksummerki, og hægt væri að fara þar út síðar, ef ekki fyndist hitt op ganganna. Til þess að þetta yrði sem auð- veldast og fljótlegast fyrir þann, sem ætti að loka á eftir okkur, útbjuggum við nokkra smákassa, sem hlaða átti hverjum ofan á annan, unz þeir voru næstum jafnháir kofagólfinu. Endanlega væri svo hægt að slétta og þjappa mold ofan á þeim með sléttri spýtu, sem rekin yrtði undan pallinum með brennihlaðanum. Þetta yrði ekki óaðfinnanlegt, en betur gátum við ekki gert, og við vonuðum, að eigandi brenniskúrsins mundi halda, að hænsi hefðu verið að róta í moldinni, eða rotta verið þarna Þegar flóttamannahópurinn væri kominn upp úr göngunum, leikning: Baltasap

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.