Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.01.1964, Qupperneq 18

Vikan - 02.01.1964, Qupperneq 18
ALLS KONAR EFNI AF LÉTTARA TAGINU Alltaf er hún að finna upp á ein- hverju nýju, blessun- in. Já, þetta er eng- in önnur en hún Brigitte Bardot, með svarta hárkollu. Þessir tveir menn, sem eru með henni á myndinni, eru Michel Piccoli, franskur leikari, sá með hattinn, og Jack Palance, amerískur kvikmyndasmiður. Myndin er tekin í Róm, en þar vinna þessi þrjú saman að gerð nýrrar kvik- myndar, þar sem Brigitte er með þetta svarta strý á höfð- inu. Þegar ekki er um nein búningsherbergi að ræða, verður maður að notast við handklæði og bifreið, eins og hertog- inn af Edinborg, þegar hann fer á æfingar í hestapolo, en hann kvað vera mikill garpur í þeirri list. Þegar Josephine Baker var að skemmta verkafólki i Kaup- mannahöfn nýlega, hitti hún Friðrik Danakonung. Þessi mynd er tekin er þau heilsuðust og virðast fagn- aðarfundir með þessum frægu manneskjum. Bæði eru sögð sérstaklega alþýðleg. Ull hrekkjusvíri ganga í gráum peysum — Nei, ég fer víst miklu hærra en þú. —- Ne-hei, ég róla víst miklu hærra en þú. Þetta voru tvær ungar stúlkur, er voru að rífast um livor gæti rólað hærra upp i loftið. Það cnd- aði með því að önnur brast i grát og ætlaði að fara að henda steini í þá, sem sagði að hún færi miklu liærra en hún. Þá kom ég að- vífandi eins og frekja, til þess að skipta mér af efni, sem mér kom ekkert við og afstýrði þar með stríði á milli þessara tveggja stúlkná. Og þegar þær voru búnar að jafna sig, sögðu þær mér livað þær liétu. Önnur var ljósliærð með blá augu og kvaðst heita Aðalheiður Oddsdóttir og væri fjögra ára göm- ul. Hin var dökkhærð með ]>lá augu og hét Fríða Karlsdóttir og var líka fjögra ára gömul. Og er við vorum orðnar vinkonur, sögðu þær mér allt um sína hagi. Þeim fannst báðum J>að skemmtilegasta, sem þær gerðu, væri að róla sér og fara i mömmuleik. Þær kváð- ust eiga margar brúður, sem allar væru agalega sætar. — Ég á lika stóran, stóran bangsa, var sagt fyrir aftan mig, ég sneri inér við og sá lítinn dreng, scm starði á mig. —- Þetta er bróðir minn, sagði Fríða til skýringar. Hann heitir Árni og er tveggja ára, liann ætlar að verða sjómaður þegar hann er orðinn stór. -— Ætlarðu að veiða fisk? spurði ég, en fékk ekkert svar. Hún er að tala við Jiig, sagði Fríða við bróðir sinn, en liann var staðráðinn í að svara mér ekki. -—- Eitthvað verðurðu að gera, sagði systir hans undrandi yfir Jiessari þagmælsku. Þá kom svarið. — Ne-hci, svaraði stráksi kot- roskinn, —• ég ætla bara að vera í búning og stýra skipinu. En systir hans var nú ekki alveg á söniu skoðun. —- Þú verður að vinna eitthvað, sagði liún ákveðið, en stráksi neit- aði þvi eindregið. — Heyrðu, sagði Aðallieiður allt í einu. — Ég hef farið i bíó. En áður en hún kæmist lengra tók hin frammí: Iss, það er ekkert, ég lief oft farið í bíó og meira að segja líka á Dýrin i Hálsaskógi. — Og fannst ykkur gaman? — Já, já, alveg svakalega gaman. —- Heyrðu, segir Friða skyndi- lega. Ég get alveg bitið. — Ha? sagði ég og starði á hana, og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. — Já, sagði hún hreykin, — en ég bít voða sjaldan og ég er að hugsa um að hætta alveg að gera það. — Já, Jiað skalt þú gera, sagði ég og andaði léttar. — Ég á fullt af bókum, sagði Aðalheiður allt í einu. — Ég líka, sagði Fríða, — ég á meira að segja Gagn og gaman, sagði hún og ljómaði af ánægju. — Þið eruð kanski í tima- kennslu? — Nei, segja liær báðar í einu. — En ég kann fullt af kvæðum, segir Fríða. — Og ég líka, ,segir Aðalheiður og sendir mér yndislegt hros. — Og hvað kunnið Jiið, spyr ég? — Ég kann, segir Fríða, -— Siggi var úti, Allir krakkar, Stína og Stjáni og Óli og Berta. — Ég lika, segir Aðalheiður. — Jæja, viljið þið syngja eitt- Jivað fyrir mig? Já, já, J>að var sjálfsagt, svo byrj- uðu þær. ÓIi fór til Bertu bakaríistertu, og bað hana um að kyssa sig. En þá sagði Berta bakaríisterta ef þú vilt ciga mig. — Þið ætlið kanski að verða söngkonur Jjegar þið verðið stór- ar? — Nei, svöruðu Jiær álcveðið. — Þið ætlið Jiá kanski að verða fegurðardrottningar, eins og hún Guðrún Bjarnadóttir? spyr ég og dreg um leið upp mynd af Guð- rúnu til að sýna þeim. — Nei, svara þær báðar jafn ákveðið. Þær ætla ekki að verða fegurðardrottningar. — Hvað ætlið þið J)á að verða? — Við ætlum bara að vera i skóla. —- Eigið þið mörg systltyn? — Ég á sex systkin, segir Aðal- lieiður. — Ég á bara einn liróður, segir Fríða og bendir um leið á Árna. — En ég fæ bráðuin systur. — Nei, segir liróðir hennar ó- ánægður, — ég ætla að fá bróður. Og J)etta eru þau að þrasa um liegar aðal hrekkjusvínið í liverf- inu birtist allt i einu. Hver er hrekkjusvínið? spyr ég. — Það er þessi i hrekkjusvína- Framhald á bls. 41. Jg — VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.