Vikan - 02.01.1964, Side 19
MÁLARINN Jean Fernandel stóð í grasi upp að linjám og málaði
engið, rauðar kýrnar og eikarskóginn í baksýn, þegar vinur lians,
Henry Laborde, sem liaifði staðið ]>ar rétt hjá allan morguninn
og málað, kom til lians og sýndi honum árangurinn.
„Sjáðul Hvernig lízt þér á það?“
Jean Fernandel stakik penslinum upp í sig og sneri sér treg-
lega við. Hann liafði ekki sérlega mikið álit á verkum vinar sjns,
I og þetta léreft, sem hafði verið þakið litum á einum þremur og
hálfum tíma var hvorki frumlegt eða fallegt — hrúga af rauðum og ljós-
bláum strikum og einn gulur og annar grænn blettur, annað var þar ekki.
„Hvað i ósköpunum á þetta að sýna?“ spurði hann.
„Skóginn, kæri vinur! Og engið, sem við stöndum á, Þetta er litasam-
setning, abstraktion, Ég er að liugsa um að senda hana á haustsýninguna.“
„Jæja, svo að þetta er litasamsetning!" tautaði Fer.nand.el. „Mér finnst
þetta nú frekar vera felumynd. Ég verð að segja eins og er að ég skil
ekkert i því, að þú skulir mála svona myndir. Þetta eru í rauninni svik.“
„Svik? Nei, þetta er nútima list, og þú hefur ekkert vit á lienni.“
„Jæja, ég kýs nú sigilda list fram yfir nútímalist," sagði Fernandel.
„Líttu nú á þessar kýr, sem ég var að mála, Meira að segja þriggja ára
barn getur séð hvað þetta á að vera. Nei, góði minn, maður á að vinna
heiðarlega og bera virðingu fyrir listinni, eins og gömlu meistararnir
gerðu. Þessi æpandi litaóreiða, sem þú hefur búið þarna til, er móðgun
við heilbrigða skynsemi. Það er makalaust að svona sk.uli seljast.“
„Ég sel nú ekki allt, sem ég mála,“ svaraði vinur lians ergilegur. ,En hvað
selur þú, ef mér leyfist að spyrja “
„Nóg til að lifa af! Og til að lána þér nokkrar krónur, þegar þú ert
svangur, gamli minn. Ég veit lieldur ekki betur en að ég liafi alltaf feng-
ið góða dóma, þegar ég hef lialdið sýningar.“
„Satt er það,“ sagði Laborde. -,Gagnrýnendur hafa heldur ekkert vit
á list! En þú veizt að ungu málararnir segja, að þú sért bara flinkur
handverksmaður. Já, stunir segja meira að segja, að þú öfundir ökkur,
af þvi að þú stendur fyrir utan þetta og hefur ekki getað fylgzt með
tímanum. Þú gætir bókstaflega ekki rnálað abstrakt mynd!“
„Jú, ]>að gæti ég liægldga! Tiu á dag, ef þú vildir kaupa þær! Nei, kæri
vinur, það er ekki nóg að ganga um með sítt skegg og i flauelisbuxum,
Það útheimtir vinnu og alvöru að verða einhvers virði sem listamaður.
Meira að segja kýr gæli málað abstrakt mynd á borð við þær, sem
þú og kunningjar þínir smyrja á léreftið!“
Mu-u-u-u — . . !
Rauða kýrin, siem stóð rétt hjá þeim, lyfti mátulega halanum og baulaði
svo að glumdi í hæðunum í kring.
, Þarna geturðu sjálfur heyrt," sagði Fernandel lilæjandi. „Hún játar
því! Jæja, ég skal nú ekki stríða þér meira. En við getum veðjað. Þú
skalt mála mynd af þeirri gerð, sem ég er vanur að mála — mynd, sem
fólk skilur, og þar sem þess er gætt, að öll hlutföll séu í bezta lagi. Þú átt
með öðrum orðum að sanna, að þú sért málari. Hins vegar skal ég svo
gera abstrakt mynd i sama stíl og þú. Yið sendum svo báðar myndirnar
á haustsýninguna, og sá okkar, sem eikki fær sína mynd þar inn, cr
skyldugur að bjóða hinum hádegisverð á La Rotonde. Það kemur bein-
linis vatn í munninn á mér við tilhugsunina! ■—• Jæja, tekurðu veðmálinu?
Þorirðu það, gamli minn?“
„Auðvitað. Ég tel það enga áhættu. Þú getur ekki málað abstrakt mynd,
þótt þú værir dáleiddur til þess. Ég tek þessu, vinur, ég tek boðinu!“
„Ágætt, þá er það fastmælum bundið.“
Þá er komið að deginum cftir opnun sýningarinnar. Fernandel sat á
kráni á vistra bakkanum, sem þeir voru vanir að sækja, og las fyrstu gagn-
rýni morgunblaðanna. Öðru hverju brosti hann — myndin, sem iiann
hafði sent, var aðalumræðuefni flestra greinanna og þrjú blaðanna birtu
mynd af abstrakta sólarlaginu hans og ræddu ákaift hvernig hann hefði
snúizt til nútímalistar. Hinn frægi gagnrýnandi Albert Luchaire við Le
Journal sagði, að hann hefði auðgað abstrakta list af nýjum hugmyndum,
já, í rauninni væri hann surretlistiskur Rembrant. Það væri ánægjulegt
að sjá þvílikan kraft og iiæfileika til að endurnýja sig hjá málara, sem
allir hefðu haldið að væri staðnaður í náttúrueftirlíkingu. Framh. á bls. 41.
Smásaga
efftip
Knut Dokker
KYRIN
SEMVAR
SNILUN6DR
“ 19
VIKAN 1. tbl.