Vikan - 02.01.1964, Side 28
Forstjórinn strauk vangann.
„Aha. Og hvernig hafið þér
hugsað yður að hafa hana?“
„Ég hef hana hryllilega, auð-
vitað, með dálitlum kímnikeim
þó.“
Hinn kinkaði kotli og rétti
Hcwson sígarettuhylki sitt.
„Jæja þá, Hewson,“ sagði
liann. „Fáið sögu yðar hirta í
Morgunpóstinum og það skal
bíða yðar fimm punda seðill
hér, þegar yður þóknast að vitja
Iians. En takið eftir. Það er
engin smáraun, sem þér eruð
að takast á hendur. Ég vil geta
reitt mig á yður og vil, að
þér treystið sjálfum yður full-
komlega. Ég játa, að ég mundi
ekki vilja fást við þetta. Ég hef
séð þessar figúrur klæddar og
afklæddar, og ég veit allt um.
hvernig þær eru hiinar til. f
félagsskap annarra get ég gengið
um þarna niðri án þess að láta
mér bregða hið allra minnsta,
en ekkert gæti fengið mig til
að sofa einn þarna niðri hjá
þeim.“
„Því þá?“ spurði Hewson.
„Ég veit ekki. Ég kann ekki
að nefna neina ástæðu. Ég trúi
ekki á drauga. Ef ég gerði það,
myndi ég búast við, að þeir
ásæktu staðina, þar sem þeir
frömdu glæpi sína eða líkamir
þeirra voru lagðir til hvilu, en
ekki kjallara, sém hefur að
geyma vaxmyndir þeirra. Samt
get ég ekki fengið mig til að
dvelja meðal þeirra aleinn að
nóttu til og þola þetta star-
andi augnaráð þeirra. Þegar
öllu er á botninn hvolft tákna
þó þessar vaxmyndir óhuganleg-
ustu dreggjar inannfélagsins, og
■—• þó ég myndi ekki kannast
við það opinberlega — eru gest-
irnir, sem koraa að sjá þær,
ekki beinlinis til fyrirmyndar.
Allt andrúmsloft staðarins er
óhuganlegt, og ef þér eruð næm-
ur fyrir umhverfinu, þá vil ég
aðvara yður um, að þér eigið
mjög svo óskemmtilega nótt i
vændum."
Það hafði Hewson nú reyndar
gert sér ljóst, þegar hugmyndin
flaug honum fyrst í liug. Það
fór hrollur um hann við til-
hugsunina, enda þótt hann brosti
kæruleysislega til forstjórans.
En hann hafði fyrir konu og
börnum að sjá, og undanfarinn
mánuð hafði eina tekjulindin
v’erið greinar úr hraðminnk-
andi varasjóði hans. Þetta tæki-
2g — VIKAN L tbL
færi mátti ekki úr greipum hans
ganga — andvirði heillar sögu
í Morgunpóstinum og fimm
punda seðill að auki. Það þýddi
auð og allsnægtir í viku og
lausn frá verstu áhyggjunum i
hálfan mánuð. Auk þess gæti
það leitt til tilboðs um stöðuga
atvinnu, ef hann skrifaði söguna
vel.
„Vegir misindismanna — og
blaðamanna — eru oft hrjúfir,“
sagði hann. „Ég hef þegar sætt
mig við tilhugsunina um að
eiga hér óþægilega nótt, þvi
morðingjadeild yðar er áreiðan-
lega ekkert í líkingu við svefn-
lierbergi á hóteli. En ég trúi
ekki, að vaxmyndir yðar komi
til með að raska ró minni.“
„Þér eruð ekki hjátrúarfull-
ur?“
„Ekki hið minnsta,“ sagði
Hewson hlæandi.
„En þér eruð blaðamaður. Þér
hljótið að hafa auðugt imynd-
unarafl.“
„Ritstjórarnir, sem ég hef
starfað hjá, hafa alltaf kvartað
undan þvi, að ég hafi það alls
ekki. Staðreyndirnar einar hafa
aldrei þótt fullnægjandi í mínu
starfi, og hlöðin kæra sig ekki
uui að ala lesendur sina á ó-
krydduðu fóðri.“
Forstjórinn brosti og reis á
fætur.
„Einmitt,“ sagði hann. „Ég
lield að siðustu gestirnir séu
nú á hrott. Biðið andartak. Ég
ætla að gefa fyrirmæli um, að
ekki sé breitt yfir figúrurnar
þarna niðri, og látið næturverð-
ina vita af yður. Svo skal ég
fylgja yður niður og sýna yður
hið markverðasta."
Hann lyfti tólinu á innanhúss-
simanum, sagði nokkur orð i
það og lagði það svo frá sér
eftir skamma stund.
„Ég er hræddur um, að ég
verði að biðja yður að full-
nægja einu skilyrði,“ sagði hann.
„Ég verð að biðja yður um að
reykja ekki. Það var gefin að-
vörun um eldhættu í morðingja-
deildinni í kvöld. Ég veit ekki
hver gaf hana, en allavega reynd-
ist hún ekki á rökum reyst. Sem
betur fer voru fáir þarna niðri,
þegar þetta viarð, að öðrum
kosti hefði mátt búast við ring-
ulreið. Jæja, ef þér eruð nú
tilbúinn, skulum við koma.“
Hewson fylgdi forstjóranum
gegnum nokkur herbergi, þar
sem umsjónarmenn voru i óða
:.iíl i. . ■'tí IB E ' Jj
önn að breiða yfir kónga og
drottningar Englands, herfor-
ingja og fræga stjórnmálamenn
liðinna kynslóða, úrtalc þeirra
manna, sem vegna frægðar sinn-
ar eða illræmsku, töldust hæfir
aðilar að þeim ódauðleika, sem
hér var um að ræða. Forstjór-
inn stanzaði einu sinni og tal-
aði við einkennisklæddan mann
um hægindastól í morðingja-
deildinni.
„Ég er hræddur um, að betur
getum við ekki gert,“ sagði hann
við Hewson. „Ég vona þó, að
þér getið sofnað.“
Hann gekk á undan gegnum
opnar dyr og niður illa lýst
steinþrep, sem óliuganlega
minntu á inngang að dyflissu.
í ganginum fyrir neðan sáust
fyrstu merki óhugnaðarins, svo
sem minjar frá kaþólska rann-
sóknarréttinum, piningarbekk-
ur úr miðaldakastala, brenni-
mörk, þumalskrúfur og fleiri
minjar um fyrrverandi grimmd
manna við náunga sína. Fyrir
enda gangsins var morðingja-
deildin.
Hún var i óreglulegum sal
með hvolfþaki, dauflega lýstum
með rafljósi, er logaði í skál-
um úr hrímuðu gleri. Af ásettu
ráði var staðurinn hafður ó-
hugnanlegur og fráhrindandi, og
hann kom gestum sinum til að
tala í hálfum hljóðum. Staður-
inn minnti e. t. v. á kirkju, -—
kirkju, sem ekki lengur er helg-
uð guðsdýrkun, heldur tilbeiðslu
þess, sem auðvirðulegast er og
guðlausast.
Vaxgerðir morðingjarnir stóðu
á lágum pöllum með númeruð-
um spjöldum. Hefði maður séð
þá annars staðar án þess að vita
hverjir þeir voru, þá hefði
manni fundizt þeir óhrjálegur
hópur, aðallega eftirtektarverðir
vegna óþrifalegs útlits, og sem
tákn um breytileika tizkunnar
jafnvel meðal hinna tildurlausu.
Hér stóðu fulltrúar glæpa-
mennsku siðustu tíma i rykugri
samveru með hinum eldri.
Thurtell, sá sem myrti Weir,
var mótaður eins og hann væri
að gefa hinum unga Bywaters
bendingu. Þarna var Lefroy,
fátækur snobbari, sem myrti i
auðgunarskyni, svo hann gæti
apað heiðursmenn. Fáein skref
frá honum sat frú Thompson,
hin ástleitna, sem var hengd
til að blíðka sært kveneðli hinna
brezku millistéttarkvenna. Charl-
es Peace, sem í safni allra þess-
ara svörtu sauða virtist jió taka
öllum fram, horfði fyrirlitlega
yfir ganginn á Norman Tliorne.
Browne og Kennedy, sem síð-
ast höfðu hætzt í hópinn, stóðu
milli frú Dyér og Patrick Mah-
on.
Forstjórinn gekk um með
Hewson og vakti atliygli hans
á hinum nafngotuðustu þessara
illræmdu varmenna.
„Þetta er Crippen. Ég hýzt
við, að þér kannizt við hann.
Lítilfjörlegur óþokki, sem virð-
ist ekki geta gert flugu mein.
Þarna er Armstrong, — á svip-
inn eins og heiðvirður og mein-
laus sveitamaður, ekki rétt?
Þetta er Vaquier gamli. Maður
villist ekki á honum vegna bart-
anna. Og þetta er auðvitað .. .“
„Hver er þetta?“ Hewson
liafði gripið frammi fyrir honum
hvíslandi og benti.
„A, ég var að koma að hon-
um,“ sagði forstjórinn lágt.
„Komið og lítið á hann. Hann
er okkar stærsta númer. Hann
er sé eini í hópnum, sem ekki
hefur verið hengdur.“
Styttan, sem Hewson hafði
bent á, var af smávöxnum,
grönnum manni, ekki mikið yfir
fimm fetum á hæð. Hann var
með lítið vaxborið efrivarar-
skegg, stór gleraugu og klæddur
víðri kápu. Svo var allt fas
hans franskt, að það minnti
H'ewson einna helzt á skop-
stælingu af Fransmanni. Hann
gat ekki gert sér grein fyrir
þvi, hvers vegna honum fannst
meinleysislegur svipurinn svo
fráhrindandi, en hann hafði ó-
sjálfrátt hörfað fáein skref, og
jafnvel i nærveru forstjórans
veittist honum örðugt að líta
styttuna aftur.
„En hver er þetta?“ spurði
hann.
„Þetta,“ sagði forstjórinn, „er
dr. Bourdettei“
Hewson hristi höfuðið hugsi.
„Mér finnst ég kannast við
nafnið,“ sagði hann, “en ég get
ekki munað í hvaða sambandi.“
Forstjórinn brosti.
„Ef þér væruð Frakki, mund-
uð þér muna betur,“ sagði hann.
í langan tima var þessi
maður ógnvaldur Parísarborgar.
Á daginn stundaði hann lækn-
ingastörf, en á kvöldin, þegar
hann fékk köst, slcar hann fólk
á háls. Hann drap af einskærri
Framhald á bls. 30.