Vikan


Vikan - 02.01.1964, Side 32

Vikan - 02.01.1964, Side 32
VIK n * _ 4 ’hLiPftap Í;I£Í! Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Ilrútsmerkið (21. marz—20. apríl): Þú átt við eitthvert vandamál að etja, en gagn- stætt allri venju koma lausnirnar fyrirhafnarlaust upp í hendurnar á þér. Þú skalt gefa gaum að þess- ari heppni þinni, þvf þú kannt að geta notfært þér ýmislegt 1 þessu sambandi seinna meir. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí); Þ5 að eitthvað blási á móti þér, þá skaltu ekki kippa þér upp við það, því þetta er aðeins bund- ið við mjög stuttan tíma. Þú nærð betri árangri í samskiptum þínum við aðra, ef þú lætur jafnt yfir alla ganga, og beitir lipurð í stað þvinganna. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Þú ert ósáttur við einhvern, en fremur en að láta undan freistingunni til að segja álit þitt á hlutunum, skaltu forðast umgengni við umrædda persónu. Eldri maður mun bjóða þér fjárhags- aðstoð, sem þú skalt íhuga vandlega. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Skjóttu þér ekki undan refsingú, sem þú hefur fyllilega unnið til vegna gáleysis. Hugleiddu, hvort þú ætti ekki að taka þér ný verkefni á hendur, annað hvoi t í félagslífi eða einhverju sem gefur gróðavon. Vertu ekki mikið út á við eins og stendur. Ljónsmerkið 24. júlí—23. ágúst): Öfundsjúk manneskja reynir að spilla fyrir þér, en vertu réttsýnn og láttu engann komast upp með það að gera lítið úr hamingju þinni og sá illgresi óánægjunnar í huga þér. Það væri vitur- legt ef þú legðir nokkurn hluta tekna þinna til hliðar. Meyjarinerkið (24. ágúst—23. september): Kunningi þinn hefur ágirnd á eign sem þér til- heyrir eða ef til vill fjármunum þjnum, en að svo stöddu er ekki ástæða til þess að þú hleypir honum nær þeim en orðið er. Haltu þig að þeim störfum sem eru knýjandi, því þú getur ekki almennilega hvílt þig fyrr en allt er klappað og klárt. Vogarmcrkið 24. september—23. október): Þú skalt athuga vel hvort þeir fjármunir sem þú berð úr býtum með striti þínu, fara ekki í hluti, sem vart eru nokkurs virði. Lærðu að njóta þeirra ávaxta, sem þú hefur sjálfur skapað, hamingja þín er mikið komið undir afstöðu sjálfs þíns til þess sem þú hefur. m [ M : Wk\ Wmm wmm Drekamerkið (24. október—23. nóvember); Þú færð nýjan þrótt og vilja til að iagfæra það sem miður hefur farið að undanförnu. Þú færð tæki- færi til þess að nota hæfileika þína til hins ýtrasta. Láttu álit annarra ekki trufla gerðir þínar, því þú ert fullkomnlega fær um að vinna sjálfstætt að þessum málum. ©Bogamannsmerkið (24. nóvember—21. desember): Þessi vika mun reynast þér óvenjuleg á einhvern hátt, það geta skeð hlutir sem þú gleymir seint. Þú verður mikið á ferðinni og átt venju fremur annríkt. Þessir dagar verða útlátasamir hvað snert- ir fjármálin. Notaðu helgina til að hvlía þig. .{áSfc. Geitarmerkið (22. desember—20. janúar): mmri Það standa fyrir dyrum einhverjar breytingar á högum þjnum, ef til vill flyturðu í nýtt umhverfi eða umgengst mikið fólk, sem þú hefur lítii kynni af. Þú ert önnum kafinn við að útbúa eitthvað sem þú ætlar að gieðja aðra með. Heillatala er 9. Vatnsberamcrkið (21. janúar—19. febrúar): Hafðu vaðið fyrir neðan þig á sviði fjármálanna og tileinkaðu þér þær hugmyndir og aðferðir, sem skapa mesta velgengni og gefa mestan árangur. Þú verður að leggja tii hliðar, að minnsta kosti um stundarsakir, verkefni sem þér er kært að vinna að. ©Fiskamerkið (20. febrúar—.20, marz); Vertu vel á verði og láttu sem fæst framhjá þér fara, því verið getur að þú sért að detta í lukkupottinn. Þetta gæti þýtt að þar með væri fjárhaginum borg- ið, og þú gætir varpað öndinni léttar. Láttu það ekki aftra þér þó þú verðir að leggja nokkuð á þig tii að bera sem mest úr býtum. — VIKAN X. ttol. sveipum. Dr Bourdette lyfti kaíSl- inum, svo að liann kæmist undir hann, steig af pallinum og sett- ist svo á pallsbrúnina andspæn- is Hewson. SiSan kinkaði hann kolli, brosti og sagði: „Gott kvöld.“ „Þess gerist vart þörf,“ hélt hann síðan áfram á svo prýði- legri ensku að varla örlaði á erlendum hreimi, „að ég segi yður, að það var ekki fyrr en ég heyrði á tal yðar og hins ágæta forstöðumanns þessarar stofnunar, að ég liafði hugmynd um, að mér hlotnaðist sú á- nægja að eyða nóttinni hér i góðum félagsskap. Þér getið nú hvorki hreyft yður né mælt orð af vörum án vilja míns, en þér lieyrið ágætlega í mér. Ég hcf grun um, að þér séuð dá- lítið -— ja, eigum við að segja, taugaóstyrkur? Herra minn, ger- ið yður engar grillur. Ég er ekki ein af þessum bjánalegu fígúr- um þarna, sem hefur skyndi- lega vaknað til lífsins eins og fyrir kraftaverk: Ég er dr. Bourdette sjálfur.“ Hann gerði hlé á máli sinu, hóstaði og teygði úr fótunum. „Fyrirgefið," hélt hann svo áfram, „en ég er dálitið stirð- ur. Og nú skal ég skýra þetta fyrir yður. Ýmsar ástæður, sem ég tel ekki þörf á að nefna, hafa gert það að verkum, að mér þótti henta að flytja til Englands. Ég var staddur ná- lægt þessari byggingu í kvöld, þegar ég varð var við lögreglu- þjón, sem mér þótti gefa mér helzt til nánar gætur. Mig renndi i grun, að hann hygðist veita mér eftirför og e. t. v. spyrja mig nærgöngulla spurninga, svo mér þótti ráðlegt að láta fólks- mcrgðina skýla mér og lét ber- ast hingað inn með straumnum. Smávægileg aukaútgjöld tryggðu mér aðgang að sal þeim, sem við höfum nú hitzt i, og ó- vænt hugdetta sýndi mér leið, sem myndi gera mér kleift að komast undan. Ég kallaði upp að eldur liefði brotizt út, og þegar allir aularnir höfðu forð- að sér upp stigana, færði ég vaxlíkanið mitt úr frakkanum, sem þér sjáið mig nú í, fór í hann, faldi styttuna undir pallinum aftanverðum og fór svo sjálfur upp á pallinn í þess stað. Ég skal játa, að ég lief átt mjög erfitt kvöld, en til allrar hamingju gláptu menn ekki ein- göngu á mig, svo að öðru hverju gat ég leyft mér að draga djúpt að mér andann og setja mig í þægilegri stellingar. Einn smá- strákur æpti þó upp, að hann hefði séð mig hreyfast. Honum var hótað flengingu og að hann skyldi beint i rúmið, þegar heim kæmi, og ég vona, að sú hótun hafi verið framkvæmd. Lýsing forstjórans á mér, sem ég því miður neyddist til að heyrá, var hlutdræg, en þó alls ekki fjarri lagi. Dauður er ég greinilega ekki, þó vel fari á þvi að menn lialdi, að svo sé. Frásögn hans af frístunda- gamni minu, sem ég hef stund- að um árabil, þó af illri nauð- syn minna nú upp á síðkastið, var í aðalatriðum rétt, þó liún væri ekki gáfulega orðuð. Mönn- um má skipta í tvo flokka: Þá sem eru safnarar, og liina, sem engu safna. Hinir síðarnefndu skipta okkur engu. Safnararnir hinsvegar safna öllu milli liimins og jarðar, hver eftir sínum smekk, allt frá peningum til tómra sígarettupakka, frá inaur- um til eldspýtnastokka. Ég safna hálsurn." Enn gerði hann hlé á máli sinu og virti fyrir sér liáls He'wsons af áhuga, sem þó var ekki án vanþóknunar. „Ég á það tilviljuninni að þakka, að við hittumst hér i kvöld,“ hélt hann áfram, „og kannske væri vanþakklátt að kvarta. Af tillitssemi til míns persónulega öryggis hafa mér boðizt fá tækifæri til starfo síðustu árin, og ég fagna því að eiga þess nú kost að láta eftir minni nokkuð svo óvenju- legu sérvizku. En þér hafið hor- aðan háls, herra minn, ef mér leyfist að segja svo. Ég myndi aldrei hafa valið yður, ef ann- að hefði komið til greina. Ég kýs helzt menn mcð gilda liálsa — gilda, rauða hálsa ...“ Hann fór í vasann innan á kápu sinni og tók fram ein- hvern hlut, sem hann tók til við að strjúka fram og aftur eftir vinstri lófa sínum. „Þetta er lítill franskur rak- hnífur,“ sagði hann ibygginn. „Þeir eru mikið notaðir á Eng- landi, en e. t. v. kannist þér við þá? Þeir eru hvattir á tré. Blað- ið, eins og þér sjáið, er mjög þunnt. Þeir rista ekki mjög djúpt, en þó nógu djúpt. Eftir andartak munuð þér sjá það sjálfur. Og nú legg ég fyrir yður kurteisisspurningu allra sannra rakara: Er rakhnífurinn við yðar hspfi, herra minn?“ Hann reis á fætur, smávaxinn en ógnvekjandi imynd hins illa, og nálgaðist Hewson hljóðlaus- um skrefum, eins og tigrisdýr í veiðihug. „Má ég biðja yður að vera svo góður,“ sagði hann, „að lyfta höku yðar örlitið. Þakka yður fyrir. Og aðeins betur nú. Og ögn enn. A, þakka yður ... Merci, msieur ... A, merci... merci ...“ í öðrum enda salarins var loftgluggi úr þykku, hrímguðu gleri, og á daginn bárust inn um hann frá hæðinni að of- an daufir og veikir ljósgeislar. Þegar birti af degi og þessir geislar blönduðust ljósi raf- magnsperanna, magnaði þessi

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.