Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.01.1964, Qupperneq 34

Vikan - 02.01.1964, Qupperneq 34
Um leið og hann byrjaði að skríða eftir göngunum, heyrðum við til hestvagns, sem nálgaðist. „Hættu, Dick, bíddu!“ hvíslaði ég í flýti, og svo sneri ég mér að hinum: „Raðið ykkur upp við vegginn og bærið ekki á ykk- ur!“ Andartaki síðar kom vagninn í ljós, en ekillinn leit hvorki til hægri né vinstri og ók sína leið, án þess að gruna nokkurn skap- aðan hlut. Þá drógum við Dick upp úr göngunum. Ég sagði hon- um frá því ,sem hann vissi þeg- ar: „Við erum á eftir áætlun. Hinn „öruggi'“ hálftími okkar er á enda, og konan getur komið út hvenær sem er. Einhver í hópn- um verður að koma þeim fyrir þessum“, bætti ég við og benti á hespuna og lásinn. „Það tek- ur fimm mínútur. Bætið svo 25 mínútum við, þar til við erum komnir af stað allir sex“. „Það tekur Scarlet fimmtán mínútur að ganga kyrfilega frá opinu á göngunum", sagði Dick. „Klukkan er nú orðin 6,35. Það táknar, að hún verður 7,15, áður en allt verður komið í lag“. Við litum hver á annan og ég sá, að hann gerði sér grein fyrir hugsunum mínum. Við höfðum svo oft farið yfir allar tímaákvarðanir. „Mér þykir fyrir þessu, Dick! Konan hefir aldrei verið seinna á ferli en klukkan sjö, og hún getur komið á hverju andartaki. Þú neyðist til að loka öllu sam- ah og koma á eftir okkur á morg- un“, bætti ég við og rétti hon- um skrúfjárnið. Svo hélt ég áfram: „Gættu þess að leyna uppganginum vandlega. Flótti sjálfs þín er undir því kominn". Ég setti á mig köflótta klút- inn, opnaði rimlahurðina og gekk út í sólskinið. Ég beygði fyrir hornið út á hliðargötuna og trítl- aði eins og ég taldi að miðaldra sveitakona mundi gera, og mér fannst, að augu varðmanna brenndu axlir mínar. Ég beið eftir skoti. Gatan var næstum mannlaus. Tveir menn voru að þvo verzlunarglugga, veitingamaður hengdi matseðilinn við dyrnar hjá sér, og stúlka sópaði gang- stéttina. Einn eða tveir hjólreiða- menn fóru framhjá, en annars hvíldi kyrrð og svefndrungi yfir bænum. Menn litu sem nöggvast á mig, en enginn virti mig við- lits til lengdar. Þegar ég hafði gengið um tvö hundruð metra, heyrði ég þungt fótatak tveggja manna að baki mér. Þeir gengu í takt, og þegar ég stefndi yfir lítið torg að brú yfir ána, nálgaðist fótatakið greinilega. Mér var veitt eftir- för: Tortrygginn varðmaður hafði sent menn á eftir mér. Þeir hlupu ekki, af því að þeir voru hræddir um að ég mundi líka hlaupa. Svo náðu mennim- ir mér og fóru fram hjá mér. Þá sá ég að þetta voru Rupert og Peter. Ég hafði ekki búizt við þeim svona fljótt á eftir mér. Um hundrað metra frá brúnni beygði ég til hægri og fór á eftir þeim. Við höfðum ákveðið að fara út fyrir bæinn eftir stíg meðfram járnbrautinni og hitt- ast í skóginum utan við bæinn, um hálfan kílómetir frá honum. Þoka var í loftinu og horfur á heitu veðri um daginn. Ég fylgdi járnbrautinni nokkurn spöl og leitaði hælis inni á milli trjánna, þegar lest fór framhjá. Svo hélt ég áfram, því að ég gerði ráð fyrir, að hinir mundu bíða eftir mér. En þegar ég sá ekkert til þeirra nokkra hríð, fór að fara um mig. Ég blístraði því, en enginn svaraði. Ég hélt göngunni hægt áfram og blístraði á með- an þekkt lag. Þeir hlutu að vera í grenndinni, en samt heyrði ég ekkert til þeirra. Svo heyrði ég allt í einu skothvell og hundgá í fjarska. Ég þaut inn á milli trjánna, afréð að fela mig og hafa fataskipti í skyndi. Ég gat ekki haldið göngunni áfram i þessum heimagerðu pilsum, sem skrýddu mig. Ég var í nánd við ána og kom brátt að hávöxnum seffláka, þar sem ég hóf fataskiptin. Kulkkan var 15 mínútur yfir sjö. Skothríðin hélt áfram með nokkrum hléum og hundgáin nálgaðist. Ég var skelfingu lost- inn, sannfærður um, að leit væri hafin ,og ég mundi ekki finna hina framar. Rupert hafði eina áttavitann okkar, ágætan átta- vita, sem hann hafði fengið hjá öðrum foringja og getað geymt, þrátt fyrir allar leitir Þjóðverja. Ég mundi ekki komast langt áttavitalaus. Loks heyrði ég fótatak, sem nálgaðist eftir skógargötu skammt frá sefflákanum. Ég hnipraði mig saman, en létti svo, því að þetta voru félagar mín- ir. „Ég bjóst ekki við að sjá ykk- ur framar", sagði ég, meðan ég flýtti mér að hafa fataskipti. „Ég var einmitt farinn að hug- leiða, hvernig ég kæmist til Júgóslavíu áttavitalaus“. „Hvaða skothríð er þetta?“ spurði Peter. „Hef ekki hugboð um það“, svaraði ég. „Líklega hafa menn komizt að flóttanum og byrjað leit að okkur. Ætli við verðum ekki að fara í felur?“ „Mér finnst, að þetta sé eins og það berist frá æfingaskot- braut“, sagði Rupert. „Hvers vegna höfum við þá ekki heyrt neina skothríð áður?“ spurði ég. „Og hvernig ætlar þú að gefa skýringu á hundgánni?" „Þetta eru bara þorpshundarn- ir, sem hafa orðið æstir vegna skothríðarinnar". „Heyrðu, Rupert, við höfum aldrei heyrt neitt þessu líkt áður, og ég er viss um, að þeir eru farnir að leita að okkur, svo að það er bezt að reyna að finna gott fylgsni án tafar“. „Ég þori að veðja fimm pund- um að þetta er aðeins æfinga- skothríð. En við getum að minnsta kosti ekki falið okkur hér. Við erum alltof nærri búð- unum til þess. Við skulum reyna að koma okkur sem lengst héð- an í hvelli". Vði stefndum nú í áttina til hás, skógivaxins áss, sem var í suðurátt, en þangað ætluðum við einmitt. Þaðan mundi verða ágæt útsýn. Við fórum yfir járn- brautina, veg og nokkra akra, áður en við komum inn á milli trjáa aftur. Við hlupum næstum við fót, þó að Rupert reyndi að fá okkur til að ganga eðlilega. Hann var rólegastur af okkur. Þegar við vorum komnir í skjól bak við trén, smurðum við stíg- vélin okkar með þýzku sinnepi, sem við höfðum haft meðferðis, til að blekkja hundana, og síð- an héldum við áfram upp eftir ásnum. Við heyrðum til skógar- höggsmanna og forðuðumst að koma nærri þeim. Við vorum loks komnir upp á ásinn klukk- an níu um morguninn. Við lágum í háu grasinu í rjóðri í skóginum og dottuðum. Við töluðum naumast saman. Sólin skein af heiðum himni, og það var dásamlegt að vera lif- andi úti í guðs grænni náttúr- unni. Um hádegisleytið risum við svo upp og átum knappan skammtinn okkar. Við höfðum gert ráð fyrir, að maturinn gæti enzt í tólf daga. Hver um sig drakk munnfylli vatns úr vatns- flösku sinni, og svo ræddum við lítillega um, hvaða möguleikar væru á, að Dick og hinir gætu komizt undan daginn eftir, og svo héldum við áfram að láta okkur dreyma. Þetta var undursamlegur eftir- miðdagur. Sól hné til viðar og loftið varð svalara. Ég hefi sjaldan lifað sælli dag. Stríðið virtist óraunverulegt. Þegar dimmt var orðið, héldum við af stað niður brekku gegnum skóg- inn — í suðurátt, í átt til Júgó- slavíu. Um 250 km. voru þang- að — handan fjallanna í Austur- ríki. Við gerðum ráð fyrir að geta komizt þangað á tíu dög- um. HANDSAMAÐIR. Við höfðum herforingjaráðs- kort, sem náði yfir 100 km. leið- arinnar. Það sýndi allar hæðar- línur, og jafnvel örsmá þorp og fjallagötur voru mörkuð á það. Tungl var ekki komið upp, og varð því brátt niðdimmt. Við vorum á ferð í þéttu kjarri, svo þéttu, að okkur miðaði lítt áfram, og við breyttum stefnu úr suðri til suð-austurs til að betur sækt- ist. Eftir tvær stundir vorum við komnir út úr skóginum og greikkuðum sporið, því að við gátum fylgt stjörnum, sem við gátum áttað okkur á með að- stoð áttavitans. Þurftum við þá aðeins að líta á hann á klukku- stundarfresti og skipta um leið- arstjörnu eftir því sem stjörnu- merkin fluttust um festinguna. Við gengum í halarófu með löngu millibili og skiptumst á að fara fyrir, en sá, sem það gerði, bar hvítan vasaklút á bak- inu og aðvaraði hina um hættur eða torfærur, sem hann varð var við. Hnutum við þó oft. Við forð- uðumst bændabýlin, en hundarn- ir á þeim urðu okkar varir og létu okkur heyra til sín. Við vissum, að engin fljót voru á vegi okkar, en oft urðum við að vaða yfir læki. Laust eftir mið- nætti námum við staðar til að eta. Þegar fór að nálgast dögun, svipuðumst við eftir fylgsni og fundum það í litlum lundi fjarri mannabústöðum. Við höfðum þá aðeins farið 20 km. og fannst okkur það lítið. Okkur kom varla dúr á auga og biðum að- eins eftir að komast af stað aft- ur. Næstu nótt fórum við svo fyrst um breiðan dal, en nú fór að ganga verr, því að við gerð- umst sárfættir og fengum blöðr- ur á fæturna og síðan fleiður. Peter var verst á sig kominn að þessu leyti, því að hann var í lánsstígvélum, sem ég hafði varað hann við að fara í, en hann beit á jaxlinn og reyndi að láta þetta ekki á sig fá. Við komum að fjallahéraði, þar sem var margt straumþungra lækja, fossa og djúpra gljúfra. Þarna var skógur mikill og langt var milli bæja, sem voru allir í rjóðrum í skóginum. Veður hafði verið gott frá upphafi, og á þriðja degi flóttans ákváðum við að halda göngunni áfram í björtu. Síðjla dags réðum við ekki lengur við óþolinmæðina og héldum af stað. Eftir að hafa klifið bratta fjallshlíð, komum við að tærum fjallalæk, þar sem urriðar léku sér í björtum hylj- um. Rupert“, sagði ég, „þetta stenzt ég ekki. Fötin mín eru rennandi vot, og ég er votur af svita. Ég ætla að fá mér bað hérna“. Við fórum allir í hressandi bað í læknum, meðan svitarök föt okkar þornuðu í sólinni, og svo sátum við með fæturna hang- andi niðri í vatninu, þar til við fundum varla fyrir þeim að síð- ustu. Þegar við héldum af stað aftur, gengum við sem á skýj- um. Landið varð æ erfiðara yfir- ferðar, svo að við urðum brátt að fara eftir götum og gripa- stígum, til þess að okkur mið- aði eitthvað að ráði. Rákumst við þá í fyrsta skipti á menn á ferð. Áður höfðum við sloppið naumlega við pilta og stúlkur úr Hitlersæskunni, sem við höfð- — VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.