Vikan


Vikan - 02.01.1964, Síða 37

Vikan - 02.01.1964, Síða 37
STANDARD TRIUMPH NÝR BlLL FRÁ LEYLAND. TRIUMPH 2000 TRIUMPH 2000 TRIUMPH 2000 TRIUMPH 2000 TRIUMPH 2000 er byggður þannig að ökumaður og farþegar hafi sem mesta ánægju af vagninum. er byggður til að þola mikla áreynslu, erfiða vegi og endast lengi án þess að hægt sé að sjá það á honum. er mörgum flokkum betri en verðið gefur til kynna. er ekki stærri en fyrirrennarar hans en hann hefur flest þau þægindi, styrkleika, útliit og getu, sem aðeins finnast í dýrustu gæðaflokkum bifreiðasmiðja. sameinar á bezta hátt ítalskt útlit (nýjasta útlit frá Michelotti) og enska vandvirkni í öllu sem viðkemur bifreiðaiðnaði. Almenna verzlunarfélogið h.(. Box 137 - Laugavegi 168 Sími 10199 - Reykjavík voru hinir, sem tóku að sér að svara fyrir ykkur. Skiljið þér, það var sagt, að yður væri sakn- að við nafnakallið síðdegis á laugardag. Þér strukuð um nótt- ina. Það liggur því í augum uppi, að einhver leyndi flóttanum fyrir yður um morguninn. Þér viður- kennið þá, að þér strukuð um nóttina?" ,,Ég viðurkenni ekkert“. Framhald í næsta blaði. FÓLK AF KONUNGA- KYNI FKAMHALD AF BLS. 11. og hún teygði út úr sér tyggjóið: „Get ekki skipt þessu. Farðu með þctta í húðina hinum megin við götuna, þeir skipta þvi“. Ég beygði mig og hlýddi orðalaust. Ég sá, það í liendi minni, að stúlkan átti ekki heima í búðinni. Hún var fædd til að gefa skipanír við fj'ilmenna hirð. Ég fer afar sjaldan i veitinga- hús. Það er vegna þess, að mér finnst átakanl-egt að sjá konung- borna menn í hlutverki þjóna. Mér dettur ekki i hug að -firtast við þó þeir afgreiði mig með sýnilegri ólund, þvi hvað er eðlilegra. Ég nrundi þvert á móti líta á hvern þann þjón með með- aumikun, sem tæki upp á þvi að vera á þrnum i kringum mig, spyrja mi-g livers ég óskaði i tíma og ótima og endaði kannski með því að hjálpa mér i frakkann. Að vísu veit ég það, að góð þjón- usta er lofuð og prísuð um allan heim, en það eru að nrinu viti takmörk fyrir þvi, livað göfug- lega ættað fólk getur leyft sér að stíga langt niður í þeim efnum. Þetta kann að stuða þá menn út- lenda, sem hingað koma og ekki -haifa verið informeraðir um upp- runa íslendinga. En útlendingar skilja yfirl-eitt allt royalitet af- skaplega vel og mund-u bara bukka sig i auðmýkt i stað þess að þjónustufólk bukki sig fyrir þeim. Ég get ekki skilið svo við þetta efni, að ekki minnist ég á þann hágöfuga kjarna vors aðals, sem telur sér sæmra að vinna i þágu rikis og bongar en gegna öðrum störfum. Þ-etta er það, sem útlent konungaifólk oft og tíðum gerir; markísar, barónar og lénsherrar hafa gjarna stöðu (það má ekki rugla þvi saman við starf) hjá því opinbera. Það skcður sjaldan, að ég þurfi að ónáða þetta fólk. Helzt kemur ])að fyrir, þegar ég borga útsvar- ið mitt eða fasteignagjöldin. Þá I)íð ég stilltur og prúður fyrir framan afgreiðsluborðið, þar til Mogginn Al])ýðub]aðið og Tím- inn eru búin að gan-ga liringinn á skrifstofunni og allir orðnir leiðir á svipinn. Þá er lika oft liðið nærri matmálstima og menn orðnir svangir og súrir í -fra-man. Annaðhvort labba ég þá út og kem aftur svona tveim t-ímum sið- ar til þess að hitta þá sadda og þarafleiðandi i betra skapi. Eða þá, að ég gerist töff strax fyrir liádogi og hampa miskunnarlaust tilkynningunni um greið-sluna. Mér hefur alltaif fundist, að það væri óhætt að koma fram af ein- urð við konungborið fólk í þjón- ustu hins opinbera. Það er allt annað heldur en með þjóna og verzlunarfólk. Stundum -gleðst ég y-fir því nieð sjálfum m-ér, hvað einstaka m-enn kunna sig og hegða sér i samræmi við sitt stand eftir hvorki meira né minna en þúsund ára búsetu þjóðarinnar í þessu landi. Það sýnir, að blátt blóð er þét-t í sér og þynnist ekki auðv-eldlega út, jafnvel þó tilkomi írar, sem bæði liafa rautt blóð og rautt hár. Ég er nú ekki ýkja hagvanur í bönkunum, en þó þunfti ég að Iiafa 'tal af bankastjóra i einum hinna elztu og virðulegustu þess- ara stofnana. A-f tilviljun átti ég leið framhjá bankanum hálftlma fyrir -opnun og tók þá -eftir bið- röð ulan dyra. Þar fregnaði ég, að menn væru þegar byrjaðir að bíða eftir bankastjórunum. Svo ég tók mér stöðu i röðinni, sem óx um tiu prósent á rnfnútu eins og Kinverjar. Svo kom að því, að klukkan á Lækjartorgi varð tíu og lyklinum var snúið i skránni. Menn þren-gdu sér inn um dyrn- ar, olboguðu sig upp stigana og neyttu a-flsmunar, ef einhver var. írar, datt mér i hug og sá um 1-eið, að sumir voru rauðhærðir. Við vorum allir s-kriifaðir í bók -og svo leið enn hálftimi þar til okfcur var tilkynnt með tillilýði- legri lotningu, að bankastjórar hefðu sést fara inn til sin. Sá fyrsti -má koma sagði greifinn við doðrantinn og vísaði manninum inn. Svo varð klukkan ellefu og þá höfðu finnn verið afgreiddir. Þá hóf greifinn með doðrantinn upp raust sína og sagði, að mæistetið væri farið. Það væri -ekki til neins að bíða lengur. — En ég átli hér víxil á síð- asta degi, sem ég bófcstaflega verð að semja um, sagði einn af oss og þæfði sixpensarann sinn milli handanna í geðshræringu. — Bankastjórinn er farinn, sagði greifinn og skell-ti aftur doðrantinum. Það verður ekki m-eira i dag. Ég hugsaði mcð mér: Hér eru sannarlega menn sem kunna sig. Menn með blátt blóð svo sem sæmir oss afkomendum Egils og Snorra, Haraldar ins -liárfagra Haraldar ins harðráða og Eiríks blóðaxar. Þetta er þ-ó e-ftir af hinu gamla og góða eftir öll þessi ár. Þ-eir afgreiða fimm svona rétt til þess að sýna lit. Siðan segja þeir laggó og eru farnir. VIKAN 1. tbl. — giy

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.