Vikan - 02.01.1964, Qupperneq 41
að Húsafellsbændur taki upp
helluna hans Snorra. Guðmund-
ur Pálsson hefur sannarlega ekki
þurft að biðja afsökunar á sjálf-
um sér, þegar hann kvæntist
heimasætunni á Húsafelii og hóf
búskap þar. Hann tekur hana
uppá höfuð og það er varla með
nokkurri sanngirni hægt að ætl-
ast til þess að betur sé gert.
Bræðurnir á Húsafelli, Magnús
og Kristleifur, fara léttilega með
helluna, og Guðmundur Pálsson
tilnefndi einnig bræðurna á
Sturlu-Reykjum, sem tækju hana
álíka tökum. Gamall Borgfirð-
ingur hefur sagt okkur, að um
síðustu aldamót hafi það verið
hreinasta undantekning, að
nokkur maður lyfti Húsafells-
hellunni svo einhverju næmi, en
nú væru allmargir menn í hér-
aðinu, sem tækju hana í fang
sér. Þess má geta, að hinn kunni
aflraunamaður Gunnar heitinn
Salomonsson, reyndi við heJl-
una, en kom henni aðeins uppá
hné.
Við tókum nokkrar myndir af
Guðmundi bónda Pálssyni, þeg-
ar hann hóf upp helluna. Það
var dögg á jörðu og hellan blaut.
Guðmundur átti í fyrstu í erfið-
leikum með að festa hönd á
henni, en síðan hóf hann hana
alveg uppá andlit. Við sögðum:
Láttu hana síga aðeins, Guð-
mundur, það er skemmtilegra
að sjá framan í þig á myndinni.
— Svo Guðmundur lét hana síga
niður á brjóstið.
Bara að Snorri prestur hafi
nú getað betur.
Gs.
KÝRIN SEM VAR
SNILLINGUA
FRAMHALD AF BLS. 19.
Listdómarinn við Eelio de Paris
var á annarri skoðun. Hann lét í
ljós áhyggjur sínar yfir að svo
menntaður og dáður listamaður
sem Jiean Fernandel hefði allt í
einu svikið þá liststefnu, sem
hann hafði hingað til fylgt og
liefði áunnið honum frægð. Það
væri hneykslanlegt, að slikt ólist-
rænt kák, svona visvitandi lil-
raun lil að þóknast liinum úr-
kynjaða smekk samtíðarinnar,
hcfði inni á sýningunni. Ef ekki
væri vitað u,m upprua jiess, mætti
ætla að það væri gert af cinliverj-
um með ofvöxt í heiladingli . . .
Fernandel lirosti og yppti öxl-
um. Hann gaf iklukkunni yfir af-
igreiðsluborðinu hornauga og opn-
aði næsta blað. Hvað dvaldi
Henry Laborde? Þeir höfðu á-
kveðið að hittast hér fyrir há-
degisverð.
„Góðan daginn. kæri Rem-
brandt!“
Fernandel leit upp. Frammi
fyrir honum stóð ungur kunningi
hans, blaðamaður frá Le Temps.
Hann brosti breitt.
„Leyfið mér að eiga samtal við
yður, göfugi meistari! Þú hefur
komið ötlu í uppnám i París með
þessari þátttöku í surrealisman-
um. Hvernig víkur þessu við?
Hingað til hefur maður haldið,
að þú værir málari og svo . . .“
„Ég þakka, ég er málari,“ uml-
aði Fernandel úrillur.
„Jæja, þá segjum við það. En
hvað ertu eiginlega að gera við
þetta málverk þarna á sýning-
unni? Hvers vegna málaðirðu
það?“
„Það er ekki málað, litunum
er smurt á! Þetta er skammarlegt
herra minn. Þú mátt gjarnan hafa
þetta eftir mér. Ég stend við orð
min!“'
,Ó, mér finnst eitthvað stór-
kostlegt i loftinu! Hvers vegna
sendirðu myndina á sýninguna?"
„Ef þú vilt þiggja drykk af mér
og bíða hér stundarkorn, færðu
að beyra svarið. Ég er að bíða
eftir vini mínum, surrealistanum
Henry Laborde. Hann hlýtur að
koma von bráðar.“
í söinu andrá opnuðust dyrnar
og Henry Laborde gekk inn.
Hann var með dagblaðahlaða
undir handleggnum og stefndi að
borði Fernandels. Hann þrýsti
'hönd Fernandels lirærður og
hrópaði:
„Til hamingju, gamli vinur! Ég
er stoltur af þvi að eiga snilling
að vini, nýjan leiðtoga, nýjan ..“
„Rembrandt,“ botnaði blaða-
maðurinn háðslega.
„Einmitt, nýtízku Rembrandt!
Og það er ég, sem hef skapað
hann! Hann er i rauninni læri-
sveinn minn. Ertu ekki stollur af
sigri iþínum, gamli vinur?“
„Jú, að jivi leyti, að mér tókst
að sanna.að litasamsetningarykk-
ar eru hrein svik og blekking . . .
Nú færðu efni í blaðið,“ sagði
hann við blaðamanninn.
„Svi'k? Ilvað áttii við?“ spurði
Laborde ringlaður.
„Það, sem ég segi. Ég á við
það, að livaða rnálari sem er, get-
ur framleitt heilar hrúgur af
þannig heimskulegum málverk-
um, þar sem aðeins örfáir málar-
ar eru færir um að mála fallega
og rökrétta mynd, sem heilbrigt
fólk hefur ánægju af. Er það ekki
rétt, Henry, að þú hafir ekki feng-
ið iþína mynd tekna á sýning-
una?“
„Jú, satt er það,“ jálaði La-
borde. „Maður er kominn út úr
æfingu! Jæja, ég tapaði sem sagt
veðmálinu — en annars finnst
mér það óvenjulega falleg mynd,
sem þú hefur málað. Hún ljómar
af hugmyndaauðgi og innblæstri,
eins og Albert Luchaire skrifar.
Lestu bara hvað listdómararnir
skrifa — ])ú hcfur unnið stórkost-
legan sigur.‘
„Nei, kýrin, gamli vinur!“
„Kýrin? Hvaða kýr?“
„Kýrin, sem stóð á enginu, þar
sem við vorum að mála. Sú, sem
sagði já, þegar ég hélt því fram,
að meira að segja kýr gæti málað
surrealistiskt málverk. Hún gerði
það líka!“
„Fyrirgefðuí en livað á'ttu við?“
.Tean Fernandel saup drjúgan
sopa af konjaksglasinu og brosti.
„Nú skaltu bara hlusta. Bftir
að við höfðum veðjað þennan dag
og þú varst farinn, setti cg nýtt
léreft á grindina og settist svo til
þess að borða hádegisverð. Þá
sá ég að rauða kýrin, sem ekki
var tjóðruð, stóð við hlið mér og
s'koðaði litaspjaldið mitt af mik-
illi forvitni. Hún rak út ljósrauða
tunguna og sleikti litina, en henni
líkuðu þeir augsýnilega ekki vel,
þvi að hún sneri sér snöggt frá.
Eins og þú roanst, var mjög heitt
þennan dag og hópur flugna
sveimaði kringum kúna. Allt í
einu fór hún að slá halanum rösk-
lega lil og frá — með þeim
árangri, að endinn straukst i
hvert sinn við litaspjaldið og síð-
an á léreftið, sem ég var nýbúinn
að setja á málaragrindina. Árang-
urinn, herrar mínir, varð lita-
samsetning — surrealistiskt óráð
— hreint brjálæði i þremur viidd-
um! Það hangir núna á haustsýn-
ingunni.“
„Hékk!“ grei[) blaðamaðurinn
fram i. „Þú settir upp tíu þúsund
franka fyrir það en forstjóri
listasafnsins keypti það samt i
morgun. Bravó, þetta er vel af
sér vikið! Þvílik frétt! Og fyrir-
sögnin er stórkostleg: Kýrin, sem
var Rembrandt!“
HREKKJUSYÍN .. .
FRAMHALD AF BLS. 18.
peysunni, segja þær og benda
á dreng í grárri peysu. Og þeg-
ar ég liugsa aftur í tímann minn-
ist ég þess að öll hrekkjusvín-
in í hverfinu liöfðu átt svona
peysur, en þær eru dökk gráar
með svörtum röndum.
— Eigið þið nokkra kærasta?
—- Nei, segja þær báðar en
Aðalheiður roðnar og þá sagði
Friða, sem útskýrði allt: Hún
er soldið skotin í Kliff Sikksakk
(Cliff Richard).
En nú voru þær farnar að
ókyrrast og tjáðu mér að þær
vildu komast í mömmuleik. Og
þutu svo i burtu, og áður en
varði var ég orðin ein eftir
á vellinum og meðan ég' þramm-
aði heim á leið söng ég há-
stöfum:
Óli fór til .Bertu bakaríis-
tertu ....
SETIÐ YFIR SÁLAR-
STRÍÐI
FIIAMHALD AF BLS. 25.
í hvirfilpunktana, nema prófílana
á þeim, sem sitja nægilega mikið
til hliðar við mig.
Einn byrjaði á því að fá sér
blund svo sem stundarfjórðung.
VIKAN 1. tbl. —