Vikan


Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 2

Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 2
EÐLISFRÆÐI ALGEBRA 6 bréf. Kennari Sigurður Ingimundarson. Námsgjald kr. 250.00. 'J/) 5 bréf. kennari Þóroddur Oddsson, námsgjald kr. 300,00. Sérhver hugsandi einstaklingur leiSir hugann að hlut- unum umhverfis sig — forvitnast um eöli þeirra og háttu: O * V) < u. Ul £* CQ EÐLISFFRÆÐI opnar yöur verbld efnis og orku — K ALGEBRA er nauðsyn á tækniöld. BREFASKÖLÍ SÍS býðuryður námskeið í Eðlisfræði ög Algebru. Námsefnið er miðað við landsprófskröfur. Vinsamlegast útfyllið seðilinn hér til hægri og sendið hann til BRÉFASKÖLA SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Ég undirritaður óska að gerast nemandi í: □ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr. __________________ Nafn Heimilisfang í fullri alvöru: Á Surtur að ráða? — Aðsent bréf — Á síðastliðinni öld hófst gos neðansjávar við Reykjanes. í gosi varð til ný eyja sem litlar sögur fara af. Þó að hún hafi ekki tekið út vöxt í neinu hlut- falli við þessa, sem nú er að verða til, hefur áreiðanlega mörg- um landanum þótt miður, því hvorki sást tangur né tetur, þeg- ar að var komið. Ekki átti þessi að ganga úr greipum manna því að þegar hlé varð á tóku þar land þrír erlendir fréttamenn og komust þaðan við illan leik eft- ið að hafa skilið eftir lítið flagg og tekið gosmola af eyjunni. Litlu síðar bárust hingað þær fréttir að vinsælt franskt tíma- rit hefði sent menn til land- göngu á eyju sem Nýjaey heit- ir og hófst af hafsbotni í Azor- eyjaklasanum 1951 skammt frá eyju sem Fayaley nefnist. Fyrr- nefnd eyja hefur stækkað mikið því gos hefur haldið þar áfram. Ef allir væru ánægðir með nafnið á nýju eyjunni okkar, þyrfti ekki um það að skrifa. Nú vita margir að börn fá að breyta um nafn við fermingu og kirkjan hefur fátt um það að segja . Því getur menntamála- ráðuneytið ekki tekið kirkjuna til fyrirmyndar í þessu máli? Og því má ekki finna nafn sem allir hlutaðeigendur geta sætt sig við. Fyrir austan Heimaey eru 2 stórar eyjar, EUiðaey og Bjarnar- ey, sem ganga almennt undir nafninu Austureyjar. Að stærð ganga þær næst Heimaey og veita þær nokkurt skjól fyrir austanáttinni. f suðvestur frá Stórhöfða eru nokkrar eyjar, sem nefnast Suðureyjar. Ef síð- an er haldið í vestur taka við Þrídrangar og eyjan Einidrang- ur, sem er útvörður vestursins ásamt Geirfuglaskeri. Þarna úti í hafi við yztu mörk íslenzkrar landhelgi hefur skeð eitt mesta náttúruundur í nú- tímasögu fslands. Ég á þar við nýju eyjuna, sem Vestmannaey- ingar vilja gefa nafnið Vestur- ey. En drangaeyjarnar og Geir- fuglasker ganga undir nafninu Vestureyjar meðal sjómanna. Nýja eyjan myndi með nafninu Vesturey, falla vel inn í sögu Framhald á bls. 44. 2 — VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.