Vikan


Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 18

Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 18
Vegurinn iokast eftir priá tima Fólki var ráðlagt að safna saman eins miklu vatni og hægt væri, láta þ?.ð renna í baJðker og allskonar ílát... eru að nokkru leyti svipaðar og í styrjöld,- ef sprengjuárás væri gerð á þessa staði með venjulegum sprengjum. Það er að segja, að vatn og rafmagn mundi hverfa frá bænum. Ég hefi þess vegna nokkrar tillögur um framkvæmdir, sem að mínu áliti eru nauðsynlegar. f fyrsta lagi þarf að koma tilkynningu til almennings hið allra fyrsta, um að safna að sér öllu því vatni, sem það getur. í ÖIl ílát, baðker o.s.frv. Hver einstaklingur þarf einn líter af drykkjarvatni á sólarhring, og á þennan hátt er hægt að safna vatni, sem mun duga bæjarbúum í neyð í nokkra daga, eða jafnvel vikur. Þetta þarf að gera strax. Að öðru leyti held ég að við þurfum ekki að óttast að drykkj- arvatn muni skorta, því það má sækja á bílum suður að Kleifarvatni, og dreifa því á margan hátt. í sambandi við vatnið er því ekkert að gera í bili — annað en að koma til- kynningu til fólks um að safna vatni. Kr vatnsveitustjóri samþykkur þessu?“ „Já. Það má svo kannske reyna að rjúfa aðalæðina í sjálfu Elliðavatni, þegar brunnarnir eru farnir. Þannig mætti kannske lengja frestinn um nokkra klukkutíma". Borgarstjóri tók til máls: „Fréttastjóri útvarpsins, Magnús Jónsson, er hér staddur samkvæmt tilmæl- um mínum. Munduð þér geta komið þessari orðsendingu til hlustenda, sem fyrst, Magnús?“ ,,Já, það er hægðarleikur, því við höfum útvarpað stanzlaust músik og frétt- um, síðan jarðskjálftarnir hófust í kvöld. Mér þykir sennilegt að fólk hafi yfir- leitt opin tæki sín. Er ekki rétt að endurtaka áskorun um að fólk safni að sér vatni, með vissu millibili í allan dag?“ „Jú, sem oftast. Þér ætlið þá að sjá um þetta, Magnús? Getið þér ekki gert það þegar í stað í gegnum síma, bví ég vildi gjarnan að þér væruð hér kyrr áfram, því það er fleira, sem vafalaust þarf að koma til fólks“. „Jú, ég hringi upp í útvarp og gef fyrirmæli um þetta“. „Vilt þú gjöra svo vel að halda áfram, Valur“, sagði borgarstjóri og settist. „Aðalvandamálið“, hélt Valur áfram, „er að sjálfsögðu rafmagnið. Við verð- um að gera ráð fyrir því að stöðvarnar við Elliðaár fari alveg í hraunflóðið. Þar með er ekkert rafmagn lengur á bænum. Er bað ekki rétt, rafmagnsstjóri?" „Ef stöðvarnar fara, þá verður hvergi rafmagn á svæði rafveitunnar, nema í Flóanum og Vestmannaeyjum". „Það þýðir bað“, hélt Valur áfram, „að hitaveitan stöðvast með öllu. Þá verður ekki heldur hægt að nýta það vatn, sem fæst í bæjarlandinu. Er það ekki rétt, hitaveitustióri?" „Jú. Ef hitaveitustokkurinn frá Reykjum — sem liggur yfir Elliðaárnar — fer, þá missum við þar um Vs vatnsins. Við hefðum þó ennþá um % vatns- magns í bæjarlandinu, sem mundi þýða um hálf afköst hitaveitunnar — ef við hefðum rafmagn til að dreifa því með dælum“. „Vegna hvers aðeins hálf afköst, með % vatns?“ „Vegna þess að það þarf að kæla vatnið niður áður en það fer til neytenda. Til þess höfum við aðeins afrennslisvatn úr húsunum, sem er töluvert mikið kaldara en vatnið frá Reykium. Ég veit ekki hvort að ástæða er til að ég fari I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.