Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 45
Feiler
er fyrirferðaminnsta
strimil-reiknivélin á
markaðinum.
Vestur-þj'zk úrvals
vara, traust og auðveld
í meðförum.
Mjög ódýr.
Við bjóðum yður pessa litlu
reiknivél bæði rafknúna og
handðrifna.
OTTÓ A. MICHELSEN
KLAPPARSTÍG 25-27 — SÍMI 20560
en geta liins vegar ekki fengið
slöngvi eldi yfir jörðina og brenni
hana upp.
Hið fagra nafn Eldey er nafn-
gjöf íslendinga, sem höfðu til-
finningu fyrir íslenzku máli og
mýkt tungunnar. Danir kölluðu
hana Melsækken og Þjóðverjar
kalia hana enn því nafni.
Hvernig mynduðust snilliorð
eins og „sími“, „togari“ o.s.frv.,
tillögur og aftur tillögur, en ein-
hver orsnjall datt ofan á rétta
orðið. Því ætti vissulega að gera
tiilögur um betra nafn, sem allir
gætu sætt sig við.
Við skulum athuga en nánar
nafnið Surtsey. Látum svo vera
ef nafnið stæði þarna eitt. En
að baki nafnsins er ógnþrungin
goðsögn um endalok veraldar.
Og nú vil ég spyrja: Á að storka
frönsku þjóðinni? Því til er eyja,
sem öllum Frökkum er ver við
en nokkra aðra. Nefnist hún
Djöflaey, vegna þess að þar hef-
ui' lengi verið ein illræmdasta
fanganýlenda, sem sögur herma.
Þegar á næsta sumri munu vís-
indamenn frá mörgum þjóð-
löndum rannsaka eyjuna og
margt af því birt í erlendum
t'maritum. Mun þá nafnið og
þýðing þess ekki skipta máli?
Hverjum er unnið gagn með
þessu nafni? Eða á að geyma
nafn myrkrahöfðingjans sem
v'ðast? Nafnið finnst reyndar á
mesta neðanjarðarhelli íslands,
Surtshelli, enda voru slíkir bú-
staðir einir hæfir jötnum, segir
Finnur Jónsson í goðafræði sinni.
Ennfremur segir þar: „Þegar
einhverjum var alis ills óskað,
var ekkert verra til en óska hon-
um í jötnahendur. Snorri segir
í Eddu, að það sé níð eða last-
mæii, ef menn séu kenndir með
jötnaheitum.
Af þessu má sjá, að nafnið
hefur að baki sér slíkan bölmóð,
að með eindæmum er. Sannar-
lega hafa Vestmannaeyingar orð-
ið fyrir talsverðum búsifjum.
Allar götur og hús hafa verið
svört af ösku svo til allan des-
emhermánuð. Eins og það kem-
ur sér i'la fyrir alla sem til
þekkja. Alla skreið þarf að taka
inn og þvo og ekki hefur verið
unnt að hengja út fisk, sem hef-
ur borizt að landi undanfarið.
Gosið hefur á góðviðrisdögum
verið stórfenglegt að sjá héðan
af Heimaey. Að koma út að gos-
inu á vélbáti er ólýsanlegt. Sum-
ir hér í bæ vildu þess vegna
kalla eyjuna Sólarey eða Glitey.
Eg bar fram nafnið Vesturey og
sendi tillöguna með greinarkorni
til Morgunblaðsins 5. des. s.l. en
ekki hefur hún birzt. Morgun-
blaðið hafði auglýst eftir tillög-
um um nafn og skyldu þær ber-
ast fyrir 7. des. Flestir bjuggust
við að þessar tillögur myndu
birtar. Hefði þá val manna brátt
skorið úr hvaða nafn yrði vin-
sælt. Vert væri að veita nafn-
inu Surtsey sömu ráðningu og
forfeður okkar veittu nafninu
Melsækken. Þeir kölluðu hana
Eldey þó hún væri skráð Mel-
sækken á kortunum. Munum að
það er tíminn, sem lætur al!t í
ljós og breiðir yfir allt.
Ég mæli hér fyrir munn
margra. Ég hef rætt við sjómenn,
verkamenn, verzlunarmenn,
skáld o.fl. Aliir hafa verið á eitt
sáttir. Vesturey er ágætisnafn,
fellur vel við. Mörgum hafði
áður dottið nafnið í hug, aðrir
höfðu heyrt minnst á það. Vest-
urey er nafn trúar á lífið og
framtíðina. Surtsey er það ekki.
Ég þakka Ármanni' og óska
honum og ykkur ölium sem þetta
lesið guðs blessunar á'nýja ár-
inu.
27. des. 1963.
Bjarni Th. Rögnvaldsson.
FEGURÐAR-
SAMKEPPNIN 1964.
FRAMHALD AF BLS. 29.
Það hefur stundum verið talað
uin landkynningu í sambandi við
fegurðarsani’keppnina, og vafa-
laust er að þvi góð landkynning,
þegar íslenzk stúlka verður í
ifyrsta sæti í stórri alþjóðlegri
keppni. Það er þó ef til vill ekki
meginatriði, heldur Iiitt að lífga
upp á gráma hversdagsins sem
alltaf er víst nógu grár og hvers-
dagslegur. Fegurðarsamkeppnin
á að koma eins og sólskinsblettur
á liverju vori — alltaf er það nú
augnayndi að sjá flokk fagurra
meyja Nú skulum við stuðla að
skemmtilegri fegurðarsamkeppni
á vori komanda, líflegum sól-
skinsbletti í grámanum. Sendið
oikkur ábendingar ásamt einhverj-
um upplýsingum, t. d. um aldur
viðkomanda og hæð, nafn og
heimilisfang ásamt simanúmeri.
Gott væri Mka að fá mynd. Utan-
áskrift okkar er: Vikan, Skip-
holti 33, Reykjavík. Þið finnið
aftar í blaðinu seðil til að útfylla
og klippa út.
Verðlaunin eru glæsileg eins og
að undanförnu. Fystu verðlaun
eru ferð til Langasands i Cali-
forníu að ári og þátttaka í hinni
frægu fegurðarsamkeppni þar,
sem Guðrún Bjarnadóttir sigraði
i á ,sl. ári. Önnur verðlaun eru
einnig ferð til Bandaríkjanna:
Til Miami Beacli i Florida og
þátttaka í annari alþ.jóðlegri
keppni þar. Skotsilfur fylgir i
báðum tilfellum. Þriðju verðlaun
er ferð til Beirút í Libanon, borg-
arinnar, sem nefnd liefur verið
Hlið Austurlanda. Þar fer fram
keppni um titilinn Ungfrú
Evrópa. Fjórðu verðlaun eru
ferð á Miss World keppnina i
London. Það skal tekið fram, að
giftar konur fá að taka iþátt i
þessari keppni, svo þær verða
heldur ekki útilokaðar lir ifeg-
urðarsamkeppninni hér. Munið
það, þegar þið sendið ábending-
ar, að þær koma líka til greina,
aðra utanlandsferð á vegum feg-
urðarsamkeppninnar en til
London.
Annars verður fegurðarsam-
keppnin með svipuðu sniði og
i fyrra. Vikan mun sjá um hluta
hennar, ji. e. birta myndir af
þeim sex þátttakendum, sem dóm-
nefndin hefur valið til úrslita
úr hópi þátttakenda. Lesendur
Vikunnar munu siðan greiða at-
kvæði um þessar sex, sem mynd-
ir birtast aif og verða þau atkvæði
iliöfð til hliðsjónar, þegar dóm-
nefndin kveður upp úrskurð
sinn.
MÉR ER ILLA VIÐ
ÓÞÆGINDI
FRAMIIALD AF BLS. 28.
Bryce. „Þó að bókhaldari leiki
á eitthvert hljóðfæri, verður
hann ekki kallaður tónlistarmað-
ur . . . En . . . þér, ég á við . . .
þér leggið þó ekki trúnað á þetta
sjálfur, ha?“
Já, vissi ég ekki, hugsaði
Mackey, það hlaut að koma að
því að hann spyrði þess; ef mað-
ur ber það ekki utan á sér, að
hann sé það, sem hann segist
vera, ef það liggur ekki í augum
uppi, er honum ekki trúað. Svip-
ur Dave bar engu að síður með
sér, að forvitni hans var söm og
áður, áhugi hans vakandi;
kannski reyndist hann auðveld-
ari við að fást en þeir, sem hann
hafði áður freistað að gera að
trúnaðarmönnum sínum. Hann
varð að hætta á það.
„Það er ekki einungis að ég
leggi trúnað á það, heldur legg
ég stund á það“, sagði hann hrað-
mæltur, því að orðin kröfðust
útrásar. „Ég get sagt yður það
til dæmis, að þegar ég steig út
úr lestinni í kvöld, og lagði af
stað í leit að gistiherbergi, átti
ég ekki grænan eyri á mér. Ég
átti ekki einu sinni eyri á mér
til að gefa burðarkarli drykkju-
skilding. En þegar hingað kom,
og frú Jessop sagði mér að leig-
an fyrir herbergið væri tíu dal-
ir á viku, dró ég tuttugu dala
seðil upp úr vasanum og fékk
henni“.
„Sem þér höfðuð galdrað
fram þar á staðnum? Nei, þér
fyrirgefið, kunningi, því trúi ég
ekki nema að ég sjái það. Sem
sagt, ég bíð þess með eftirvænt-
ingu...“ Og svipurinn á feitu
andliti Dave Bryce lýsti öllu
þrennu í senn tortryggni, eft-
irvænting og græðgi.
Það kom nokkurt hik á Mac-
key. „Viljið þér þá ekki koma
hingað á miðnætti?"
„Hvers vegna að bíða þangað
til?“ spurði Dave. „Jú, auðvitað
veit ég að sagt er þá sé töfra-
stund og allt það — en það var
VIKAN 5. tbl. —