Vikan


Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 50

Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 50
— Mig langar til að tala við þig um uppskurðinn, Simon. Hún reyndi að tala í léttum tón, þegar hún var að útmála fyrir honum hve dásamlegt það væri ef hún fengi sjónina aftur. Sim- on fann, að hún var hrædd, og reyndi að hughreysta hana. — Þú ert einstök hetja, góða mín, sagði hann hlýlega. — Það er enginn vandi að vera hetja, þegar maður hefur þig hjá sér, sagði hún. — En ég játa að mér þætti vænt um að þetta gæti gerzt sem fyrst. Ég er hraust núna og hef náð mér eftir veikindin, og það er miklu erfiðara að bíða í óvissu eftir þessum uppskurði, en að fá úr því skorið, hvort hann verður til gagns eða ekki. Þó hann yrði árangurslaus. Mér er alvara, Simon. Og er það ekki svo, að þessi uppskurður gefi endanlegt svar? •— Nei, það er ekki rétt, svar- aði hann. — Ég veit um tilfelli, að sjúklingurinn hefur orðið að láta skera sig þrisvar og fjórum sinnum áður en hann fékk sjón- ina. — Og þetta verður ekki nema í annað skiptið hjá mér, sagði Faith. — Það verður líklega eins og í fyrra skiptið, að ég verð að liggja margar vikur á bakinu á eftir. — Ég er hræddur um það. — Og ég verð að vera í sjúkra- húsi? — Tvímælalaust. Þú mátt gera ráð fyrir þrem—fjórum vikum. — Og svo fara nokkrar vik- ur í afturbatann, andvarpaði hún. Simon klappaði henni á handar- bakið og huggaði hana með því að tíminn mundi eflaust líða fljótt. Og hann lofaði að heim- sækja hana á hverjum degi. Þetta var fallegt sumar- kvöld, hlýtt og ilmur í ioftinu af nýslegnu grasi og rósum. Það hafði rignt um morguninn, og loftið var tært og hressandi. Sim- on gat ekki að því gert, að allt umhverfið minnti hann á Clare, og honum var ómögulegt að hrinda af sér tilhugsuninni um hana. Faith fann það á sér, af venju- legri næmni, að ekki lá sem bezt á Simoni. Allt í einu sagði hún lágt: — Simon, ertu viss um að þú viljir giftast mér? Alveg viss? Simon hafði í rauninni lengi búizt við þessari spurningu. Hann hafði verið í miklum vafa um hvort hann ætti að minnast á heimsókn Joan og um það sem gerðist milli Joan og Clare í skrifstofu hans. Hann hafði kvið- ið fyrir því, að Faith tæki sér það kannske nærri, og í raun réttri var þetta úttalað mál. En nú var það hún sjálf, sem fitjaði upp á því... — Vitanlega vil ég giftast þér, Faith, sagði hann. — Ég veit hvers vegna þú spyrð, góða mín. Það kemur af þessu leið- inda atviki, sem Joan átti upp- tökin að. Hún sagði mér frá komu sinni hingað, og eins og þú getur skilið, varð ég fokvond- ur við hana. — Og það er þá ekki Clare sem þú elskar? spurði Faith ró- lega. — Clare þvertók fyrir að hún væri ástfangin af þér og þú af henni... En eftir á gat ég ekki annað en hugsað um, að þó svo að það væri satt, að hún elskaði þig ekki — og það gerir hún ekki úr því að hún trúlofað- ist Ralph, þá kannske... ja, ég er að hugsa um þig. Hún er svo yndisleg, að ég mundi skilja bað vel, þó .. . já, ég segi það alveg satt, Simon . .. — Það er ekki neitt að skilja, sagði hann. — Og ég er ekki ástfanginn af henni. Þú verður að trúa mér, Faith! — Er það svo að skilja, að þú mundir ekki vilja giftast henni þó ég dæi á morgun? — Það er einmitt það sem ég meina. Ég fullvissa þig um, að ég mundi ekki vilja giftast henni, undir neinum kringumstæðum. Faith var glögg á raddhreim fólks, og hún hnyklaði brúnirn- ar. Mér heyrist þú vera reiður, Simon, sagði hún felmtruð. Simoni gramdist að hann skyldi hafa Iátið röddina koma upp um sig. — Já, ég er reiður — reiður yfir því, að þú skulir láta svona spurningar koma þér í hug. Ég veit að vísu, að Joan gerði það sem hún gerði í bezta tilgangi, en það er í rauninni engin afsökun. Þú hlýtur að skilja hve fráleitt það væri að Clare kærði sig nokk- uð um mig — úr því að hún var leynilega trúlofuð Ralph Mason í heilan mánuð án þess að láta sér detta í hug að segja okkur frá því. Faith varð allt í einu undar- iega innanbrjósts. Það hafði ekki verið mögulegt að finna á Clare, að hún væri leynilega trúlofuð. Hún hafði aðeins sagt að hún gerði ráð fyrir að trúlofast bráð- lega. Simon fór að verða smeykur við að Faith sæi gegnum hann. Meir eða minna ósjálfrátt fór hann að reyna að finna afsökun fyrir Clare — eitthvað, sem gæti réttlætt hátterni hennar. Ef það tækist var hann fús að íhuga dóm sinn og afturkalla ásakan- irnar gegn henni. Hann horfði íhugandi á Faith, og vonaði að hún færi ekki lengra út í þessa sálma. — Mér er fyrir mestu að þú verðir hamingjusamur, Simon, sagði hún og þrýsti höndina á honum. — Hvað sem öðru líður. Mér yrði ofraun, ef þú giftist mér af eintómri skyldurækni —- eða kannski vegna þess, að ég fengi aldrei sjónina aftur ... Rödd hennar skalf og hann flýtti sér að taka fram í: — Ef þig langar til að ég verði hamingjusamur, Faith, þá verður þú að giftast mér. Ég þarf á þér að halda, sagði hann. —- Við skulum aldrei minnast á þetta framar, það er viðkvæmt mál fyrir okkur bæði. Faith andvarpaði, yfirbragð hennar var annarlegt og hátíð- legt. — Nei, það er ekki viðkvæmt lengur, að minnsta kosti ekki fyrir mig, sagði hún. — Maður þolir að heita má allt nema óviss- una ... Þú ert einstakur maður, Simon. Hann lyfti hendi hennar og kyssti hana. — Mig langar til að vera þér góður, ef ég get, sagði hann. Hún hallaði sér fram í stóln- um og þrýsti kinninni að andlit- inu á honum. — Mig langar til að biðja þig um að gera dálítið fyrir mig, sagði'hún. — Og það er að biðja Clare að koma hingað og vera hjá mér meðan ég er að jafna mig eftir uppskurðinn. — Clare! Hann barðist við að halda röddinni í venjulegum skorðum. — Það ætti ekki að vera þörf á, að einmitt ég fengi hana til þess? — Þú skilur líklega ekki hvað ég á við, svaraði Faith. — Þú gætir komið þessu í kring á rétt- um viðskiptagrundvelli. Ef ég bæði hana um að koma, þá mundi hún gera það, hvernig svo sem á stæði fyrir henni. Ég þekki hana Clare. En ég mundi aldrei þiggja svoleiðis boð. Hún hefur hjúkrað mér fyrr, og það var ekki við það komandi, að hún vildi taka við peningum fyr- ir það. En ef þú réðir hana sem hjúkrunarkonu, þá kannske... — Heyrðu nú, sagði Simon alvarlegur. — Stendur þér á svo miklu, að einmitt Clare komi? Þegar á allt er litið ... — Það er engin sem jafnast á við hana, sagði Faith. — Ég er örugg þegar hún er nærri mér. — En það verður lítil hjúkr- un, sem þú þarfnast, þegar þú á annað borð ert komin heim úr sjúkrahúsinu. — Ég veit það, Simon. En svo er það líka annað. Mig langar svo til að mamma og pabbi haldi brúðkaupið fyrir hana og Ralph. — Brúðkaupið! hrópaði Sim- on. — Já brúðkaupið. Þau eru trú- lofuð — ertu búinn að gleyma því? sagði hún í ertnistón. — Veiztu hvenær þau ætla að giftast? — Hún gerði sjólf ráð fyrir að það mundi verða bráðlega. Og hún á enga foreldra og ekk- ert heimili, Simon. Ef hún kæmi hingað gætum við séð um þetta allt fyrir hana. Ralph munidi sjálfsagt ekki hafa neitt við það að athuga, og mér mundi þykja afar vænt um að gera það. En ég er ekki svo mikið barn, að ég skilji ekki, að hún verður að vinna fyrir sér, og að hún getur ekki farið frá starfi sínu fyrir- varalaust til þess að sinna duttl- ungunum úr mér. Þess vegna er betra að þú sért milligöngumað- ur í þessu, og gerir henni til- boðið. Að því að þú ert læknir og hún hjúkrunarkona ætti að vera hægt að gera samning um þetta. Ég vildi allra helzt, að hún kæmi áður en ég verð skorin. Og pabba r UN'GFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? haff er alltaf saml lelkurinn í hénnl Ynd- isfrlð okkar. Hún hefur fallð örkina hans Nóa etahvers steðar f hlaðinu og heltlr góðum verðlaunum handa þelm, sem getur fundlð orkina. Verðlaunin eru stór kon- fektkassl, fullur at hezta konfektl, og framleiðandtan er au.SvitaS SælgætlsgerS- In Nói. Nafn HelmlU Örkln et A hls. c Síðast er dreglð var hlaut verðlaunin: Ragnheiður Guðmundsdóttir, Miðtúni 84, Rvík. Vinningánna mA vitja á .skrifstofú Vikniinar. gQ _ vikan 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.