Vikan


Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 47

Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 47
manns, en nu . . . „Sýndu okkur það“, sagði hún ástúðlega, en beit þó á jaxlinn og ætlaði bersýnilega ekki að láta leika á sig. „Ég get það ekki... ekki strax. Dave, skýrðu henni frá þvi, sem ég sagði þér — hvers vegna ég get það ekki fyrr en á mið- nætti...“ bað gamli maðurinn. „Jú, hann segir það satt“, mælti Dave Bryce og sneri sér að frú Jessop. „Hann sagðist ekki geta endurtekið það fyrr en á miðnætti“. Theodora laut að honum, þar sem hann lá í einu hnipri uppi i rekkjunni. Laut að honum með letiþokka þróttmikillar æsku, sem á í öllum höndum við örvasa ellina. „Þetta eru ekki annað en undanbrögð hjá honum mamma", sagði hún. „Hann er bara að reyna að tefja tímann, ef hann gæti fengið tækifæri til að laumast á brott. Var hann ekki kominn hálfur út um glugg- ann, þegar ég .. ,,Nei“, mælti Mackey biðjandi. „Nei, ég segi ykkur satt. Fyrir alla muni, lofið mér að vera í friði“. „Vertu róleg, Theodóra", sagði frú Jessop. „Jú, við skulum láta yður í friði, ef þér aðeins viljið sýna okkur ...“ „Ef þér viljið gera mér þann greiða, að bíða þangað til klukk- an er orðin tólf“, kjökraði gamli maðurinn, „þá skal ég verða við beiðni ykkar“. „Theodóra.. .“ sagði frú Jess- op. „Ó — ó, vægð!“ veinaði gamli maðurinn, þegar Theodóra herti tökin að örmum hans. „Ætlið þið að ganga af mér dauðum...“ „Bíiddu við andartak, Theo- dóra“, sagði frú Jessop. „Jæja, hafið þér hugsað yður betur um, Mackey?“ „Ég hef ekki gert neitt á hluta ykkar“, sagði Mackey gamli og þurrkaði tárin úr augum sér á treyjuerminni. „Þið eruð frek og ágeng og hreinræktaðir þorpar- ar, hvert með öðru. Látið mig í friði, annars .. .“ Hann stundi um leið og hann missti meðvit- undina, en rankaði við sér von bráðar við það, að Theodóra kippti svo hart í barm honum annarri hendi, að hann hraut fram úr rekkjunni, en greiddi honum vel úti látinn löðrung með hinni. „Allt í lagi“, andvarpaði gamli maðurinn þreytulega. „Allt í lagi..Hann staulaðist yfir gólfið, dró fæturna á eftir sér eins og honum var eiginlegt, laut að ferðasekknum, opnaði hann, rótaði í honum og dró upp eina af skinnbundnu skruddunum. Þegar hann hafði blaðað í henni andartak, tók hann að þylja, fyrst slitrótt og hálf kjökrandi, en smám saman varð röddin styrkari og rólegri. Þannig þuldi hann, lágt, einhljóma og sefandi, seið óskiljanlegra, framandi orða í belg og biðu, nokkra hríð. Og þá gerðist það, að Dave Bryce rankaði allt í einu við sér. „Bíðum við ...“ hrópaði hann. „Hann kvaðst kunna þennan galdur utan að. Það er einhver annar galdur, sem hann er að þylja...“ En það var helzt til seint mun< að. Mackey hækkaði röddina lítið eitt, eins og hann herti seiðinn. Og um leið tóku þau — frú Jessop með svuntuna, ungfrú Marigan með gráa, velskrýfða • _ í>í'€ií,í*14»r «0i> MMfríM S' Annað heftið er nýkomið út með enn fleiri ísltenzkum text- um en í fyrsta heftinu. Sendið kr. 25,00 og þið fáið heftið sent um hæl burðargjaldsfrítt. Fyrsta heftið fæst enn, en í því eru m.a. textamir „Heim- ilisfriður", ,.Ef þú giftist mér“ og fleiri. Kcstar kr. 25,00. Nýir danslagatextar Box 1208 — Reykjavík hárið og Dave Bryce, sá digri vörubílabjóður — að ríta og skrækja eins og rottur hvert á annað. Unga, þróttmikla val- kyrjan með letiþokkann, rak upp vein um leið og seiðurinn féll á hana, en þagnaði í miðjum klíðum um leið og fötin féllu af líkama hennar og í sömu andrá gat að líta þar feiknmik- inn, ljósgulan ostskjöld, þar sem hún hafði staðið, mjúkan og hvelfdan eins og brjóst hennar, og vaggaðist lítið eitt, rétt eins og þegar hún vaggaði sér í lend- unum. Hin þrjú störðu á undrið, en hitt sáu þau ekki, að nú breyttust andlit þeirra sjálfra í rottutrýni, sem pírðu græðgis- legum, svörtum sjáöldrum á ost- skjöldinn, og ekki: höfðu fötin fyrr fallið af þeim, og líkamar þeirra ummyndast í samræmi við andlitin, en þau réðust á ostinn og tóku að naga hann í sig, eins og rottur þær hefðu lengi soltið heilu hungri. , Mackey sneri sér undan, stakk skruddunni ofan í ferðasekk sinn, lokaði honum og bjóst til brottferðar. Þegar Mackey steig inn í lest- arklefann, tók klukka í kirkju- turni einhverstaðar í hverfinu að slá tólf á miðnætti. Mackey tók sér sæti í aftursæti klefans, úti við gluggann; hann var einn í klefanum, og þegar lestin skreið af stað meðfram brautarpöllun- um, starði hann út yfir hverfið. Veskið í brjóstvasa hans var út- troðið af peningum, sem hann hafði tekið til handargagns í her- bergi Dave Bryce, auk þess sem hann hafði grcitt fvrir farmið- ann. Og það var í rauninni hið eina, sem hann blygðaðist sín hálft i hvoru fyrir í sambandi við brott- för sína úr húsinu, þar sem hann hafði tekið herbergi til leigu í hálfan mánuð og greitt tuttugu dali fyrir. Honum flaug ekki einu sinni í þanka, hvað mundi vera að gerast þar í þessu sama herbergi einmitt nú, þegar klukkan sló tólf á miðnætti, og seiðurinn, sem hann gól þar fyr- ir tæplega stundu síðan, missti allan áhrifakraft sinn, og rott- urnar þrjár tóku aftur á sig hina upprunalegu mannsmynd sína .. . störðu allsnaktar hver á aðra, um leið og þeim varð Ijóst hvað þær höfðu aðhafzt; hvernig þau — frú Jessop með svuntuna, ungfrú Marigan með grátt hárið vandlega skrýft og Dave Bryce, sá digri vörubílabjóður — störðu hvert á annað og síðan á hálf- étið líkið af Theodóru, liggjandi á gólfinu, ráku upp æðisgengin vein og tóku síðan á rás, allsnak- in og viti sínu fjær af hryllingi, lit úr húsinu, út í frostkalda nepjuna og náttmyrkrið. Nei, Mackey var ekkert að hugsa um það Hann hafði lítið álit á þessum dægurgöldrum, þegar seiðurinn var úti á mið- nætti. Að sjálfsögðu var í þetta skipti eingöngu um hefnd og refsingu að ræða. En það var eitthvað hálfkákslegt við allan dægurgaldur, ófaglegt og allt að því óvirðulegt. Og eins og áður er getið, var Mackey fyrst og fremst ákaflega reglusamur, ná- kvæmur og nostursamur maður, sem vildi láta allt vera slétt og fellt, jafnt af sjálfs sín hálfu og annarra. Nei, dægurgaldur allur var honum í senn ósamboðinn og samrýmdist ekki skapgerð hans. Hann forðaðist því að hugleiða afleiðingarnar eftir á, þegar hann neyddist til að hafa hann um hönd, eins og í þetta skipti, um leið og hann vonaði, að hann þyrfti ekki að grípa til þess hátt- ar þar, sem hann tæki næst her- bergi á leigu. Það var líka að mörgu leyti viðfelldara í næstu borg. Og þar liðu heilir fjórir dagar þar til hann varð að grípa til örþrifa- ráða að nýju. ÞRIGGJA KOSTA VÖL FRAMHALD AF Lil.S. 23. ingjusamur alla þína ævi. Fyrir- gefðu mér — þú mátt til með að fyrirgefa mér! — Og hvað með Faith? sagði hann hranalega. Nú varð Joan hrædd. Sízt af öllu vildi hún að hann færi að tala við Faith um allt þetta. Hún varð að finna ráð til að skilja þau að — virkilega smellið ráð. En þangað til það fyndist reið henni á, að trúlofunin héldist, og að Faith væri viss um að öllu væri óhætt. Nú var skæðasti óvinurinn, Clare, gersigruð, og það var fyrir mestu í bili. — Þú hefur þá hitt Faith áðan? spurði hún varlega. — Já. — Og það lá vel á henni? — Ágætlega. — Það sýnir hve fullkomlega Clare hefur tekizt að eyða öllum þeim grun, sam ég sáði. Ef hún er reið nokkurri manneskju, þá er það líklega helzt mér, og það tek ég mér sannast að segja ekki nærri, Simon ... Ef það er svo, að þú óskir að verða laus allra mála við hana, þá er það auð- vitað . . . En hins vegar er ekki lengur um það að ræða, að þú getir gifzt Clare .. . Hún tók sér málhvild og sagði svo: — Það getur ckki komið til mála, að þú giítist Clare! Simon var afar daufur. Nú skildi hann til fulls hvað það var, sem gerzt hafði. Síðasti vonar- neistinn var kulnaður. Hann var beiskur og örvæntandi yfir öll- um vonbrigðunum. Þetta hafði allt verið svo óþarft, svo frá- leitt... Og honum fannst ennþá ótrúlegt, að Clare hefði leikið tveimur skjöldum og væri ekki annað en daðurdrós. En hún hafði í raun réttri verið trúlof- uð Ralph allar þessar vikur! Hún hafði gabbað og leikið á þau öll hin, og falið sinn innra mann bak við hræsnandi fórnfýsi. Sim- on varð hugsjúkur, er hann hug- leiddi þetta. — Við sjáum nú til hvernig þetta fer, sagði hann rólega. Joan var hæfilega áhyggjufull á svipinn. — Ef þú minnist á eitthvað af þessu við Faith, þá bið ég þig um að gera svo vel að láta hana vita, að ég hafi sjálf sagt þér frá heimsókn minni hjá Ham- den og frá öllu sem sagt var. Mér væri illa við, ef hún héldi, að ég væri illgjörn og reyndi að spilla hamingju þinni, Simon. Augu þeirra mættust. Hvað svo sem þú hefur gert, þá þykir mér vænt um að þú hefur að minnsta kosti ver- VIKAN 5. tm. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.