Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.01.1964, Qupperneq 13

Vikan - 30.01.1964, Qupperneq 13
var mitt milli andvarps og stunu. „Og loks var það konan mín. Hún dó líka“. „Þetta getur allt verið tilviljun", sagði læknirinn blíðlega. „Ekki þrisvar í röð“, hrópaði litli maðurinn. „Ein tilviljun, jafnvel tvisv- ar en ekki þrisvar. Það getur ekki ver- ið“. „Þér hafið án efa nefnt annarra nöfn þrisvar í röð upphátt án þess að nokkuð skeði“, sagði læknirinn jafn rólega og fyrr. „Þér hafið aðeins gleymt þeim tilfellum". Litli maðurinn ýtti bekknum aftur á hans fyrri stað og stálfæturnir nístu gúmmídúkinn á ný. Hann reis á fæt- ur. Það gera þeir alltaf, þegar þeir verða æstir. „Ég var farinn að gæta mín, þegar það skeði“, sagði hann. „Ég vissi þá, að ég hafði þetta vald. Það er mikil byrði að leggja þetta á herðar eins manns og það manns eins og ég er. Ég hef svo sem aldrei verið neitt. Ég sagði ekkert nafn þrisvar. Ekki einu sinni tvisvar. Satt að segja forðaðist ég eftir megni að nefna nokkurs manns nafn. Hvernig gat ég svarið fyrir, að ég myndi ekki nefna nafnið tvisvar eða jafnvel þrisvar, þegar ég hafði nefnt það einu sinni. Ég hefði getað myrt allan heiminn. Þetta sótti á mig. Já, það var sannkölluð árátta. Það er ekkert jafn freistandi og að sanna fyrir sjálfum sér, að maður hafi á réttu að standa. Sanna það aftur og aftur, hverjar svo sem afleiðingarnar verða. En í fyrrakvöld ...“ „Já“, sagði læknirinn með spurnar- hreim í röddinni, þegar litli maður- inn virtist þagnaður“. Haldið þér áfram“. „Ég átti son. Hann var augasteinn- inn minn og ég átti hann einan eftir núna þegar ég var búinn að myrða konuna mína. Ég ótti ekkert nema hann. Við eignuðumst aldrei önnur börn konan mín og ég. Ég lifði fyrir þennan dreng og framtíð hans var allt mitt líf. Hann var allt, sem ég átti. Ég kallaði á hann. Ég ætlaði bara að segja honum . .. segja honum ...“ Litli maðurinn fölnaði og skalf frá hvirfli til ilja. „Það er víst sama núna, hvað ég ætlaði að segja honum. Hann var góð- ur drengur. Ég kallaði ekki einu sinni eða tvisvar. Nei, ég nefndi nafn hans, nafn sonar míns, augasteinsins míns, þrisvar í röð og upphátt. Og sonur Framhald á bls. 41.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.