Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.01.1964, Qupperneq 46

Vikan - 30.01.1964, Qupperneq 46
ÞAÐ ER SPARNAÐUR f AÐ KAUPA GÍNU Óskadraumurinn við heimasaum Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjálfar. Stærðir við allra hæfi. Verð kr. 550.00 m/klæðningu kr. 700.00 Biðjið um ókeypis leiðarvísi Fæst í Reykjavík hjá: Dðn- & iierrcbóðinni Laugavegi 55 og Gíslo Morteinsjyni Garðastræti 11, sími 20672 ekki miðnætti, þegar þér gátuð galdrað fram tuttugu dala seðil- inn, sem þér fenguð frú Jessop“. Það leyndi sér ekki að hann var hreykinn af rökfestu sinni og skarpskyggni. Og Mackey skild- ist þegar, að það, sem hann ótt- aðist mest, var að koma fram. Dave var þegar á báðum átt- um. Honum mundi ekki auðn- ast það heldur í þetta skiptið, að létta farginu af sál sinni og segja hug sinn allan þeim, sem trúði. „Það er dálítið, sem ...“ byrj- aði hann hikandi og tvíráður. „Ekki get ég séð það“, svar- aði Dave Bryce, og var nú ekki AC — VIKAN 5. tljl. eins vingjarnlegur og áður. Hann varð frekjulegur á svip- inn, feitt andlitið þrútnaði og hann gaf gamla manninum óblítt hornauga um leið og hann spurði: „Þér haldið víst að þér getið haft mig að fífli, eða hvað?“ „Ég get þetta; það er allt í lagi hvað það snertir", stamaði Mackey. „En ég má ekki ofgera ... það er flísin, sem við rís. Skiliið þér, að það liggur refs- ing við að beita þessari kunnáttu oftar en einu sinni á einum og sama sólarhringnum, og . ..“ „Já, grunaði mig ekki að það væri einhver hængur á“, mælti Dave Bryce ólíkindalega. Og hann glotti kalt. „í þessum bókum“, mælti Mac- key enn og snerist til varnar, „er að finna töfraorð, sem veitt geta manni allt það, sem hug- urinn girnist. En töfraorðin, sem þarf að hafa yfir til þess að peningarnir liggi í lófa manns, eru þó þau einu, sem ég hef num- ið utanað. Hin önnur get ég þul- ið af bókunum... ég gæti til dæmis auðveldlega töfrað arabíska höll fram handa yður, fulllbúna með gulli slegnum mjóturnum, gimsteinaskreyttum veggjum og hundruðum skarlats- klæddra þjóna með því að þylja viðeigandi máttarorð og viðhafa annan þann hátt á . ..“ Dave Bryce hvæsti. „Já, ein- mitt — þér getið það. Sérhver maður, sem á annað borð gæti það, mundi gera það, fyrir sjáif- an sig; það liggur í hlutarins eðli. Og. . .“ hann virti gamla manninn fyrir sér með augljósri fyrirlitningu, .. . og þér munduð áreiðanlega ganga eitthvað skár til fara, ef þér gætuð, þó ekki væri nema það eitt“. Gamli maðurinn roðnaði lítið eitt. „Dave, ég er orðinn þrjú hundruð ára gamall! Og þegar maður er kominn á þann ald- ur... jú, að vísu eru til ynging artöfrar. En þeir eru heldur óhugnanlegir, og hafi maður gripið til þeirra einhverju sinni, hikar hann við að beita þeim aftur“. „Og í herju mundu þeir vera fólgnir, þessir . . . yngingartöfr- ar?“ spurði Dave tortryggnis- lega. „Bruna . .. Maður hleður sér bálköst úr sérstökum viði, gegn- dreypir hann sérstökum efnum, leggst sjálfur efst á hann og kveikir í honum. Það tekur fuil- an klukkutíma, að líkaminn ger- eyðist í logunum, annan klukku- tíma, að hann endurskapist til æsku“. Svo einlæg var hryllinsgkennd- in í orðum gamla mannsins og svip, að nokkuð dró úr tortryggni Dave, að minnsta kosti í bili. „Jú, ég skil, að þér hikið við það, lái yður það alls ekki. En þetta með arabísku höllina, og allt það ...“ „Ég hef leikið það líka. En það hefur líka sín óþægindi í för með sér. Það gildir einu, hvar þú elur slíku sloti stað, alltaf skulu einhverjir verða til að reka í það augun. Og svo koma einhverjir, venjulega á vegum þess opinbera, og taka að leggja fyrir þig óþægilegar spurningar ... hvernig þú hafir komizt yfir slíkt slot, hver hafi reist það fyrir þig, hvaðan þér hafi komið fé til þess. Og þú segir þeim satt og rétt um það. Þeir fara að skellihlægja; þú kannt því illa og leikur listina aftur, að þeim ásjáandi. Þá hætta þeir að vísu að hlægja, en ekki tekur þá betra við, því að nú er ágirnd þeirra og valdagræðgi vakin. Þeir bjóða þér að \Játa þig sleppa við ákæru fyrir skattsvik, en þá því aðeins, að þú gangir í þjónustu þeirra. Geturðu fram- leitt gereyðingarvopn á sama hátt? Geturðu séð svo um að fjandmenn þeirra detti dauðir niður? Geturðu skapað þeim all- an þann auð, sem þeir girnast? Þú hefur ekki stundlegan frið fyrir þessum þorpurum, engan tíma til að njóta þess að búa í slíku sloti. Þú gerir þér því hægt um vik og lætur slotið hverfa, finnur síðan annan, enn af- skekktari stað og gerir þér ann- að slot... og allt fer á sömu leið. Og loks fer svo, að þú gefst upp“. „Gefst upp? Því í fjandanum skyldi maður gefast upp vegna smávægilegra óþæginda?" öskr- aði Dave. „Nei, fari það bölvað, að ég gæfist upp . ..“ „Mér er meinilla við öll óþæg- indi“, sagði Mackey fljótmæltur. „Ég er nú einu sinni þannig gerður, að ég þoli ekki neina ágengni, þvingun eða hótanir. Ég vil lifa mínu hljóða, kyrr- láta lífi og ekki þurfa að skipta mér neitt af öðrum, frekar en ég þoli að aðrir skipti sér af mér. Og allir þessir meiriháttar töfrar koma manni í klúður fyrr eða síðar“. Dave tautaði eitthvað í barm sér, og svo sátu þeir þegjandi nokkur andartök. Loks stóð Dave á fætur. „Ég er ekki kom- inn til að segja, að ég trúi þessu eins og nýju neti. En ég lít inn til þín aftur á miðnætti, til að sjá þetta eigin augum ...“ Mackey, sem var nú búinn að taka þá ákvörðun að vera alls ekki staddur þarna á miðnætti, kvað það mundi verða sér ánægja og fylgdi Dave til dyra. Mackey var ekki viss um það, en honum sýndist einhver hverfa í skyndi ofan stigann, um leið og hann opnaði dymar fram á . ganginn/ Og þó að hann sæi mannveru þessa ekki nema óglöggt, þótti honum sem hún hefði tekið svip af ungfrú Marigan. Skyldi hún hafa staðið á hleri við hurðina, hugsaði hann, og honum rann kalt vatn milli skinns og hör- unds. Ég verð að komast héðan, og það tafarlaust, hugsaði Mackey enn, og tróð skruddunum i skyndi ofan í ferðasekk sinn. Ég laumast fram og niður stig- ann um leið og ljósin eru slökkt. Þá var eins og hjartað hætti sem snöggvast að slá í barmi hans. Hann vatt sér fram að dyrunum og hlustaði. Hann heyrði fótatak nálgast, heyrði að læðzt var inn gang- inn ... hvíslandi raddir ... Hann greip til ferðasekksins, vatt sér út að glugganum, reyndi titrandi fingrum að losa hespuna af kengnum. Sekkurinn var þungur og hátt til jarðar. Það var eins gott að kunna eitthvað fyrir sér. Loks tókzt honum að mjaka hespunni upp af kengnum. Hann hratt upp gllugganum og það marraði hátt í hjörunum — allt of hátt, og um leið var barið harkalega að dyrum. „Andar-J tak...“ kallaði hann og vildi vinna sér þann örstutta frest, sem með þurfti. Hann tók að brölta upp í gluggakistuna og dró ferðasekkinn upp með sér. í sama vetfangi var hurðinni hrundið frá stöfum; hann fann gripið í föt sín mörgum höndum og um leið var honum kippt ofan úr gluggakistunni og glugganum skellt aftur. Hann rak upp lágt óp, þegar honum var hrundið aftur á bak upp í rekkjuna, og þar lá hann og starði stórum, felmtruðum augum á árásarliðið frú Jessop, dóttur hennar, Theodóru, sem brosti undarlega, ungfrú Marigan og Dave Bryce, og Dave glotti sigri hrósandi. „Ungfrú Tillie segir mér, að þér hafið greitt mér með fölsuð- um peningaseðli", mælti frú Jessop. „Er það satt?“ „Nei“, svaraði Mackey. „Það er ckki satt“. „Annað heyrði ungfrú Tillie yður segja Dave Bryce“, sagði frú Jessop reiðilega. „Hafið þér búið seðilinn til sjálfur, hlýtur hann að vera falsaður, er ekki svo?“ „Hann er einungis endurbor- inn peningaseðill“, svaraði Mac- key lágt, og svo hræddur, að hounm var glataður allur virðu- leiki „Það týnist alltaf fjöldi slíkra peningaseðla á ári hverju, eða þeim er brennt, jafnvel á vegum bankanna... það eina, sem ég gerði, var að endurskapa einn slíkan seðil. Hann er þvi góður og gildur . ..“ Honum létti, þegar hann sá að svipurinn á andliti frúarinnar breyttist til batnaðar; hann hafði hitt á að segja henni einmitt það, sem hún vildi heyra. Ef hann aftur á móti hefði farið að þræta fyrir söguna, mundi hún hafa álitið hana ellióra gamals

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.