Vikan


Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 41

Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 41
svo mjög, að gífurlegt fjárhags- legt tjón blasti við. Herzt var ókunnugt um ástæðurnar fyrir þessu. Vinur Josephs kynnti þá Hertz, sem bað um aðstoð. Joseph vissi, að gagnsóknin mundi taka langan tíma. Rose gekk þá með sjötta barnið, sem átti að fæðast innan tveggja vikna. En hann tók þetta að sér eftir að Hertz hafði útvegað þær fimm milljónir dollara sem Joseph taldi sig þurfa til að bjarga málunum. Hann leigði sér herbergi á Waldorf Astoria-hótel- inu, lagðist strax í rúmið enda veikur, með háan hita, og hóf að gera ráðstafanir sínar. Hon- um tókst að snúa á andstæðinga sína, eftir margar og harðar at- rennur. Til þess að það væri unnt, mátti hann ekki linna lát- unum. Eftir sjó vikna stríð gekk hann sigri hrósandi út úr hótel- herberginu. Andstæðingar hans höfðu gefizt upp og það sem merkilegra var: Fimm milljón dollararnir voru óhreyfðir. Hann skundaði þegar til konu sinnar og fimm vikna gamallar dóttur, sem hann hafði ekki enn feng- ið tækifæri til að sjá. Samtímis kauphallarviðskipt- unum vék hann sér að kvik- myndagerð í Hollywood. Þar varð hann á stuttum tíma um- svifamikill. Hann tók við bág- stöddum kvikmyndafyrirtækjum og endurreisti fjárhag þeirra, var hálaunaður ráðunautur ann- arra og lét gera kvikmyndir fyrir eigin reikning. Meðal þeirra voru kvikmyndir með Gloriu Swah- son, sem þá var ein skærasta stjarna í heimi kvikmyndanna. Honum vegnaði frábærlega vel þrátt fyrir nokkur töp, enda vann hann eins og berserkur, og hætti tiltölulega fljótt á þessu sviði, meira en 17 kílóum létt- ari en 5 rnilljónum dollurum rík- ari. Framhald í næsta blaði. ALLT ER ÞÁ ÞRENNT ER FRAMHALD AF BLS. 13. minn dó. Hann dó og ég á engan son“. Síðustu orðin voru stunu lík- ust. Vein helsærðs dýrs. „Ur hverju dó hann?“ spurði læknirinn. „Það var undarleg tilviljun", sagði litli maðurinn. „Hann var hraustur drengur, svo hann gat ekki fengið hjartaslag eins og konan mín. Það var svo undar- leg tilviljun, að ég veit að ég hef á réttu að standa. Sonur minn var í kjallaranum að lesa í bók. Það henti einhver snjó- bolta inn um gluggann. Það var steinn í boltanum. Steinninn hæfði son minn í gagnaugað og sonur minn dó“. „Ég held ég skilji þetta“, sagði læknirinn. „Þér óttizt að nefna nafn nokkurs manns vegna af- Þessi tæki hafa reynzt mjög vel. — Þau hafa 17“ sjón- vídd. — Auðvelt er að tengja þau við segulband og há- talara. — Verðið hóflegt, aðeins: kr. 8.900. — Berið saman verð og gæði. Útsölustaðir: KAUPFÉLAG HAFNFIRÐIN GA Síml 50224 HRINGURINN, Keflavík. leiðinganna, sem það hefur. En segði mér, hvað viljið þér að við gerum fyrir yður hérna?“ „Ég vil fá að vera hérna. Ég vil, að þér komið í veg fyrir að ég nefni nokkurs mnans nafn. Bjargið mér frá að myrða fleiri menn, því Guð veit, að ég hef þegar líf of margra á samvizk- unni“. Ég vorkenndi litla manninum. Það hlýtur að vera erfitt að ímynda sér, að maður hafi líf fjögurra manna á samvizkunni vegna þess eins og hafa nefnt nafn þeirra þrisvar. Það er án efa nóg til að fá heilbrigðan mann til að efast um geðheilsu sína. Litli maðurinn var lengi hjá okkur. Okkur gekk illa að lækna hann. í hvert skipti sem einhver nefndi nafn einhvers sjúklings- ins í viðurvist litla mannsins fölnaði hann og greip höndunum fyrir eyru sér. Stundum tók hann jafnvel fyrir munninn. Þá vissi ég að nafnið sótti á hann, að varir hans ætluðu að mynda hljóðin ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur þrisvar í röð og upphátt. Yfirlæknirinn okkar sagði að eina lækningin væri sú, að litli maðurinn nefndi nafn einhvers þrisvar í röð og sæi með eigin augum, að það hefði engin áhrif. Stundum reyndi hann að sann- færa litla manninn um álit sitt. En litli maðurinn tók engum sönsum. „Þetta er ekki satt! Þetta er lygi!“ hrópaði litli maðurinn. „Ég nefndi nafn sonar míns þrisvar og hann dó. Ég nefndi nafn konunnar minnar þrisvar og hún dó. Ég er morðinginn! Það deyja allir aðrir. Ég lifi og þjáist“. „O, við sjáum nú til“, sagði yfirlæknirinn. Hann ætlaði að sannfæra litla manninn um villu síns vegar. „Nefnið þér mitt nafn þrisvar". Litli maðurinn leit á mig og ég sagði róandi: „Gerðu það bara. Ég veit, að þú ert sannfærður um, að þetta hrífi, en það gæti alltaf verið misskilningur hjá þér. Orð geta engan drepið. Sannaðu það fyrir sjálfum þér“. Litli maðurinn kúgaðist af skelfingu og viðbjóði. Augun stóðu á stilkum út úr höfði hans og æðaberar hendur hans knýtt- ust saman. En varir hans bærð- ust og hann hvíslaði nafn yfir- læknisins þrisvar í röð. Ég horfði á litla manninn og þess vegna sá ég ekki yfirlækn- inn hníga til jarðar. Ég hafði aldrei heyrt minnzt á það áður, að hann væri veill fyrir hjarta. Samt hljóðaði dánarvottorðið upp á hjartaslag. Við urðum að gefa litla mann- inum róandi sprautur margar nætur, til að hann gæti sofið. Ég reyndi að sannfæra hann um, að yfirlæknirinn hefði verið veill fyrir og að eftirvæntingin um, hvort lækning hans hrifi eða ekki hefði gert út af við hann. En litli maðurinn tók engum sönsum. Hann tautaði bara: „Þetta sagði ég ykkur. Ykkur var nær að trúa mér“. Auðvitað var þetta aðeins ein tilviljun enn. Orð geta engan drepið. Það vitum við öll. Við vitum líka, að yfirlæknirinn hafði rétt fyrir sér. Eina lækn- ingin er sú að láta litla mann- inn nefna nafn einhvers okkar þrisvar sinnum og sjá að ekkert skeður. Við tölum oft um að gera það. Einhvern veginn verður samt ekkert úr framkvæmdum. VEGURINN LOKAST FRAMHALD AF BLS. 19. vegna þess að allar aðfærslu- leiðslur rafmagns að austan, liggja að spennubreytum okkar við gömlu Elliðaárstöðina. Spennan á rafmagninu að aust- an er 132 þúsund volt, en er spennt niður í spennubreytunum í mismunandi háa spennu — allt frá 6 þúsund volt, upp í 60 þús- und volt, og dreift þaðan um Reykjavík og nágrenni, til Kópa- vogs, Hafnarfjarðar og um Suð- urnes, Mosfellssveit og víðar um þennan landshluta. Ef mannvirkin við Elliðaárnar fara, þá missum við þessa spennubreyta og allt dreifingar- kerfið, en línan að austan gefur samt sem áður full afköst. En við getum ekki nýtt þau, nema hafa spennubreytana hér. Þessa spennubreyta er ekki hægt að fá, nema með löngum fyrirvara. En mér detta strax í hug nokkrar bráðabirgðalausnir. Ein er sú, að fá rafmagn frá Keflavíkurflugvelli. Eins og er, þá fá þeir rafmagn hjá okkur, en þeir hafa varastöð og gætu sent okkur rafmagn frá henni til bæjarins með 30 þús. volta spennu, sem við getum notað hér. Önnur lausn, og raunar sú sjálfsagðasta og sú, sem fyrst þarf að reyna, er að ganga strax í það að bjarga spennubreytun- um sem eru niðri við Elliðaár- stöðina. Það eru aðallega þrír stórir spennubreytar þar, sem mér finnst sjálfsagt að reyna að koma í burtu þegar í stað. Ef það verður hægt, tekur lítinn tíma að koma þeim í samband annars staðar og nota þá áfram. Það er ekki ýkja mikið verk að losa þá af undirstöðum, og nokkurra mínútna verk að af- VIKAN 5. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.