Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 44
FYRIR ÞVÍ URSKURÐAST
Sjá Hvernirr dæmir bú á bls. 40.
Samkvæmt íslenzkum erföalögum er mönnum heimilt að
ráðstafa eignum sínum eiftir sína daga með arfleiðsluskrá,
ef ])eir eru orðr.ir fullra 18 ára að aldri og andlega lieilir
heilsu.
Heimild þessari eru þó takmörk sett, ef viðkomandi á niðja
og/eða maka á lífi. í því tilfelli má hann nú aðeins ráðstafa
þriðjungi eigna sinna með enfðaskrá. Áður en nýju erfða-
I ,'gin frá 1902 gengti í gildi, mátti arfleiðandi aðeins ráðstafa
á þann hátt fjórðungi eigna sinna, ef niðjar voru fyrir hendi.
Erfðaskrá er bundin ströngum iformkröfum. Ef út af er
brugðið i einhverjum efnum, fær erfðaráðstöfunin ekkert gildi.
Samkvæmt reglum fjármunaréttarins er meginstefnan sú,
að fullveðja mönnum er heimilt í lifanda lífi að ráðstafa eign-
um sínum svo bindandi sé án tillits til endurgjalds. Þannig er
mönnum heimilt að gefa eignir sínar að meira eða minna leyti.
Er sú ráðstclfun kölluð lífsgjöf í mótsetningu við dánargjöf,
þegar um arfleiðslu er að ræða og aðrar gjafir, sem til fram-
kvæmdar eiga fyrst að koma að gefanda látnum.
Þótt munurinn á lífsgjöf og dánargjöf sé oftast ljós, getur
stundum orkað tvímælis, um hvora tegundina sé að tefla. Brýna
nauðsyn ber þó til að greina glöggt á milli þessara tilvika,
þar sem réttaráhrif hinna tveggja löggerninga er með mis-
munandi hætti.
Sú liætta, sem hér getur verið á ferðinni, er í ])ví fólgin,
að arfleiðandi, sem e. t. v. hefur ástæðu til að ætla, að dauða
sinn heri bráðlega að höndum, vilji mismuna erfingjum sínum
í ríkara mæli, en erfðalögin heimila. Ef slíkur vilji er fyrir
hendi, er freistandi að láta líta svo út á yfirborðinu, að
um lífsgjöf sé að ræða, þótt raunverulega sé hún dánargjöf.
Þegar slík mál sæta úrlausn dómstóla, verða dómendur
að meta það eftir atvikum öllum, hvort hin formlega lifs-
gjöf sé raunverulega próforma gerningur, gerður í þeim til-'
gangi að komast hjá reglum erfðaréttarins um arfsskipti. Oft
getur liár verið um hin erfiðustu takmarkatilfelli að tefla.
í atvikalýsingu eru rakin þau helztu rök, sem fram geta
komið til stuðnings livorum málsstaðnum. Má segja um hvorn
rökstuðninginn fyrir sig, að hann sé sannfærandi, og úrslit-
in eru engan veginn ótvíræð.
Mál mjclg svipað þessu hefur sætt úrlausn Hæstaréttar.
Um niðurstöðuna varð ágreiningur í réttinum. Meiri hlutinn,
þrir dómendur, töldu réttarheimild hresta til að ógilda kaup-
málann og vildi þvi láta hann halda gildi sínu. Minnihlut-
inn, tveir dómarar, var gagnstæðrar skoðunar. Hann taldi, að
hér hefði verið um dánargjöf að ræða, og vildu þessir dóm-
endur ógilda kaupmálann.
Eins og áður er tekið fram, er hér fjallað óumdeilanlega
um mjög mikið vafaatriði á lögfræðilega vísu. Persónuleg
skoðun mín er sú, að rök minnihlutans séu meira sannfærandi.
En með því að meiri liluti Hæstaréttar heifur kveðið upp
þann dóm, að kaupmáli eigi að halda gildi sínu í slíkum til-
vikum, verður að telja slíka Iausn rétta niðurstöðu, ineðan
gagnstæð skoðun hefur ekki hlotið viðurkenningu æðsta dóm-
stigsins.
Ályktunarorð: KAUPMÁLINN ER GILDUR.
J. P. E.
í þessu tilfelli, þótt þeir verjist
að æsa upp hræðslu manna og
hugaróra...“
,,Já, ég vil taka undir þetta“,
mælti borgarstjóri, „og þótt em-
bætti blaðafulltrúa sé því miður
ekki til ennþá, þá fel ég þér
þetta starf, Ásgeir, að sjá um
þetta í samræmi við það, sem
Valur sagði“.
Ásgeir Sveinsson kinkaði kolli.
„Má ég kannske vera með blaða-
mennina í herberginu hérna fyr-
ir framan, ef mig skyldi vanta
frekari upplýsingar hjá ykkur?“
„Já, setztu bara þar að í bili.
Þú þarft að fylgjast vel með
öllu, sem hér gerist. Ef ég hefi
tíma, þá get ég kannske komið
fram til ykkar smástund. Þú læt-
ur mig þá vita“.
„Já, takk fyrir“, svaraði Ás-
geir og gekk út.
Það var farið að fækka inni
hjá borgarstjóra, þar sátu ennþá
borgarverkfræðingur, lögreglu-
stjóri, slökkviliðsstjóri, vega-
málastjóri, Blöndal Hjálmarsson,
Valur Ágústsson, fréttastjóri út-
varpsins og borgarstjóri sjálfur.
Vegamálastjóri stóð upp: „Hald-
ið þér að það sé nokkuð fleira,
sem ég get gert hér . . . ég vildi
helzt komast sem fyrst aftur á
vígstöðvarnar".
„Nei, þakka yður kærlega fyr-
ir komuna, við verðum allir að
bjarga okkar málum eftir beztu
getu, við höfum samband við
yður síðar, ef við megum“.
Vegamálastjóri kvað það sjálf-
sagt, og flýtti sér út.
„Ég hef kannske tafið ykkur
meira en góðu hófi gegnir, herr-
ar mínir", sagði borgarstjóri síð-
an, „en það var með vilja gert,
því ykkur er vafalaust fyrst og
fremst nauðsynlegt að fylgjast
með því, sem er að gerast, og
verður gert, til að auðvelda ykk-
ur störfin. Ég held ekki að það
sé ástæða til að tefja ykkur
lengur, eins og nú er komið, og
ég efast elcki um að ykkar bíða
erfið störf. Má ég benda yður
á það, lögreglustjóri, að vafa-
laust flykkist fólk inn með
Elliðaám í dag, og ekki sízt ef
hraunflóðið fer að renna þar.
Það þarf vafalaust að gæta þess
vel, að enginn fari sér að voða,
og að fólkið verði ekki fyrir
þeim, sem eru að vinna og tefji
framkvæmdir.
Við munum setja tilkynningar
í útvarp og blöð um hvað er að
gerast, og ýmsar ráðleggingar
til almennings. Það þarf að vara
fólk vel við því, að vegarsam-
band um veginn þarna kunni að
rofna, og að allir séu réttu meg-
in við hraunranann, þegar þar
að kemur. Það væri e.t.v. bezt
að hafa einhverjar hömlur á um-
ferðinni, og að leyfa enga óþarfa
umferð — en um það atriði læt
ég yður alveg.
Hvað viðvíkur slökkviliðinu,
vil ég banda á að sennilegt er
að fólk kunni að fara óvarlega
með eld, þegar að því kemur
að það missir rafmagn og hita.
Ég mundi telja ráðlegt að hafa
öll tæki tilbúin við slökkvistöð-
ina, og að kalla til starfa allan
þann mannskap, sem þið ráðið
yfir.
Borgarverkfræðingur hefur
vafalaust nóg starf fyrir hönd-
um, og að sjálfsögðu munuð þér
aðstoða eftir þörfum við fram-
kvæmdir efra, og beina öllum
starfskröftum til þess, vélum og
tækjum, sem tiltæk eru.
Ég þakka fréttastjóra útvarps-
ins fyrir komuna. Þér vitið nú
nokkurnveginn hvað er að ger-
ast, og getið samið fréttir sam-
kvæmt því. Það er ástæðulaust
að halda nokkru leyndu, en ég
vona að þér minnizt orða Vals
áðan um fréttaflutning í sam-
bandi við þetta. Þakka yður fyr-
ir. . . ja, ég þarf ekki að taka
fram að okkur væri kært ef þér
hefðuð mann hérna hjá okkur
á blaðamannafundinum á eftir.
Mér þætti vænt um ef þið
færuð ekki héðan, Valur 03
Blöndal. Því við þurfum að ræða
ýmislegt fleira, sem þarf að
gera.“
Útvarpið skýrði frá gosinu
strax um sjöleytið um morgun-
inn, og sagði frá því, að vel væri
hægt að sjá það af Öskjuhlíðinni.
Þess var heldur ekki langt að
bíða, að fólk færi að þyrpast
þangað uppeftir, og strax um
klukkan átta var kominn þangað
múgur manns, sem stóð við
heitavatnsgeymana og horfði á
eldstólpann, sem stóð upp úr
gígunrn, og öskuna og reykinn,
sem þyrlaðist enn hærra og barst
fyrir vindi um nágrenni gossins.
Fólkið var yfirleitt rólegt og
óhrætt við þessar náttúruham-
farir. Menn gerðu sér grein fyrir
að þetta gæti skapað ýmsa erfið-
leika og vandræði fyrir íbúa
Reykjavíkur, en ekki svo að
neinum væri hætta búin. Menn
vissu að þetta var sami eldur-
inn, sem hitaði upp vatnið í
geymunum þarna á hæðinni og
vermdi hús þeirra í vetrarkuld-
um. Þarna sást hann laus og
ótaminn, rauour og ógnandi við
dökkan himininn. Við þessu var
ekkert að gera, annað en að bíða
að sjá hvernig færi, og vona
að ekki hlytist illt af.
Svo fóru menn að tínast í
burtu í vinnuna, og þegar þeir
voru komnir niður í bæinn, voru
þeir búnir að gleyma gosinu og
farnri að hugsa um peninga og
brauðstritið eilífa, sem ekkert
tillit tók til slíkra viðburða.
Lífið varð að hafa sinn gang
hvað sem gosinu leið.
Framhalld í næsta blaði.
í FULLRI ALYÖRU
FKAMHALD AF BLS. 2.
Vestmannaeyja. Nú hefur eyjan
fengið nafnið Surtsey og eru
Eyjamenn óánægðir með nafnið,
fyrst og fremst vegna þess að
það á enga hliðstæðu í örnefn-
um eyjanna. 19 ungir Vest-
mannaeyingar, sem vildu mót-
mæla nafninu Surtsey, sigldu
þangað og 8 þeirra gengu á land.
Undirritaður ræddi málið við
Ármann Eyjólfsson sjóliðsfor-
ingja, sem reynzt hefur ötulast-
ur þeirra sem gengu á nýju eyj-
una. Ármann sagði:
- Björgunin tókst og guði sé
lof fyrir það, en tilganginum höf-
um við ekki náð, en hann var að
mótmæla nafninu Surtsey. Mér
finnst það vera smánarnafn á
eyjunni. Og það finnst fleirum.
Þegar kona ein hér í bæ hafði
heyrt nafnið Surtsey, varð henni
hverft við og mælti. „Þetta kalla
ég að storka náttúruöflunum".
Hjá Snorra er sagt að Surtur
££ — VIKAN 5. tbl.