Vikan


Vikan - 30.01.1964, Síða 40

Vikan - 30.01.1964, Síða 40
I HVERNIG DÆMIR ÞÖ? Jón hlunnfarinn í erföamáli Jón Jónsson fæddist utan 'hjónabands. FaSir hans, Jón Jósafatsson, kvæntist ekki, fyrr en hann var kominn á sex- tugsaldur. Gelck liann j)á að eiga Hergunni Hjálmarsdóttur. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, og var Jón Jónsson einkabarn föður sins. í júlímánuði 1958 lagðist Jón eldri í sjúkrahús og var þar skorinn upp við innanmeini. Við uppskurðinn kom í ljós, að hann gekk með ólæknandi krabbamein í maga, og þótti Jæknum einsýnt, að l'rekari skurðaðgerð myndi ekki bera árangur. Svo virðist sem læknar hafi ekki tjáð Jóni, hvernig heilsu hans var komið. Hann dvaldi aðeins um þriggja vikna skeið á spitalanum og virtist hressast nokkuð. Hann hafði fótavist fram yfir næstu áramót, en þá tók heilsu hans mjclg að hraka. Hinn 17. janúar 1959 sótli heimilislæknir Jóns um sjúkra- húsvist fyrir liann, og taldi læknirnn í umsókninni, að Jón myndi aðeins lifa i 1—2 vikur. Sjúkrahúsrými reyndist ekki fyrir hendi þá þegar, og ekki ifékkst það fyrr en hinn 26. febrúar, en dauða Jóns bar að höndum 10. marz 1959. Enfingjar Jóns heitins Jósafatssonar voru þau Jón Jónsson og Hergunnur Hjálmarsdóttir. Við s'kipti á dánarbúinu kom í ljós, að Jón heitinn og Hcrgunnur höfðu haft með sér algert félagsbú þar til hinn 23. desember 1958, en þann dag gerðu þau með sér kaupmála. Efna þessa kaupmála var á þá leið, að ibúð Jóns, sem hafði verið eign hans við giftinguna, var gerð að séreign Hergunnar. Samkvæmt mati var íbúðin við skiptin álitin 280 þús. króna virði, þar frá höfðu verið dregnar áhvílandi skuldir. Innanstokksmunir þeirra hjóna að fjárhæð kr. 50 þús. voru einnig gerðir séreign konunnar með sama kaup- mála. Aðrar eignir komu eklci til athugunar við búskiptin n ma ein sparisjóðsbók, sem Jón heitinn hafði átt, en inn- stæða í bókinni nam kr. 18.000,00. Jón Jónsson gerði þá kröfu að áðurnefndur kaupmáli yrði metinn ólöglegur og eignir þær, sem gerðar höfðu verið að séreign konunnar með þeim löggerningi, kæmu til skipta milli sín og Hergunnar, eins og iiver annar arfur. Kröc'u sina byggði Jón þeim rökum, að hér hafi raunveru- lega vcrið um dánargjöf að ræða. Kaupmáiinn iiafi verið gerð- ur aðeins 2% mánuði fyrir lát föður sins, og því ætti að beita reglum erfðaréttarins i þessu sambandi. Jón Jónsson sagði, að ifaðir sinn hefði mjög verið farinn að iheilsu, þegar kaupmálinn var gerður, enda þótt hann hef'ði verið með fullu ráði og rænu. Jón taldi það með mestu ólik- indum, að faðir sinn iiafi eigi vitað eða mátt vita, hvert stefndi með heilsu hans, enda þótt læknar hafi ekki bein- línis tjáð honum, að hann gengi með ólæknandi krabbamein. Megi því ganga út frá því, að kaupmálinn hafi verið gerður i þeim tilgangi einum að sniðganga reglur erfðalaganna. Þann- ig hafi þessi ráðstöfun tvímælalaust verið gerð i þvi skyni að hlunnfara annan erfingjann til hagsbóta fyrir hinn, en slikar ráðstaifanir geti réttarskipunin ekki viðurkennt og eigi þær því að sæta ógildingu. Hergunnur Hjálmarsdóttir mótmælti þessari krclfu og krafð- ist þess, að kaupmálinn yrði metinn gildur. Hún staðhæfði, að kaupmálinn væri í fullu samræmi við gildandi lagaákvæði um fjármál hjóna og þá almennu reglu íslenzks réttar, að fullveðja mönnum sé rétt og 'heimilt að ráðstaifa eignum sín- um i lifanda lífi á bindandi hátt, ef engin sérstök bönd hvíla á þeim. Spurning VIKUNNAR: ER FRAMANGREINDUR KAUPMÁLI GILDUR? Svar er á bls. 44. Rose Fitzgerald ákveðið. Hinn verðandi eiginmaður, sem ann- ars var skuldum vafinn vegna nýlegra hlutabréfakaupa, tók enn að láni talsverða upphæð til afborgunar á húsi. Sama mánuð, í október 1914, voru þau gefin saman af 0‘Connell kardinála með glæsilegri athöfn. í júlí næsta ár fæddist þeim fyrsta barnið, Joseph yngri. Og 29. maí 1917 fæddist John Fitz- gerald Kennedy, sem síðar átti eftir að bera hróður ættarinnar og raunar allrar bandarísku þjóðarinnar víða um álfur. í dag- leug taii var hann nefndur Jack, jafnvel eftir að hann varð for- seti Bandaríkjanna. Skömmu eftir fæðingu Jacks fékk Joseph, faðir hans, tilboð um mikilvæga stöðu hjá Betle- hem Steel, einu af risafyrirtækj- um Bandaríkjanna. í þeirri stöðu kynntist hann þáverandi aðstoð- arflotamálaráðherra, Franklin Delano Roosevelt, sem síðar varð einn ástsælasti og virtasti for- seti sem Bandaríkjamenn hafa átt. Þeirra viðskipti voru fram- an af fjármálalegs eðlis, en áttu, þrátt fyrir fyrstu kynnin, eftir að snúast upp í innilega vináttu — en því miður lenti í köldu stríði milli þeirra síðar. Roosevelt var sendur af flota- málaráðuneytinu til að semja við Betlehem Steel um afhend- ingu skipa, sem fyrirtækið hafði smíðað fyrir stjórn Argentínu. Fyrirtækið hafði neitað að af- henda skipin fyrr en greiðslur væru fyrir hendi. Samningstil- raunum þeirra Kennedys lauk með því, að Roosevelt missti þol- inmæðina, stóð á fætur og yfir- gaf skrifstofuna en tjáði Kenn- edy áður en út úr skrifstofunni var komið, að hann myndi senda dráttarbáta til að sækja skipin næsta dag. Og þetta gerði hann. Joseph undi aldrei lengi í sama starfinu. Hann fór úr einu í annað, ætíð nokkur skref upp á við og ákvað loks, öllum til mikillar undrunar, að gerast verðbréfabraskari í kauphöll- inni. í kauphöllinni varð hann brátt meðal þeirra, sem snjallastir voru taldir. Hann var sérfræð- ingur í vissum greinum kaup- hallarviðskiptanna. Ein aðferðin var sú að kaupa talsvert magn af hlutabréfum, sem ekki voru í áberandi umferð, selja þau og kaupa á víxl, þar til eftir þeim var tekið, og nægilega margir höfðu keypt svo að þau hækk- uðu í verði, en selja þau þá með hagnaði. Árangur hans í þess- arri grein viðskiptanna varð til þess að hann var af Hertz, for- stjóra Yellow Cab-Ieigubílastöðv- arinnar í New York, beðinn um að hjálpa upp á sakimar, þegar fyrirtækið lenti í vandræðum vegna skemmdarstarfsemi gagn- vart fyrirtækinu í kauphöllinni. Nokkrir óvinveittir náungar voru byrjaðir að selja hlutabréf fyrirtækisins í stórum slumpum, en það leiddi aftur til þess, að verð hlutabréfanna stórlækkaði, _ VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.