Vikan


Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 25

Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 25
MERERILLAVID OÞÆGINDI Hvað á maður að gera þegar ffðlk er að ergja mann með fforvitni og smámunasemi. Hvað varöar það um, hvernig maður býr til 20 dollara seðil. Örþrifaráð eru leíðinleg, en sumt er líka . . . Smásaga efftir Jack Sharkey Engum, sem hefði séð Mackey stíga út úr lestarvagninum, bretta upp kragann á svörtum frakkanum til að verjast köldum stormgustinum, sem næddi um brautarpall- inn, gat komið til hugar hve hættulegur hann var. Hann bar farangurinn sjálfur, til að komast hjá þeirri niðurlægingu að geta ekki vikið drykkjuskildingi að burðarmann- inum, og honum varð ekki einu sinni að líta á veðurmáð tréspjaldið yfir dyrunum að biðsalnum á brautarstöðinni, þar sem gat að lesa, að maður væri staddur í East Hafford í New Jersey. Hann var miklu fremur álappa- legur heldur en að hann gæti skotið nokkr- um skelk í bringu, þar sem hann hélt leið- ar sinnar, álútur og dró á eftir sér fæturna, með snjáðan ferðasekk sinn í hendi og barða- mikinn hatt á höfði — virtist ekki að neinu leyti skera sig úr þeim fjölmenna hópi gam- alla manna, sem hjara eins og af vana árum saman eftir að þeim er þorrin öll lífslöngun. Það var sjávarsélta í storminum, sem smeygði sér um krókóttar götur og stíga upp frá höfninni, inn í íbúðarhverfin. Gang- stéttirnar voru lagðar klakahröngli, og lagði um þær smámulið ísryk, sem stormurinn þyrlaði um hnútubera ökla gamla manns- ins, og það var eins og hann væri stunginn oddhvössum, köldum nálum gegnum þunna, svarta sokkana. Þegar kom í aðra götu frá stöðinni, blasti við honum auglýsingaspjaldið: „HERBERGI TIL LEIGU“, og þar þrammaði hann upp fornfáleg stigaþrepin, upp á dyrapallinn. Frú Jessop opnaði dyrnar, þegar hann hringdi, virti hann náið fyrir sér, og hold- ugur líkaminn með svuntunni framaná fyllti út í dyrnar. „Auglýsingaspjaldið . . hreytti hann út úr sér milli samanbitinna tannanna og nötraði af hrolli. „Mig vantar herbergi“. Þegar frú Jessop virti hann fyrir sér af augljósri tortryggni, bætti hann VÍð, „Fyrir alla muni; það er kalt hérna úti“. Og hann reyndi að brosa sínum þunnu, helbláu vörum, og það vakti meðaumkun hennar. „Tíu dalir á viku . . .“ sagði hún, hálft í hvoru spyrjandi og virti enn fyrir sér snjáðan yfirfrakka gestsins og fornfálegan ferðasekk- inn. Hann kinkaði kolli. „Ágætt, ágætt. Fyrir- tak“. Þá hélt frú Jessop inn ganginn og Maekey fylgdi henni eftir, inn í hlýjuna í þröngu and- dyrinu. Hann dró tuttugu dala seðil upp úr vasa sínum, slétti úr brotunum og rétti henni. „Má ég líta inn í herbergið?" Frú Jessop, sem gerðjaðist jafnvel enn verr að gestinum, þegar hún sá hann betur í birt- unni af ljósinu, vætti varirnar með tungubrodd- inum, hikaði, en tók loks við seðlinum og stakk honum í svuntuvasa sinn. „Komið með mér“, sagði hún stutt í spuna og hélt af stað inn eftir ganginum. „Borðsalurinn er þarna“, sagði hún og benti inn um opnar dyr til hægri á ganginum, hjá stiganum. Mackey sá þar inni langt tréborð og stóð skál með gerviblómum á því miðju, en svo voru þau komin framhjá dyrunum og frú Jessop lagði af stað upp stig- ann. Mackey fylgdi henni eftir, en nam staðar til að blása mæðinni eftir nokkur þrep. „Ferðasekkurinn þungur?“ spurði hún og leit til hans um öxl. Þegar hann kinkaði kolli og brosti þreytulega, kallaði hún: „Teddy! Þú þarna, Teddy! Komdu hingað niður!“ Hratt fótatak uppi á loftinu gaf til kynna að Theodora Jessop væri á leiðinni fram á stiga- skörina; jarphærð stúlka, þi'ýstin og brjósta- mikil með slétt barnslegt andlit og mundi hafa verið heillandi fríð sýnum, ef varirnar hefðu ekki verið undarlega samanbitnar. Hún var í köflóttri skyrtu úr ullardúk, dálítið fleginni í hálsinn og þröngum síðbuxum úr dökkgrænu strigaefni. „Já, mamma“, svaraði hún, „hvað vantar þig?“ Hún svipaðist um og augu henn- ar staðnæmdust við gestinn; sem snöggvast sló á þau skæru bliki hæverskrar forvitni, en VIKAN 5. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.