Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.01.1964, Qupperneq 28

Vikan - 30.01.1964, Qupperneq 28
óþæglndl Dave Bryee var maður til þess, og Mackey þurfti ekki annað en kinka kolli öðru hverju og leggja við eyrun. Næstu tíu mínúturnar reyndi Mackey eftir megni að leyna óþolinmæði sinni, á meðan hann hlust- aði á frásögnina af því, hvernig Dave Bryce hafði, fyrir frábæran dugnað, harðfylgi og fyrirhyggju, hafizt úr ekki neinu í þá miklu ábyrgðarstöðu að vera umboðsmaður umsvifamikillar vörubílasölu. Mackey var farinn að spenna greipar sitt á hvað út úr leiðindum, þegar Dave Bryce greip allt í einu frammí fyrir sjálfum sér og spurði: „Teflið þér skák, Mackey?“ Mackey dró andann léttara. Það var nefnilega fátt, sem hann hafði eins mikið yndi af og að heyja harða orrustu á skákborði. „Já, svaraði hann vonglaður. „Jú, ég geri það“. „Stórkostlegt . . . blátt áfram stórkostlegt. Það er skákborð inni í herberginu mínu. Hvernig væri að við tækjum eina í ró og næði . . .“ Mackey var í þann veginn að svara, þegar enn var knúið dyra, og þó heldur léttara en fyrr. Þegar hann opnaði, stóð skæreyg, lágvaxin kona með vandlega skrýft, ljósgrátt hár frammi á gang- inum. Pírði á hann, eins og mýsla, sem gægist út úr holu. ,.Það er víst kominn kvöldverðartími", sagði hún hikandi og brosti með varúð til Mackey, en bros- ið varð sýnu breiðara og djarfara, þegar henni varð litið á Dave Bryce. Dave Bryce stóð upp og kynnti þau, Tillie Marigan, sagði hann, hún væri nágranni þeirra við ganginn. Þau heilsuðust vingjarnlega, en þó ekki laust við, að bæði færu eilítið hjá sér, og að því búnu hélt hún á undan þeim fram gang- inn. Dave Bryce lagði af stað á eftir henni, en leit um öxl til Mackey. „Komið þér ekki líka?“ spurði hann, og það var eins og hann fyndi það á sér. að Mackey gengi uppburðarleysi til, er hann hikaði, því að hann bætti við: „Mér fannst lika óþægilegt að setjast til borðs með bláókunn- u<m fólki, svona fyrst eftir að ég kom hingað, en það fór strax af. Frú Jessop trónar eins og drott.ning við borðið, satt er það, en maturinn er góður hjá henni. Það má hún eiga“. Svo fyrirferðramikill var Dave að allri gerð, að ekki var nokkur leið að láta hann lönd og leið. Oe Mackev lét sér vel líka, að sá hinn kröft- usi maður tæki undir hönd honum og leiddi hann fram eansinn og ofan stigann. Þetta revndist ekki eins slæmt og hann hafði kviðið. Þær mæðgurnar sátu þöglar yfir súpu- diskum sínum, spændu í sig af kappi, en létu borðhaldið að öðru levti afskiptalaust. Ungfrú Marisan veittist eisa fullt í fangi við að innbyrða þá fáu og smáu munnbita. sem hún hafði á disk sinn látið; settist að því búnu fram í dagstofuna o" fór að skoða tímarit. Mackey var því fegn- astur hve fátt var rætt við borðið; honum var alltaf bvert um geð að verða að svara heimsku- leCTum spurningum. Hann flýtti sér að borða og þóttist hafa vel sloppið, þegar þeir Dave héldu upn stigann aftur, til síns heima. „Hvernis lízt þér á hana, valkyrjuna?“ spurði Dave allt í einu, þegar þeir voru í þann veginn að hefia skákina. „Theodoru . . .“ Spurningin kom Mackey auð- heyranlega á óvart. „Þér eigið við Teddy, dóttur frú Jessops, er ekki svo? Hvernig ætti mér að lítast á hana?“ „Það er eins gott að vara sig á henni“, sagði Dave Bryce og deplaði augunum. „Nei og sussunei-nei!“ Dave hló. „Snuðrar bara. Hún er með nefið niðri í öllu, öldungis eins og kerlingin. Ekki í rónni, nema hún viti hvaðeina, smátt og stórt, um gestina. Nei, enginn skyldi halda, að honum megi takast að halda nokkru leyndu fyrir þeim, mæðgunum". Hann blimskakaði augunum á Mackey. „Sýnsit mér rétt, að yður sé brugðið? Vonandi ekki við þessi orð mín . . .“ „Ég . . Mackey hóstaði vandræðalega. „Sjáið þér til . . .“ Hann leit fast á Dave, titraði eins og hann reyndi með erfiðismunum að halda aftur af orðunum, sem brutust um í huga hans og leit- uðu fram á tunguna; eins og sál hans styndi und- ir þungu fargi, og hann þyrði ekki að velta því af henni. „Hvort í þreifandi, kunningi . . . það var síður en svo að ég ætlaði að gera þér bylt við“. Það var auðséð á Dave, að hann kunni ekki við þetta. ‘ „Getur það átt sér stað, að þér hafið einhverju að leyna . . . einhverju óhuganlegu? Þér eruð þó ekki á flótta undan lögreglunni?" Mackey leit á hann, fyrst eins og hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en fór svo að hlæja, dátt og ákaft, svo að gráir lokkarnir ýfðust. „Nei, nei, því fer víðs fiarri, Dave . . . langt frá því . . .“ Dave Bryce brosti breitt; honum létti bersýni- lega og nú var honum líka skemmt. „Mér datt svona í hug, að þér kynnuð að hafa myrt nokkr- ar eiginkonur og steypt líkin af þeim ofan í kjall- aragólfið, eða eitthvað kannski enn verra“. Og Dave Bryce hló hátt og harkalega. Mackey hló jafnvel enn hærra að þessari brjálæðislegu firru. Og svo var eins og hann tæki allt í einu ákvörðun. Hann ýtti taflborðinu gæti- lega til hliðar, lagðist á fjóra fætur og dró ferða- sekkinn undan rekkjunni. Dave stóð upp, og starði með forvitni á þykku og fornfálegu skræðurnar fimm, sem Mackey tók upp úr sekknum og lagði á náttborðið. Og þegar Mackey gaf ekki neina frekari skýringu þar á, tók hann þá skræðuna, sem efst lá, athugaði fyrst fornt og snjáð skinn- bandið og tók síðan að fletta henni. Blöðin voru gulnuð og skrælnuð og báru öll ellimerki, og skrjáfaði í þeim, þegar hann fletti þeim og rýndi í máð og annarlegt letrið. „Gríska?“ spurði hann; gizkaði á það uppá von og óvon. „Arabíska“, svaraði Mackey. „Fornarabíska ...“ Dave yppti öxlum. „Ég fæ ekki skilið, að það sé neitt rangt við það, þó að þér lesið erlent mál. Ja, nema þá kannski ef það væri rússneska ...“ „Það er efni bókanna, sem er leyndardómur, Dave. Ekki tungan sjálf. Ef þessar bækur lentu í höndum óvandaðra manna, Dave ...“ Dave Bryce virti skruddurnar fyrir sér af sýnu meiri áhuga en áður. Hann lækkaði röddina í hvísl. „Klám, lagsmaður?" spurði hann. „Nei“, svaraði Mackey. „Töfrar . . . þetta eru semsé galdrabækur“. „Þér eruð þá . . . töframaður? Ég á ekki við svona kuklari, heldur raunverulegur, sko . . . töframaður?" Mackey hugsaði svarið. „Ekki nema að vissu leyti. Innan vissra takmarka, Dave Bryce. Það fer allt eftir því, hvaða skilning maður leggur í það. Kunni maður til dæmis að búa til mat, og bregða þeirri kunnáttu fyrir sig endrum og eins —• þá er samt sem áður varla hægt að kalla hann matsvein . . .“ „Ég skil hvað þér eigið við“, svaraði Dave Framhald á bls. 45. 2g — VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.