Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 23
hélt að hann væri að verða veik-
ur. Hann horfði á Clare, og hat-
ur, storkun og örvæntandi ást
blandaðist saman í eitt er hann
sagði:
— Þér tókst raunverulega að
sannfæra Faith um að ekki væri
neitt milli þín og mín? Að ég
elskaði þig ekki og þú ekki mig?
— Bara að þú vildir skilja!
sagði Clare biðjandi. — Bara að
þú gætir séð hvernig þessu er
varið í raun og veru!
— Ég geri það — ég skil það!
. . . Þú varst staðráðin í að gift-
ast Ralph. Og úr því að þú vild-
ir spilla trúlofun minni þó að þú
vissir að þú ætlaðir aldrei að
giftast mér... þá er þér lítil
stoð í þessari fallegu sögu um
sjálfsfórnina þína ... Röddin var
beiskjuþrungin þegar hann lauk
setningunni: — Ég skil vel hvat-
irnar til síðustu orða þinna þeg-
ar við töluðum um þetta og
kvöddumst . . . Þú talaðir svo
hjartnæmt um að Faith væri
blind og við mættum ekki særa
hana.. . Simon barði hnefanum
í skrifborðið. — Og ég, heimsk-
inginn, ég trúði þér! Ég trúði
þér. Þér hefur sannarlega verið
skemmt!
Clare þoldi ekki meira. Ekk-
ert sem hún sagði eða gerði gat
komið honum til að skilja ...
Hún bældi niðri í sér grátinn,
hrinti upp hurðinni og hljóp út
úr stofunni.
Joan hafði setzt við borðið sitt,
en Simon stóð í sömu sporum.
Andlitið var eins og á líkneski.
- Og ég sem hélt að mér
tækist á l?,un að gera þig ham-
ingjusaman- sagði hún með titr-
andi röddu. Hún hailaði höfðinu
á hendur sér á borðinu og grét.
Svo leit hún upp, útgrátnum
augum, sneri sér að honum og
hvíslaði: —• Reyndu að fyrir-
gefa mér . . . það hefur ekki ver-
ið létt að segja þér þetta allt. ..
Hann horfði á hana, og hrærð-
ist af þessari vinsemd og sá ekki
gegnum hræsnina.
— Ég þakka guði fyrir, að þú
gerðir það — þó illt væri. Ef
þú hefðir ekki gert það mundi
ég hafa haldið áfram að vona
að kraftaverk gerðist,. og reynt
að finna Clare eitthvað til af-
sökunar.
Joan fann hatrið streyma um
sig alla.
-— Elskaðir þú hana svona>
heitt?
— Já, svaraði hann með
ástríðuhita.
— Og þú varst sannfærður
um, að hún elskaði þig?
Röddin var iðrandi þegar hún
hélt áfram: — Hefði ég bara vit-
að, að hún elskaði þig ekki.
Hefði ég bara vitað ... Ég gerði
þetta í bezta tilgangi, Simon.
Ég vissi, að þú mundir aldrei
sjálfur biðja Faith um að veita
þér frelsi, og ég þoldi ekki að
hugsa til þess, að þú yrðir óham-
Framhald á bls. 47.
VIKAN 5. tW. — 23