Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 5
An vatns og elds gæti maðurinn ekki lifað. Samt
getur vatn og eldur verið versti óvinur mannsins,
og þá hræðist hann mest. Og mikið vatn og of
mikill eldur merkir hræðslu og dauða. Af tvennu
illu, vill maðurinn samt heldur reyna að berjast
við vatnið, því þar hefur hann meiri möguleika á
að bjarga lífinu. Eldurinn vægir engum stundinni
lengur, sem kemur nálægt honum.
Þetta fengu rúmlega þúsund manns að reyna
fyrir skömmu, þegar skemmtiferðaskipið LAKONIA
brann úti á rúmsjó, rétt fyrir síðustu jól. Flestir
farþeganna voru í jólafríi, og ætluðu að gera sér
ærlegan dagamun með því að fara með alla fjöl-
skylduna í lúxusferð til Kanaríeyjanna um jólin.
Á fjórða kvöldi var mikill gleðskapur um borð,
og flestir farþeganna voru samankomnir í sam-
komusal skipsins þar sem haldinn var nokkurs-
konar grímudansleikur. Brezkur kaupmaður, Arthur
Edson að nafni, var að líta eftir sonum sínum tveim,
7 og 11 ára, þar sem þeir sváfu niðri í skipinu.
Þegar hann gekk framhjá dyrum hárgreiðslustof-
unnar, sem þar var niðri, sá hann skipsmenn vera
að reyna að opna hurðina þangað, en svartur reykj-
armökkur gaus undan þeim.
Fleiri komu til, en það tók langan tima að opna
dyrnar, því þeir virtust engin verkfæri hafa til
þess. Arthur varð strax ljóst að kviknað væri i
skipinu, og sótti konu sina og þau fóru síðan niður
aftur og klæddu sig og börnin í hlý föt, og settu
björgunarbelti á sig.
Þegar því lauk, hafði aðvörunarklukkum verið
hringt um allt skipið, en fæstir heyrðu í þeim vegna
hávaðans af hljómsveitinni og í fólkinu, sem var
að skemmta sér. Arthur og fjölskylda hans komst
í björgunarbát, sem níu skipsmenn settu á flot.
Skipsmennirnir virtust engar áhyggjur hafa af því,
hversu margir kæmust um borð með þeim, enda
komust aðeins nokkrar konur í bátinn auk Arthurs
og fjölskyldu hans. Síðar, þegar þeim var bjargað
um borð í annað skip, hlupu skipsmennirnir fyrstir
upp í skipið og ýttu farþegunum til hliðar.
Svipaða sögu var að segja um aðra skipsmenn
— þó ekki án undantekninga, því margir þeirra
komu fram sem sannar hetjur. En nokkru síðar,
þegar eldurinn geystist um skipið, þá ruddist hóp-
ur þeirra að víngeymslu skipsins, braut hana upp
og hófu æðislega drykkju. Síðar réðust þeir niður
í farþegaklefana, brutu þar allt upp og rændu
og rupluðu eins og vitfyrrtir sjóræningjar fyrri
tíma.
Margir farþeganna höfðu safnazt fyrir aftast á
skipinu, fjærst eldinum, og biðu þar eftir nánari
fyrirskipunum, sem aldrei komu, fyrr en skipun
var loks gefin um að yfirgefa skipið. Þá voru flest-
ir bátar farnir frá borði, og farþegarnir tóku sig
til og hentu öllu lauslegu fyrir borð — því sem
flotið gat — og stukku útbyrðis. Skipið var þá
farið að síga í sjó að framan og skuturinn lyftist
úr sjó við og við, en skall svo aftur niður með
miklu afli. Margir söguðust undir skutinn, og urðu
undir skipinu, þegar það skall aftur niður á þá
með ógnarafli.
Margar hryllilegar sögur eru sagðar af fólki,
sem fórst í sjónum eða brann til bana, jafnt kon-
um sem körium, börnum og fullorðnum, og ekki
ástæða til að rekja slíkt hér. Veður var gott, og skip
stödd nærri, en þorðu ekki að leggjast að LAKONIA,
vegna ótta við að það spryngi í loft upp. Mörgum
var bjargað morguninn eftir, þegar flugvélar sveim-
uðu yfir staðnum og köstuðu niður gúmmíbjörg-
unarbátum, — en margir fórust. Það voru 1027
manns um borð, og af þeim fórust 129. Einn far-
Jieganna tók myndir af atburðinum, og við birtum
hér nokkrar þeirra.
SKQFILEG
SJOFERD
Dansieikuriran breyfifist skyndilega í dauða-
dans viö nátlúruöflin og drukkna menn
um borð
Konu er hjálpað upp í björgunarskipið SALTA.