Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 12
NÝ SMÁSAGA EFTIR INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR
Ég vorkenndi iitla manninum. Þaö hlýtur að vera erfitt að ímynda sér, að maður hafi
líf fjögurra manna á samvizkunni, vegna þess eins að hafa nefnt nafn þeirra þrisvar.
Það er án efa nóg til að fá heilbrigðan mann til að efast um geðheilsu sína.
Það var undarlegt, að hann skyldi koma til okkar að
fyrra bragði. Venjulega kom það í hlut lögreglunnar eða
ættingjanna að koma þeim til okkar. En hann kom sjátfur.
Geðsjúkir finna minna til sjúkdóms síns en aðrir sjúkl-
ingar. Þeir fáu, sem leituðu til okkar af fúsum vilja, af-
sökuðu sig með svefnleysi og taugaveiklun. Enginn þeirra
kom til að láta ioka sig inni. Samt voru sjúkdómseinkenn-
in mörg og breytileg og oft gátum við hjálpað með lyfjum
eða raflostum.
Hinum, sem ekki komu í tíma, gátum við oft ekki hjálp-
að. Við urðum að hafa þá hjá okkur og bíða og vona.
Bíða þess að þolinmæði okkar og tíminn myndu græða
sárin.
Fyrst þegar ég sá hann, hélt ég að hann væri gamall
sjúklingur. Ég býst við, að það hafi verið vegna þess, hve
andlit hans var líkt mörgum þeim andlitum, sem ég hafði
litið í. Andht hans var eitt þeirra andlita, sem enginn lít-
ur ótilkvaddur á tvisvar. í svip hans var ekkert það, sem
gerir manninn frábrugðinn öllum hinum andlitslausu mönn-
unum, sem ekkert eru og aldrei verða neitt.
Hann sat þarna í hnipriá bekknum, sem stóð meðfram
hvítmálaða veggnum. Hann sat þar í hnipri, grafkyrr. Það
var engu líkara en hann óttaðist, að hver minnsta hreyf-
ing gæti verið ógnvekjandi og hættuleg.
Þó virtist mér hann álíka hættulegur og vöggubarn.
Hann var líthl og mjög grannur. Samt hafði hann örlitla
ístru — líkasta kúlu umhverfis naflann. Svolitla og
kringlótta ístru. Það var einkennilegt að sjá hana fram-
an á þessum lotna og axlasigna manni. Hendur hans voru
grannar og virtust gagnsæjar, bláar æðarnar lýstu á glæru
hörundinu. Fætur hans voru smáir og andht hans — þið
vitið, hvernig andlit hans var.
„Hvað get ég gert fyrir yður?“ spurði ég lágt og blíð-
lega. Meðurinn sjálfur og fas hans bauð aðeins upp á blíðu
og ró.
„Ég vildi gjarnan fá að tala við lækninn sjálfan , sagði
litli maðurinn hægt og afsakandi. Orðin komu dræmt af
vörum hans eins og hann hefði ekki talað 'engi og kynni
naumast að tala. Nei, það var ekki þnanig. Eins og hvert
orð hans væri vandlega vafið í umbúðir, sem þyrfti að
opna áður en hægt væri að nota það. Já, þannig talaði hann.
,,Ég skal kalla á lækninn", sagði ég og þrýsti á bjöll-
una, sem kallaði lækni th okkar. „En fyrst verð ég að
taka af yður skýrslu".
Ég dró fram eyðublöðin, sem við notuðum til að skrá
á sjúkdómslýsingu sjúklinganna, sem til okkar komu.
„Skýrslu?“ sagði lith maðurinn og orðin ollu honum
sömu erfiðleikunum og fyrr eins og hvert orð sygi úr hon-
um lífsandann. „Skýrslu. Er það nauðsynlegt. Ég kom
hingað aðeins til að láta loka mig inni. Ég vil ekki ganga
laus lengur. Er skýrsla nauðsynleg til þess?“
„Já“, brosti ég.
„Jæja“, sagði litli maðurinn í algjörri uppgjöf. Þetta var
greinilega aðeins eitt af mörgum áföllum, sem lífið hafði
veitt honum. „Þá það“.
„Þér heitið?“ sagði ég spyrjandi og mundaði pennann
til að útfylla eina skýrs^una enn. Ég hef útfyllt þær margar.
Varir litla mannsins titruðu og hann beit þeim fastar
saman. Orðin, sem hingað til höfðu átt erfitt með að
sleppa af vörum hans, virtust nú læst í fangelsi innan við
þær.
Ég beið átekta. Ég þagði.
Loks opnuðust þunnar, bláleitar varirnar og htli mað-
urinn stundi:
„Ég get ekki sagt yður, hvað ég heiti. Það jafngildir
sjálfsmorði og mig langar ekki til að deyja“.
„Sjálfsmorði?" spurði ég undrandi. „Mig langar aðeins
til að vita, hvað þér heitið“.
Hann hrökk enn nær veggnum. Það var engu líkara
en hann vildi troðast inn í hann, hætti við það og sæti svo
áfram nötrandi á beinunum.
„Ég get ekki sagt yður, hvað ég heiti“, hvíslaði hann.
„Ég má ekki nefna nafn nokkurs manns. Hvorki mitt né
annarra".
„Og því megið þér ekki gera það?“ sagði læknirinn úr
dyragættinni.
Lith maðurinn leit á lækninn. Hann þagði um stund.
Andardráttur hans var tíður og augu hans þrungin skelf-
ingu. Hann minnti mig á lítið, hrætt dádýr, sem horfist
í augu við hundana og veit, að það er umkringt.
Hann átti enn erfiðara um mál en fyrr, þegar hann talaði.
Hann hvíslaði svo lágt að mér veittist erfitt að greina ,
orð hans.
„Ef ég nefni nafn einhvers þrisvar, deyr hann“.
„Einmitt það“, sagði læknirinn grafalvarlegur. Hann var
ýmsu vanur og lét sér hvergi bregða.
„Já“, sagði litli maðurinn og hann ók sér á bekknum.
Hann ók sér svo ákaft, að bekkurinn færðist úr stað og
stálfætur hans nérust með gegnumsmjúgandi ískurshijóði
við gúmmídúkinn á gólfinu. „Þetta er dagsatt. Ég kom
hingað til ykkar, ekki vegna þess, að ég haldi að ég hafi
misst vitið, þó ég viti, að þér haldið það, heldur til að
sanna fyrir yður og fyrir sjálfum mér, að ég sé með fullu
viti“.
„Nú, jú,“ sagði læknirinn.
„Fyrst var það Guðmundur Sigmundsson", sagði litli
maðurinn og skyndilega var eins og flóðgáttir himinsins
hefðu opnazt innra með honum. Orðin flæddu af vörum
hans. Hann hafði meira að segja gleymt sér og nefnt nafn
einhvers — mannsnafn.
„Ég hélt, að þér mættuð ekki nefna nein mannsnöfn“,
sagði ég. Læknirinn leit á mig aðvarandi á svip og ég lof-
aði sjálfri mér að hafa betri gát á tungu minni.
„Ó, jú“, sagði litli maðurinn. „Þetta nafn má ég nefna.
Ég er búinn að nefna nafn hans þrisvar sinnum í röð og
upphátt fyrir löngu. Ég las um hann í Morgunblaðinu. Hann
var að gefa út nýja skáldsögu fyrir jólin. Nafnið hans
Wjómaði svo vel. Það einhvernveginn valt fram af vör-
unum á mér. Guðmundur Sigmundsson. Áðru en ég vissi
af hafði ég nefnt nafn hans þrisvar sinnum í röð. Ég sagði,
stundarhátt: Guðmundur Sigmundsson, Guðmundur Sig-
mundsson, Guðmundur Sigmundsson. Og hvað skeði?“
„Guðmundur Sigmundsson framdi sjálfsmorð fyrir tíu:
dögum“, sagði læknirinn. „En skáld og listamennn hafa
alltaf verið taugaveikluð. — Ég býst við að útkoma fyrstu
bókarinnar og óttinn um viðtökurnar, sem hún hlyti, hafi
riðið honum að fullu“.
„Þetta áleit ég líka fyrst“, sagði litH maðurinn. Roði
hafði færst í kinnar hans og augu hans glóðu. „Bara til-
viljun. Auðvitað. Hvað gat það verið annað? Þetta hélt
ég líka. En svo var það forsætisráðherrann, sem var myrt-
ur. Ég nefndi líka nafn hans þrisvar í röð og upphátt. Og
loks ... og loks .. .“ Litli maðurinn gaf frá sér hljóð, sem
12
— VIKAN 5. tbl.