Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 22
Eftir
SUSAN MflRS
Teikning
Gylfi Reykdal
8.
hluti
Simon Denver læknir er trúlofaður ungri, blindri
stúlku, Fait Hamden. En þegar hann hittir Clare
Ruthland, hjúkrunarkonu hennar, verður þeim
Ijóst, að þau elskast, en að „ást“ hans til Faith
er aðeins meðaumkun. Þau ákveða samt að hittast
ekki framar, vegna Faith.
Joan Latimer, sem er einkaritari Simonar, er
einnig ástfangin af honum, og vill allt gera til að
krækja í hann.Hún segir þess vegna móður Faith
frá sambandi Símonar og Clare, en Faith heyrir
samtalið og verður mikið um. Til þess að róa
hana, sver Clare fyrir henni, að hún unni ekki
Simoni, og læst vera trúlofuð Ralph Mason lækni.
Svo fer hún til Joan til að gera upp sakir við
hana, en bíður lægri hlut fyrir lævísi hennar.
Simon kemur þar að, og Joan snýr öllum
málavöxtum við, og Simon trúir öllu á Clare,
sem flýr örvingluð í burtu ...
Joan hikaði ekki nema eina
sekúndu. Svo brosti hún hróðug.
— Þetta var alls ekki klaufa-
lega hugsað, ungírú Ruthland,
sagði hún neyðarlega. — En það
vill nú svo til að ekki er nema
klukkutími síðan ég komst að
þessu. Það var rétt áður en þér
komuð hingað. Ralph Mason
kom hingað með einhver skjöl
til Simonar. Hann var á leið-
inni til Hamden til að sækja
yður. Hann sagði mér frá trú-
lofuninni, og að sig hefði lang-
að til að opinbera hana fyrir
heilum mánuði.
— Nei, nei! andæfði Clare. —
Það er ekki satt! Og Ralph Ma-
son bíður eftir mér hérna fyrir
utan. Hann getur sagt ykkur.. .
Ég heimta það1 Þegar alit kem-
ur til alls ...
Joan leit kuldalega á hana. —
Eins og þér viljið . . . Hún gekk
út að glugganum og opnaði
hann. Hann sneri út að hliðar-
veginum, þar sem Ralph beið.
Hann sá hana og hún gaf hon-
um bendingu um að koma inn.
Eitthvað var í fagi Ralphs,
sem gerði Clare hrædda. En hún
fiýtti sér að segja við hann: —
Ralph, viltu gera svo vei að segja
Simoni að þú og ég höfum ekki
trúlofast fyrr en núna á<5an ...
og að við höfum aldrei. .. ver-
ið leynilega trúlofuð ...
Hann horfði á hana og virtist
vera á báðum áttum.
— En hvernig á ég að segja
honum það úr því að það er
ekki satt? sagði hann.
—- Það er það auðvitað ekki,
sagði Simon ofur rólega. — Ég
lét þetta með vilja ganga svona
langt, af því að ég vonaði að
Clare mundi muna það sem þér
sögðuð við Gerry um það, sem
væri ykkar á milli.
Clare var veik — allt hring-
snerist fyrir augunum á henni.
Hún hélt dauðahaldi í næsta
stól til þess að detta ekki, og
hún mundi hvað Ralph hafði
sagt: „Við vorum orðin sammála
um allt áður en Clare kom hing-
að. Þú heldur varia að það sé
einber tilviljun, að við komum
svo að segja samtímis“.
Simon leit fyrirlitningaraugum
á hana. -— Mig langaði til að
heyra hve langt þú dirfðist að
hætta þér í lyginni, Clare — í
blygðunarlausri lyginni!
Clare horfði biðjandi á Ralph.
— En þú veizt bezt sjálfur
... þú veizt að ... byrjaði hún.
— Ég vildi óska að ég vissi
hvað þú átt við, sagði hann,
nærri því eins og hann væri
að tala í gamni. — Þetta er afar
undarlegt, verð ég að segja . ..
Hann leit á þau öll á víxl. —-
Hvað er eiginlega að gerast
hér?
Clare fann að hún var ger-
sigruð, en Joan sagði rólega:
— Kannske þú viljir gera svo
vel að ...
— ... fara út í bílinn aftur?
Áttu við það? sagði Ralph og
leit á klukkuna. Svo leit hann
alvarlegur á Clare og sagði:
— Ég skal bíða í fimm mín-
útur, væna mín.
Þegar hann var farinn út sagði
Simon:
•—■ Það er ekki meira um þetta
að segja. Ég hugsa að okkur sé
þetta öllum ljóst.
Joan var ekki sein á sér að
nota tækifærið.
— Ég sætti mig ekki við að :'
mér sé ógnað, Clare, sagði hún.
— Ég neita að taka því þegj-
andi að þér komið hingað og
hótið mér að afhjúpa mig fyrir
Simoni, ef ég felst ekki á ein-
hver af klækibrögðum yðar. Ef
ég á að missa vináttu hans og
virðingu, þá verður það að ger-
ast í fullri dagsbirtu. Ég er fús
til að játa ávirðingar mínar og
mistök, en ég vil gefa skýring-
ar á þeim sjálf. Ég vil ekki láta
yður gera það, sem ég hef sagt
eða gert, grunsamlegt. Simon
hefur þekkt mig í mörg ár. Yður
hef ég þekkt að nafninu til í
einn mánuð .. . Ég er hrædd um
að hann dæmi yður hart... Frá
því að þér komuð hingað hef-
ur ekki verði um annað að ræða
en stríð og erfiðleika, bætti hún
við.
Clare reyndi árangurslaust að
finna mótleik gegn öllum þess-
um álygum og rógi. Loks sagði
hún við Joan:
— Þér hafið verið afar dugleg.
Duglegri en svo, að ég geti haft
við yður. Hreinskilnin reynist
því miður stundum árangurs-
laus. Það eina sem skipt hefur
máli fyrir mig er Faith - að
hún er blind — að henni hefur
liðið illa.
Joan fussaði.
— Þetta er ekkert nema
hræsni, frá yðar hálfu! Ætlið
þér að reyna að telja okkur trú
um að þér hefðuð viljað sleppa
Simoni, ef þér hefðuð í raun og
veru elskað hann? Þér munduð
aldrei hafa afneitað ástinni og
látið hann vera bundinn henni
áfram, ef hann hefði getað orðið
frjáls á heiðarlegan hátt. Það er
ástæðan til að ég hata yður —-
hata yður! Ég hélt að þér mund-
uð gera hann hamingjusaman.
Að hann mundi verða frjáls —
án þess að vita að ég hefði átt
þátt í því, — en þér hafið ekk-
ert skilið af þessu. Þér hljótið
að hafa verið ákaflega sniðugur
leikari — og lygai-i! Yður tókst
að láta Faith trúa því að hann
elskaði hana ... og að þér elsk-
uðuð Ralph . . .
— Joan sneri sér að Simoni
og hélt áfram:
— Ég er fús til að gera allt,
sem þú biður mig um. En þú
mátt aldrei biðja mig um að
sýna Clare nokkra miskunn. Því
að það get ég ekki!
Simoni fannst hann hafa feng-
ið högg fyrir bringsmalirnar, og
22 — VIKAN 5. tbl.