Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 16
m M
■
^ . . .
V... . : .:...... ‘
ssffiv
Miklr jarðskjálftar hafa gengið yfir
Reykjavík, nokkur hús hrynja, rúður brotna
og íbúar flýja úr húsum sínum og tjalda á
auðum svæðum.
Styrmir blaðamaður fylgist með atburðum
og skrifar um þá frétt í Kvöldblaðið. Síðan
fer hann heim til sín, þar sem hann býr á
8 hæð í háhýsi, sem staðizt hefur raunina.
FlugvéS frá Loftleiðum er að leggja af
stað frá flugvellinum í Reykjavík, þegar
annar jarðskjálfti ríður yfir, en flugmönn-
unum tekst að koma flugvélinni á loft. Hún
flýgur i suð-austur, og eftir nokkrar mínút-
ur skýra flugmenn frá því að þeir sjái
mikið eldgos vestan Bíláfjalla. Leiðangrar
eru sendir á staðinn.
Styrmir er sendur þangað, ásamt Magga
Ijósmyndara. Þeir hitta þar fyrir aðra leið-
angursmenn, og Maggi er svo áhugasamur
við myndatökuna, að hann gætir ekki að
sér, en rennur niður hjarnið í brattri brekku
— og hverfur ofan í brennandi hraunið.
Hallgrímur Geirsson borgarstjóri er heima
hjá sér, þegar hann fréttir um að hraunið
stefni til bæjarins. Hann kallar samstundis
saman helztu ráðamenn borgarinnar.
jg — VIKAN 5. tbl.
Klukkan sex voru flestir mættir á skrifstofu
borgarstjóra. Skrifstofan er stór, en þó var
nokkuð þröngt þar inni, því 15 manns voru þar
samankomnir. Þeir stóðu og ræddust við í hálf-
um hljóðum, í smáþyrpingum, en sumir sátu
hugsandi og reyktu ákaft. Einhver óróleiki eða
spenna var yfir þeim öllum, þegar borgarstjóri
bankaði loks í borðið og bað sér hljóðs.
„Herrar mínir“, sagði hann. „Við megum ekki
tefja tímann, því hver stund er dýrmæt. Mér
hafa borizt þær fregnir fyrir skömmu síðan,
að eldgos sé hafið austur við Bláfjöll, eða nán-
ara sagt í eldgíg við fell, sem nefnist Drottn-
ing. Hraunstraumurinn rennur í tvær áttir,
annar til Sandskeiðs, og mun loka veginum þar
eftir nokkra klukkutíma. Hinn straumurinn
rennur í stefnu til Reykjavíkur, og mun senni-
lega eyðileggja vatnsból bæjarins við Gvendar-
brunna, falla síðan í Elliðavatn og eftir far-
vegi Elliðaánna til sjávar. Viðbúið er að hraun-
ið eyðileggi rafstöðvarnar við árnar, brióti hita-
veitustokkinn niður og brýrnar við árnar.
Straumurinn rennur nokkuð hratt, og Þórar-
inn Sigurðsson jarðfræðingur, sem hér er
staddur og hefur verið þarna uppfrá, áætlar að
við höfum 15—20 klukkutíma áður en hraunið
rennur í Gvendarbrunna, og 25—30 klst. þar
til það rennur til sjávar. Það þarf ekki að lýsa
því fyrir ykkur, hvað hér er í húfi, og að hér
í borginni muni skapast neyðarástand, þegar
allt rafmagn fer, bæði kalt og heitt vatn, og
vegasambandið austur rofnar. Ykkur er að
sjálfsögðu heimilt að spyrja Þórarin Sigurðs-
son nánar um álit hans, en ég bendi aðeins á
það, að tíminn er mjög naumur til framkvæmda
— hverjar svo sem þær verða — og þess vegna
legg ég til, að við eyðum ekki tíma til þess,
eða annarra ágizkana, heldur högum okkur í
samræmi við það, að þessi áætlun eða ágizk-
un hans standist í aðalatriðum, — og hefjumst
handa þegar í stað um að bjarga því, sem
hægt er.
Við þurfum nokkurn tíma til að taka ákvarð-
anir um hvað hægt og rétt sé að gera, og ég
legg til að við tökum strax til við það. Er
nokkur á móti því?“
Enginn hreyfði andmælum.
„Eins og ykkur mun kunnugt, þá starfa al-
mannavarnir undir stjórn dómsmálaráðherra,
en þeim er ætlað það hlutverk að vera lögreglu-
stjóra umdæmisins til aðstoðar. Samkvæmt lög-
um um almannavarnir, þá eiga sæti í almanna-