Vikan


Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 33

Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 33
um út í skemmtigarðinum leynd- ist Belginn undir víðri kápu eins félaga síns, áður en lagt var upp, og var því ekki talinn með. Þegar athygli varðanna var dreift hæfilega, tókst Lebrun að skjótast inn í garðhús eitt og klifra upp á milli þaksperranna. Hans var ekki saknað, þar sem Belginn tók nú að sér hlutverk hans, og hundarnir fundu ekki þefinn af honum. Þegar hann taldi öllu óhætt, hóf hann flótt- ann, klæddur gráum flónelsföt- um, sem hann hafði fengið send frá vini einum í Frakklandi, gekk til j árnbrautarstöðvar stað- arins og keypti farmiða, sem hann greiddi fyrir með 100 marka seðli. Til allrar óhamingju var þessi seðill ekki lengur gild- ur, svo að stöðvarstjórann fór að gruna margt. Læsti hann Le- brun inni á salerni stöðvarinn- ar og hringdi síðan til fangabúða- stjórans. Hann kvað einskis manns saknað, en meðan á sam- tali þessu stóð, braut Lebrun upp gluggann á salerninu til að strjúka þaðan, en stökk þá ein- mitt ofan á gamla konu, sem varð vitanlega hrædd og rak upp skræk. Eftirför var hafin og járnbrautarstarfsmönnum tókst fljótlega að handsama Lebrun. Var hann síðan sendur til kastal- ans og afhentur fangabúðastjór- anum, sem stóð enn á því fast- ar en fótunum, að engan mann vantaði hjá honum! Þetta ævintýri kostaði Mai- resse fötin góðu, sem hann hafði aflað sér, og mánaðar einangr- un, sem varð að afplána um svip- að leyti að Peter Allan. Einn daginn, síðdegis, heyrð- um við fjölda skothvella neðan af knattspyrnuvellinum í garð- inum. Við þutum út að gluggan- um, en sáum ekkert fyrir þéttu laufinu. Á eftir var allt á ferð og flugi hjá Þjóðverjum, og við sáum þýzkar leitarsveitir með hunda hraða sér úr kastalanum og hverfa inn á milli trjánna. Heyrðum við lengi óminn af skipunum og hundgá, en hvort- tveggja hvarf smám saman í fjarska. Peter Allan sagði okkur síð- ar, hvað hafði komið fyrir. „Ein- þúar“ — þeir voru um þessar mundir aðeins fimm eða sex —• voru í daglegri liðkunardvöl í garðinum, þar sem þeir máttu talast við. Þar sem þeir voru ekki fleiri, voru frekar fáir verð- ir látnir gæta þeirra, en einbúar áttu að vera á þeim hluta svæð- isins, þar sem fangarnir voru vanir að leika knattspyrnu inn á milli trjánna. Lebrun hafði fyr- ir sið að stunda fimleikaæfing- ar ásamt tveim Frökkum, og iðkuðu þeir meðal annars ýmis stökk. Lebrun var frábær íþróttamaður. Þetta var um há- sumar og hann var í því, sem hann átti eftir af flíkum þeim, er hann hafði viðað að sér, stutt- buxum, gulri peysu, sportskyrtu, sem var opin í hálsinn og leik- fimiskóm. Þetta voru að vísu ekki hentugustu flóttaflíkur, en hann taldi, að Þjóðverjar mundu einnig vera á sömu skoðun. Með- an sumir fangavarðanna lágu og flatmöguðu við gaddavírsgirðing- una og horfðu á allt annað en fangana, stunduðu Lebrun og Frakkarnir stökkæfingar skammt frá. Svo gerðist allt með leiftur- hraða. Annar Frakkinn tók sér stöðu með bakið að girðingunni og spennti greipar þannig, að Lebrun gat stigið í lófa honum og notað þá fyrir stökkpall. Fim- leikamenn geta þeytt hvor öðr- um alllanga leið með þessum hætti. Allt var komið undir ná- kvæmni og viðbragðsflýti, full- kominni stjórn allra vöðva lík- amans. Lebrun og vini hans tókst það, sem þeir ætluðu sér, og sá fyrrnefndi sveif í háboga yfir gadavírsgirðinguna, sem var þarna þrír metrar á hæð. En þetta var aðeins byrjunin. Lebrun hljóp 20 metra meðfram girðingunni í átt til aðalveggsins umhverfis kastalagarðinn. Hann varð að stíga upp á gaddavírinn, til að komast yfir sjálfan vegg- inn, sem var um fjögurra metra hár. Verðirnir hófu strax skot- hríð á Lebrun, þegar þeir sáu, hvernig komið var, en hann lét það ekki á sig fá, og þeir komu heldur ekki skoti á hann og hon- um tókst að klifra yfir múrinn. Hann hvarf og var ekki hand- samaður aftur. Þetta var fræki- legur flótti, sem gerður var í samræmi við hugrekki og snar- ræði franskra riddara. Ef um örlítil mistök hefði verið að ræða, hefði Lebrun getað átt von á, að fá kúlu í skrokkinn. Ensk- ur foringi var skotinn til bana við svipaða flóttatilraun ári síð- ar. Ég hitti Lebrun aftur mörg- um árum eftir lok stríðsins, og hér kemur framhaldið af sögu hans: Hann strauk 1. júlí 1941. Þótt hópur Þjóðverjar með hunda væri farinn að leita hans aðeins tíu mínútum eftir að flóttinn hófst, tókst honum að komast inn á hveitiakur, þar sem hann leyndist til kvölds, meðan leit- armenn fóru allt í kringum hann. Klukkan tíu um kvöldið hélt hann göngu sinni áfram. Hann gekk fyrst um 80 km, en síðan stal hann reiðhjóli og hjólaði 100—150 km á dag. Hann þóttist vera ítalskur liðsforingi og sníkti eða stal vistum á leiðinni á af- skekktum bóndabæjum, þegar hann hafði gengið úr skugga um að konur einar væru heima. Svo sprakk annar hjólbarðinn, svo að hann fleygði hjólinu og stal öðru. Á leiðinni til svissnesku landamæranna var hann stöðv- aður tvívegis en slapp í bæði skiptin. Síðara óhappið gerðist um 4Ö km frá landamæruhum. Hann brá fæti fyrir varðmann, sem stöðvaði hann, og sló hann í rot með hjólhestapumpunni sinni. Síðan leitaði hann inn í skógana og komst yfir landa- mærin 7. júlí eða eftir aðeins eina viku. Tæpri viku síðar var hann kominn til Frakklands. í des- ember 1942 fór hann yfir Pyr- eneafjöll, en var þá tekinn til fanga af Spánverjum, sem lok- ÁV! fyi liggi lllt ir- andi mi úrva vein i 111 kið il af aðar- irn Leitið upplýsinga. Kr. Þorvaldsson & to. Grettisgötu 6 - Sími 24730 uðu hann inni í höll einni. Hann stökk út um glugga ofan í sýkis- gröfina, en kom niður á grjót og hryggbrotnaði. Honum var náð upp úr gröfinni, var lagð- ur á dýnu og síðan gerðu menn ráð fyrir, að hann mundi deyja drottni sínum. Franski ræðismað- urinn á staðnum frétti hvernig komið væri, og krafðist hann þess, að Lebrun væri þegar tek- inn í sjúkrahús og gerð á hon- um skurðaðgerð. Lífi Lebruns var bjargað, og hann komst til Alsír, þar sem hann lagði sig fram í þágu Frakka. Og þótt hann sé öryrki nú, vegna slyss- ins, er hann einn bezti sonur þjóðar sinnar. Ef einhver Þjóðverjanna hefði skoðað klefa Lebruns í Colditz þann 1. júlí, þegar hann fór út til venjulegra liðkunar- æfinga, hefði sá hinn sami getað hindrað flóttann. Lebrun hafði nefnilega búið um allar eigur sínar og skrifað utan á þær heimilisfang sitt í Frakklandi. Þær bárust á réttan stað fáein- um mánuðum síðar — sendar af Prawitt, fangabúðastjóra í Cold- itz. - O — Einn djarfasti pólski foring- inn — meðal margra fífldjarfra í Colditz — var N. Sumanowicz, liðsforingi. Hann var lágvaxinn og mjósleginn með einkennilegt andlit, sem samsett var úr óreglulegum þríhyrningum. Eld- urinn, sem brann í sálu hans, sást aðeins í augum hans, sem glóðu af ofstæki. Hann var einn af beztu vinum mínum, og við fórum í margar ránsferðir um þá hluta fangabúðanna, sem áttu að vera okkur lokaðir. Hann kenndi mér allt um að opna lása með þjófalyklum, því að hann var sérfræðingur á því sviði. ,,Niki“ hafði verið einn hinna fyrstu, sem heimsóttu okk- ur forðum, þegar við komum til Colditz. Annað frístundastarf hans var átttavitaframleiðsla, sem hann smíðaði með þeim fáu tækjum, sem í fangabúðunum var að fá. Hann smíðaði alls um fimmtíu áttavita, sem voru í alla staði hin beztu og nothæfustu tæki. Að mínum dómi voru flótta- áætlanir hans alltof áhættusam- ar til þess að hægt væri að reyna framkvæmd þeirra. Hins vegar fannst honum, að mínar hugmyndir af sama tagi væru heldur óskáldlegar, og ég veit, að í sálu sinni fannst honum lítið til þess koma, hve nákvæmlega ég sneri mér að lasun allra vandamála. Hann var eins og Lebrun að því leyti, að hann treysti á „leifturáætlanir", og að auki var hann allra manna úrúræðabezt- ur. Hann fyrirleit Þjóðverja eins og allir Pólverjar, en til allrar óhamingju gerði hann of lítið úr þeim fjandmanni sínum, eins og Pólverjar gerðu yfirleitt og raunar fleiri. Niki var eins oft og lengi í ein- angrun og hann var í „almenn- ingnum“. Við eitt tækifæri sum- arið 1941 var! hann í klefa, sem búinn var glugga hátt á vegg og sneri skjárinn fram að garði okk- ar. Annar pólskur foríngi og vin- ur Nikis, Meitek Schmiel, var í næsta klefa. Einn daginn fékk ég tilkynningu frá honum um, að þeir Schmiel ætluðu að strjúka um nóttina, og hvort ég vildi slást í förina með þeim? Ég afþakkaðí boðið af tveím ástæuðm — í fyrsta lagí taldí ég, að Niki væri orðinn vitskertur, og í öðru lagi var ég orðinn úrkula vonar um að geta strokið, meðan ég var flóttaforingi í búð- unum. Þar sem enskum fjölgaði ört, var þetta eina stefnan, sem ég gat tekið, ef ég óskaði að VIKAN 5. tbl. _ gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.